„Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar 9. janúar 2026 14:47 „Ótti er ekki í elskunni“ ritar höfundur Fyrsta bréfs Jóhannesar hins almenna er hann talar um kærleika Drottins sem opinberaður er í Jesú Kristi. Í bréfinu, sem er að finna í Nýja testamentinu, er gríska orðið φόβος (fóbos) þýtt sem ótti. Af þessu orði kemur enska orðið phobia sem er hægt að þýða sem ótti eða fælni. Ótti er tilfinning sem við öll höfum fundið fyrir og er hún viðbragð við yfirvofandi hættu sem er raunveruleg eða ímynduð. Hvort sem hættan er raunveruleg eða ekki getur óttinn leitt til mjög alvarlegra afleiðinga ef hann ræður för. Í Gamla testamentinu lesum við um ótta Faraós við sívaxandi þjóð Gyðinga sem, að mati hans, ógnaði öryggi Egyptalands. Hann greip til þeirra ráða að láta hermenn sína myrða öll sveinbörn meðal Gyðinga og herleiða þjóðina. Sem betur fer fyrir Gyðinga voru þeir frelsaðir (Mörgum árum síðar) af Móse undir leiðsögn Drottins. Óttinn greip einnig yfirvöld Gyðinga er Jesús frá Nasaret hóf að boða Guðs ríkið í Galíleu. Öryggi og vald þeirra var í hættu vegna þess fjölda fólks sem fylgdi Kristi. Ótti æðstu prestanna krafðist þess að Jesús yrði ráðinn af dögum og var hann krossfestur fyrir glæpi sína. Sem aflífunaraðferð var krossfestingin víti til varnaðar þeim sem hugðust gera uppreisn gegn yfirvöldum í Róm. Margir fylgjendur Jesú fóru í felur af ótta við að mæta sömu afleiðingum og frelsarinn. Óttinn sem getur stjórnað okkur hefur í gegnum aldirnar líka verið notaður sem tæki til að kúga og stjórna. Óttinn skiptir okkur í fylkingar, býr til óreiðu og vantraust milli fólks. Eins og við sjáum í Biblíunni er varhugavert að treysta óttanum. Umræðan um stefnu Íslands í innflytjenda- og hælisleitendamálum var í fararbroddi í fyrra og lögðu stjórnmálaflokkar mikla áherslu á innflytjendamálin fyrir kosningar. Fyrir utan kostnaðinn sem fylgir því að styðja við hælisleitendur virðast stærstu áhyggjurnar vera af íslenskri menningu og tungumáli. Það hræðist framtíð þar sem innflytjendur og flóttamenn verða fleiri en við Íslendingar en þessum áhyggjum lýsir varaformaður Miðflokksins, Snorri Másson, er hann biðlaði til almennings að íhuga barneignir. Miðað við þá orðræðu sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi eru vissulega áhyggjur af þeim straumi innflytjenda og þá sérstaklega hælisleitenda sem hingað koma. Vert er að nefna að það er grundvallar munur á innflytjendum og hælisleitendum. Innflytjendur eru fólk sem sest hér að með löglegum hætti. Þeir vinna, borga skatta og skapa sér líf á Íslandi eins og hver annar Íslendingur. Hælisleitendur eru þeir sem sækja um alþjóðlega vernd og eru á flótta vegna stríðs eða ofsókna í heimalandinu. Sem dæmi má nefna að í Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholtskirkju eru flestir hælisleitendur frá Íran þessa stundina. Þau flúðu heimaland sitt vegna ofsókna og kúgunar en Írönum er ekki heimilt að eiga trúskipti þar sem þeir eru fæddir múslimar (e. born muslim). Kristnir í Íran lifa við sömu aðstæður og fylgjendur Jesú gerðu fyrir um 2000 árum. Á tímum forn kirkjunnar þurfti Jesúhreyfingin að hittast í laumi og halda samkomur í húskirkjum. Þetta er veruleikinn í Íran í dag og ef það kemst upp um þig er refsingin dauði. Erlendir ríkisborgarar á Íslandi voru 67.590 árið 2025 samkvæmt síðustu tölum Hagstofu Íslands. