Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar 1. janúar 2026 12:01 Alþjóða Hafrannsóknarráðið (ICES), hefur nýlega endurmetið stofnstærð makríls á Norður Atlantshafi. Endurmatið nær áratugi aftur í tímann eins og meðfylgjandi mynd nr. 1 sýnir. Það er skemmst frá því að segja að stofninn hefur verið miklu stærri en áður var talið. Munar mörgum milljónum tonna annars vegar á mati sem gert var árið 2023 og leiðréttingu frá því í ár hins vegar. Þetta kemur þeim sem hafa fylgst með ráðgjöfinni á síðast liðnum árum ekki beint á óvart. Stofnstærðarmatið hvílir á veikum grunni meðal annars talningum á nokkurra ára fresti. Matið hefur verið harðlega gagnrýnt um áratuga skeið af virtum vísindamönnum eins og Jens Christian Holst í Noregi. Endurmatið leiðir tvennt í ljós: 1) Makríllinn var aldrei ofveiddur eins og haldið hefur verið fram. Ef miðað er við forsendur ráðgjafarinnar og tekið tillit til endurmatsins liggur þvert á móti fyrir að stofninn hefur verið vannýttur um allt að ríflega 1,4 milljónir tonna þegar mest var, sjá mynd 2. 2) Stofninn dregst hratt saman upp úr 2014 þrátt fyrir vannýtingu sem bendir eindregið til að áhrif veiða á makrílstofninn séu stórlega ofmetin. Nú þegar verið er að ganga frá samningum um veiðar á makríl hljóta að verða settir inn fyrirvarar um ráðgjöfina sem er forsenda úthlutaðs aflamagns. Hún er greinilega byggð á ágiskunum og forsendum sem eru í stöðugri endurskoðun. Það er mikilvægt að stjórnvöld dragi lærdóm af þessu gríðarlega vanmati og reglulegum „endurútreikningum“ á stofnstærðarmati botnfiska langt aftur í tímann. Stjórnvöld verða að horfa til þessara aðferða með gagnrýnum hætti. Líta í meira mæli til ástands fisksins, meðal annars til holdafars, þegar verið er að veita fiskveiðiráðgjöf í stað þess að líta nær eingöngu til talningar á fiskum í hafinu. Slíkar talningar eru háðar gríðarlegri óvissu og byggja að stórum hluta á ágiskunum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Alþjóða Hafrannsóknarráðið (ICES), hefur nýlega endurmetið stofnstærð makríls á Norður Atlantshafi. Endurmatið nær áratugi aftur í tímann eins og meðfylgjandi mynd nr. 1 sýnir. Það er skemmst frá því að segja að stofninn hefur verið miklu stærri en áður var talið. Munar mörgum milljónum tonna annars vegar á mati sem gert var árið 2023 og leiðréttingu frá því í ár hins vegar. Þetta kemur þeim sem hafa fylgst með ráðgjöfinni á síðast liðnum árum ekki beint á óvart. Stofnstærðarmatið hvílir á veikum grunni meðal annars talningum á nokkurra ára fresti. Matið hefur verið harðlega gagnrýnt um áratuga skeið af virtum vísindamönnum eins og Jens Christian Holst í Noregi. Endurmatið leiðir tvennt í ljós: 1) Makríllinn var aldrei ofveiddur eins og haldið hefur verið fram. Ef miðað er við forsendur ráðgjafarinnar og tekið tillit til endurmatsins liggur þvert á móti fyrir að stofninn hefur verið vannýttur um allt að ríflega 1,4 milljónir tonna þegar mest var, sjá mynd 2. 2) Stofninn dregst hratt saman upp úr 2014 þrátt fyrir vannýtingu sem bendir eindregið til að áhrif veiða á makrílstofninn séu stórlega ofmetin. Nú þegar verið er að ganga frá samningum um veiðar á makríl hljóta að verða settir inn fyrirvarar um ráðgjöfina sem er forsenda úthlutaðs aflamagns. Hún er greinilega byggð á ágiskunum og forsendum sem eru í stöðugri endurskoðun. Það er mikilvægt að stjórnvöld dragi lærdóm af þessu gríðarlega vanmati og reglulegum „endurútreikningum“ á stofnstærðarmati botnfiska langt aftur í tímann. Stjórnvöld verða að horfa til þessara aðferða með gagnrýnum hætti. Líta í meira mæli til ástands fisksins, meðal annars til holdafars, þegar verið er að veita fiskveiðiráðgjöf í stað þess að líta nær eingöngu til talningar á fiskum í hafinu. Slíkar talningar eru háðar gríðarlegri óvissu og byggja að stórum hluta á ágiskunum. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins og formaður atvinnuveganefndar Alþingis
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar