Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2025 21:17 Strákarnir með silfurverðlaunin sín í mótslok. @hsi_iceland Íslenska átjánda ára landsliðið í handbolta varð að sætta sig við silfurverðlaun á Sparkassen Cup. Íslenska liðið komst í úrslitaleikinn á móti heimsmeisturum Þjóðverja en varð að sætta sig við þriggja marka tap, 31-28. Íslensku strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og höfðu sex marka forskot þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Staðan í hálfleik var 17-16, okkar mönnum í vil. Þjóðverjar hófu seinni hálfleikinn mun betur og lögðu grunninn að sínum sigri. Okkar menn gerðu gott áhlaup í lokin en því miður var það ekki nóg. FH-ingurinn Brynjar Narfi Arndal var markahæstur með níu mörk en Valsmaðurinn Bjarki Snorrason skoraði fjögur mörk eins og ÍR-ingurinn Patrekur Smári Arnarsson. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Sigfússon þjálfa íslenska liðið. Íslenska liðið vann sterkt lið Portúgal í undanúrslitaleiknum. Bæði liðin höfðu unnið alla leiki sína á mótinu fyrir úrslitaleikinn. Liðin höfðu líka tvisvar sinnum mæst áður; á æfingamóti í Færeyjum fyrir hálfu ári síðan þar sem Þjóðverjar höfðu betur. Ísland bætti upp fyrir það með góðum sigri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í sumar. Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar í þessum aldursflokki. Markaskor Íslands í úrslitaleiknum: Brynjar Narfi Arndal - 9 mörk Bjarki Snorrason - 4 mörk Patrekur Smári Arnarsson - 4 mörk Ómar Darri Sigurgeirsson - 3 mörk Kári Steinn Guðmundsson - 2 mörk Freyr Aronsson - 2 mörk Anton Frans Sigurðsson - 1 mark Alex Unnar Hallgrímsson - 1 mark Matthías Dagur Þorsteinsson - 1 mark Örn Kolur Kjartansson - 1 mark Í markinu varði Anton Máni Francisco Heldersson 14 skot og Sigurmundur Gísli Unnarsson 1 skot. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) Landslið karla í handbolta Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira
Íslenska liðið komst í úrslitaleikinn á móti heimsmeisturum Þjóðverja en varð að sætta sig við þriggja marka tap, 31-28. Íslensku strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og höfðu sex marka forskot þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Staðan í hálfleik var 17-16, okkar mönnum í vil. Þjóðverjar hófu seinni hálfleikinn mun betur og lögðu grunninn að sínum sigri. Okkar menn gerðu gott áhlaup í lokin en því miður var það ekki nóg. FH-ingurinn Brynjar Narfi Arndal var markahæstur með níu mörk en Valsmaðurinn Bjarki Snorrason skoraði fjögur mörk eins og ÍR-ingurinn Patrekur Smári Arnarsson. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Andri Sigfússon þjálfa íslenska liðið. Íslenska liðið vann sterkt lið Portúgal í undanúrslitaleiknum. Bæði liðin höfðu unnið alla leiki sína á mótinu fyrir úrslitaleikinn. Liðin höfðu líka tvisvar sinnum mæst áður; á æfingamóti í Færeyjum fyrir hálfu ári síðan þar sem Þjóðverjar höfðu betur. Ísland bætti upp fyrir það með góðum sigri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í sumar. Þjóðverjar eru ríkjandi heimsmeistarar í þessum aldursflokki. Markaskor Íslands í úrslitaleiknum: Brynjar Narfi Arndal - 9 mörk Bjarki Snorrason - 4 mörk Patrekur Smári Arnarsson - 4 mörk Ómar Darri Sigurgeirsson - 3 mörk Kári Steinn Guðmundsson - 2 mörk Freyr Aronsson - 2 mörk Anton Frans Sigurðsson - 1 mark Alex Unnar Hallgrímsson - 1 mark Matthías Dagur Þorsteinsson - 1 mark Örn Kolur Kjartansson - 1 mark Í markinu varði Anton Máni Francisco Heldersson 14 skot og Sigurmundur Gísli Unnarsson 1 skot. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland)
Markaskor Íslands í úrslitaleiknum: Brynjar Narfi Arndal - 9 mörk Bjarki Snorrason - 4 mörk Patrekur Smári Arnarsson - 4 mörk Ómar Darri Sigurgeirsson - 3 mörk Kári Steinn Guðmundsson - 2 mörk Freyr Aronsson - 2 mörk Anton Frans Sigurðsson - 1 mark Alex Unnar Hallgrímsson - 1 mark Matthías Dagur Þorsteinsson - 1 mark Örn Kolur Kjartansson - 1 mark Í markinu varði Anton Máni Francisco Heldersson 14 skot og Sigurmundur Gísli Unnarsson 1 skot.
Landslið karla í handbolta Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Sjá meira