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun voru samanlagt 6.373 einstaklingar með gilt dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar sem flóttafólk og tímabundinnar verndar vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Eru þessar tölur frá 1. Janúar 2025 og samkvæmt þeim er flóttafólk 9,4% af öllum erlendum ríkisborgurum á Íslandi. Ef litið er á tölfræði verndarsviðs Útlendingastofnunnar, sem var uppfærð í nóvember 2025, voru 1.559 umsóknir um vernd á árinu 2025. Það eru færri umsóknir en á árinu 2024 (1.944) og mun færri en á árunum 2023 (4.168) og 2022 (4.521). Vert er að hafa í huga að þegar litið er á tölfræði eins og þessa að þá getur sama manneskja verið með fleiri en eina umsókn í gangi og tölurnar sýna ekki raunfjölda fólks sem er að sækja um heldur aðeins fjölda umsókna. Langflestar umsóknir voru frá Úkraínu af augljósum ástæðum en þær voru 967 talsins og var 880 manns veitt vernd á Íslandi. Flestar umsóknir frá öðrum löndum komu frá Palestínu (158), Venesúela (147), Nígeríu (41) og Úganda (27). Hingað til hafa 375 umsóknir verið afgreiddar í efnislegri meðferð og fengu 177 manns vernd en 198 fengu synjun. Flestir sem fengu vernd voru frá Palestínu eða 90. Flestir sem fengu synjun voru frá Venesúela eða 82. Eins og við sjáum í þessari tölfræði eru hælisleitendur mikill minnihluti erlendra ríkisborgara. Ef litið er fram hjá þeim 880 manns frá Úkraínu sem fengu tímabundna vernd að þá hafa aðeins 177 fengið vernd árið 2025. Langflestir erlendir ríkisborgarar eru frá Póllandi eða 22.961. Það eru tæplega 34% af öllum innflytjendum á Íslandi. Ekki virðist vera mikill ótti við fólk frá Póllandi í umræðunni í dag en við hvað er fólk svona hrætt? Þann 14. júní 2025 hélt hópurinn Ísland, þvert á flokka mótmælendafund á Austurvelli til að mótmæla stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Á þessari slóð er hægt að horfa á myndskeið þar sem nokkrir ræðumenn fá orðið: https://thjodolfur.is/island-thvert-a-flokka-tjair-vilja-thjodarinnar/. Hópurinn tjáir þær áhyggjur sem margir Íslendingar hafa en byggt á þeirri orðræðunni er hægt að skynja ótta við fólk frá Mið-Austurlöndum og sérstaklega við þau sem aðhyllast Íslam. Rætt er t.d. um múslimahjörðina[1] og að við megum ekki innleiða menningu annarsstaðar frá þar sem engin mannréttindi eru virt.[2] Í Alþjóðlega söfnuðinum er flest flóttafólk frá Mið-Austurlöndum og einkennist reynsla þeirra af Íslam af kúgun og dauða. Skiljanlega treysta þau ekki múslimum enda eru þau brennd af ríkisstjórnum sinna landa. Þessi tegund af Íslam er öfgakennd og er t.d. að finna hjá Klerkastjórninni í Íran eða hjá Talíbönum í Afganistan. Það er mjög skiljanlegt að hvorki Íslendingar né flóttafólk frá Mið-Austurlöndum vilji ekki innleiða slík öfgakennd trúarbrögð eða menningu sem virðir ekki almenn mannréttindi. Það þýðir samt ekki að hægt sé að alhæfa alla múslima á jörðinni og segja að engin þeirra virði mannréttindi. Það þýðir ekki að allt fólk frá Mið-Austurlöndum séu öfgakenndir múslimar sem vilja koma til Íslands til að taka yfir landið. Hér þarf að hafa varann á. Hluti af flóttafólki sem hingað kemur frá Mið-Austurlöndum er kristið og í Alþjóðlega söfnuðinum vilja margir læra íslensku til að aðlagast betur að samfélaginu. Vegna þess ótta sem margir hafa gagnvart hinum íslamska heimi skulum við skoða frekari tölfræði frá Hagstofu Íslands yfir þann fjölda manns sem dvelur á Íslandi frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. Listinn er ekki tæmandi en eftirfarandi 42 lönd eru skoðuð: Við sjáum 15% fjölgun á íbúum frá þessum löndum milli áranna 2024 og 2025. Mesta fjölgunin í prósentustigi á sér stað hjá íbúum frá Óman og Kuwait en töluleg fjölgun er ekki mikil. Mesta fjölgun í manntali er hjá íbúum Palestínu eða 221. Það kemur ekki á óvart í ljósi stríðsástandsins þar í landi. Flestir íbúar eru frá Sýrlandi eða 866 og þar á eftir koma Palestínumenn eða 713. Næst eru íbúar frá Írak 491, frá Nígeríu 436, frá Afganistan 427, frá Albaníu 415 og frá Íran 370. Þegar heildina er á litið eru íbúar frá öllum þessum löndum 5.570.[3] Það þýðir að 8,24% af erlendum ríkisborgurum á Íslandi og 1,4% af öllum landsmönnum koma frá þessum 42 löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. Vert er að hafa í huga að meirihluti þessa fólks er á flótta frá ofsóknum og kúgun af höndum veraldlegra eða íslamskra stjórnvalda og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því það séu 5.570 öfgakenndir múslimar á Íslandi sem ætla sér að koma með þá kúgun hingað. