Innlent

Nafn konunnar sem lést á Hvols­velli

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
kerti

Konan sem lést eftir að hafa orðið fyrir vörubíl á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember hét Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir.

Hún var 34 ára gömul og var búsett á Hvolsvelli.

Á morgun klukkan fjögur fer fram bæna- og minningarstund í Oddakirkju.

„Þar getum við sótt styrk, tendrað ljós og treyst böndin. Guð gefi fjölskyldunni, ástvinum og okkur öllum styrk,“ sem segir í tilkynningu Breiðabólstaðarprestakalls á samfélagsmiðlum.

Lögreglan á suðurlandi rannsakar málið sem slys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×