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru þrjú íslömsk trúfélög skráð en þau eru Stofnun múslima á Íslandi með 758 meðlimi, ICCI með 584 meðlimi og Félag múslima á Íslandi með 559 meðlimi. Samtals eru 1901 manns skráðir í þessi trúfélög og þar með er hægt að segja að á Íslandi eru allavega þessi fjöldi múslima. Það má gera ráð fyrir að múslimar séu fleiri en þessar tölur gefa til kynna. Samkvæmt þessum tölum eru múslimar 2,8% af erlendum ríkisborgurum og 0.5% af öllum landsmönnum. Ótti við múslima á Íslandi virðist vera mikill miðað við hversu fáir af þeim búa á Íslandi í raun. Þar sem flestir af þeim flúðu sitt eigið land má draga þá ályktun að flestir aðhyllist ekki öfgakennd íslömsk trúarbrögð, heldur vilji finna stað þar sem mannréttindi og trúfrelsi eru virt. Sumir kunna að vera öfgakenndir og virða ekki lög og reglur sem eru hér á landi. Taka þarf viðeigandi aðgerðir gagnvart þeim, senda þá úr landi og gera það alveg ljóst að mannréttindabrot séu ekki í boði á Íslandi. Innflytjendur og flóttafólk eru fólk eins og við sem vill búa á Íslandi. Það hjálpar ekki að óttast þetta fólk því að eins og sagt var hér í upphafi: „það er enginn ótti í elskunni.“ Nefnt hefur verið í umræðunni að við þurfum að vernda íslensk og kristin gildi[2] (og þá væntanlega gegn meintum gildum Íslam) og það er rétt að við þurfum að standa vörð um þau. Biblían veitir mörg svör og alltaf er ráðlegt að leita til Jesú Krists þegar erfið vandamál dynja yfir okkur. Í fyrsta lagi leggur Gamla testamentið, sem Jesús notaði, mikla áherslu á að taka útlendinginn að sér (3Mós 19:33-34; 2Mós 23:9; 5Mós 10: 18-19). Í Nýja testamentinu lesum við um flótta Jósefs, Maríu og Jesúbarnsins til Egyptalands er Heródes skipaði hermönnum sínum að drepa öll sveinbörn í Betlehem (Matt 2:13). Jafnvel Jesús Kristur sjálfur var flóttamaður. Þegar Jesús kenndi fylgjendum sínum um tvöfalda kærleiksboðorðið (Lúk 10:27) notaði hann miskunnsama Samverjan sem fyrirmynd þess (Lúk 10: 29-37). Samverjar voru útlendingar sem Gyðingar fyrirlitu. Páll postuli, sem ritaði fjölda bréfa í Nýja testamentinu, var postuli heiðingjanna. Það er Páli og hans útlensku fylgjendum að þakka að kristnin náði að berast til annarra útlendinga eins og okkar. Þetta eru kristin gildi; að sýna öðrum manneskjum þinn kærleik og virðingu. Það er engin ótti þar sem Jesús er, einungis trú, von og kærleikur. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni. [1] 8:20 í myndskeiði. [2] 20:27 í myndskeiði. [3]Vissulega er rétt að múslimar koma líka til Íslands frá Austur- og Vestur-Evrópu en hér eru aðeins talin með lönd þar sem múslimar eru í meirihluta. [4] 13:16 í myndskeiði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
„Ótti er ekki í elskunni“ ritar höfundur Fyrsta bréfs Jóhannesar hins almenna er hann talar um kærleika Drottins sem opinberaður er í Jesú Kristi. Í bréfinu, sem er að finna í Nýja testamentinu, er gríska orðið φόβος (fóbos) þýtt sem ótti. Af þessu orði kemur enska orðið phobia sem er hægt að þýða sem ótti eða fælni. Ótti er tilfinning sem við öll höfum fundið fyrir og er hún viðbragð við yfirvofandi hættu sem er raunveruleg eða ímynduð. Hvort sem hættan er raunveruleg eða ekki getur óttinn leitt til mjög alvarlegra afleiðinga ef hann ræður för. Í Gamla testamentinu lesum við um ótta Faraós við sívaxandi þjóð Gyðinga sem, að mati hans, ógnaði öryggi Egyptalands. Hann greip til þeirra ráða að láta hermenn sína myrða öll sveinbörn meðal Gyðinga og herleiða þjóðina. Sem betur fer fyrir Gyðinga voru þeir frelsaðir (Mörgum árum síðar) af Móse undir leiðsögn Drottins. Óttinn greip einnig yfirvöld Gyðinga er Jesús frá Nasaret hóf að boða Guðs ríkið í Galíleu. Öryggi og vald þeirra var í hættu vegna þess fjölda fólks sem fylgdi Kristi. Ótti æðstu prestanna krafðist þess að Jesús yrði ráðinn af dögum og var hann krossfestur fyrir glæpi sína. Sem aflífunaraðferð var krossfestingin víti til varnaðar þeim sem hugðust gera uppreisn gegn yfirvöldum í Róm. Margir fylgjendur Jesú fóru í felur af ótta við að mæta sömu afleiðingum og frelsarinn. Óttinn sem getur stjórnað okkur hefur í gegnum aldirnar líka verið notaður sem tæki til að kúga og stjórna. Óttinn skiptir okkur í fylkingar, býr til óreiðu og vantraust milli fólks. Eins og við sjáum í Biblíunni er varhugavert að treysta óttanum. Umræðan um stefnu Íslands í innflytjenda- og hælisleitendamálum var í fararbroddi í fyrra og lögðu stjórnmálaflokkar mikla áherslu á innflytjendamálin fyrir kosningar. Fyrir utan kostnaðinn sem fylgir því að styðja við hælisleitendur virðast stærstu áhyggjurnar vera af íslenskri menningu og tungumáli. Það hræðist framtíð þar sem innflytjendur og flóttamenn verða fleiri en við Íslendingar en þessum áhyggjum lýsir varaformaður Miðflokksins, Snorri Másson, er hann biðlaði til almennings að íhuga barneignir. Miðað við þá orðræðu sem hefur átt sér stað í íslensku samfélagi eru vissulega áhyggjur af þeim straumi innflytjenda og þá sérstaklega hælisleitenda sem hingað koma. Vert er að nefna að það er grundvallar munur á innflytjendum og hælisleitendum. Innflytjendur eru fólk sem sest hér að með löglegum hætti. Þeir vinna, borga skatta og skapa sér líf á Íslandi eins og hver annar Íslendingur. Hælisleitendur eru þeir sem sækja um alþjóðlega vernd og eru á flótta vegna stríðs eða ofsókna í heimalandinu. Sem dæmi má nefna að í Alþjóðlega söfnuðinum í Breiðholtskirkju eru flestir hælisleitendur frá Íran þessa stundina. Þau flúðu heimaland sitt vegna ofsókna og kúgunar en Írönum er ekki heimilt að eiga trúskipti þar sem þeir eru fæddir múslimar (e. born muslim). Kristnir í Íran lifa við sömu aðstæður og fylgjendur Jesú gerðu fyrir um 2000 árum. Á tímum forn kirkjunnar þurfti Jesúhreyfingin að hittast í laumi og halda samkomur í húskirkjum. Þetta er veruleikinn í Íran í dag og ef það kemst upp um þig er refsingin dauði. Erlendir ríkisborgarar á Íslandi voru 67.590 árið 2025 samkvæmt síðustu tölum Hagstofu Íslands. Samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun voru samanlagt 6.373 einstaklingar með gilt dvalarleyfi á grundvelli alþjóðlegrar verndar sem flóttafólk og tímabundinnar verndar vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Eru þessar tölur frá 1. Janúar 2025 og samkvæmt þeim er flóttafólk 9,4% af öllum erlendum ríkisborgurum á Íslandi. Ef litið er á tölfræði verndarsviðs Útlendingastofnunnar, sem var uppfærð í nóvember 2025, voru 1.559 umsóknir um vernd á árinu 2025. Það eru færri umsóknir en á árinu 2024 (1.944) og mun færri en á árunum 2023 (4.168) og 2022 (4.521). Vert er að hafa í huga að þegar litið er á tölfræði eins og þessa að þá getur sama manneskja verið með fleiri en eina umsókn í gangi og tölurnar sýna ekki raunfjölda fólks sem er að sækja um heldur aðeins fjölda umsókna. Langflestar umsóknir voru frá Úkraínu af augljósum ástæðum en þær voru 967 talsins og var 880 manns veitt vernd á Íslandi. Flestar umsóknir frá öðrum löndum komu frá Palestínu (158), Venesúela (147), Nígeríu (41) og Úganda (27). Hingað til hafa 375 umsóknir verið afgreiddar í efnislegri meðferð og fengu 177 manns vernd en 198 fengu synjun. Flestir sem fengu vernd voru frá Palestínu eða 90. Flestir sem fengu synjun voru frá Venesúela eða 82. Eins og við sjáum í þessari tölfræði eru hælisleitendur mikill minnihluti erlendra ríkisborgara. Ef litið er fram hjá þeim 880 manns frá Úkraínu sem fengu tímabundna vernd að þá hafa aðeins 177 fengið vernd árið 2025. Langflestir erlendir ríkisborgarar eru frá Póllandi eða 22.961. Það eru tæplega 34% af öllum innflytjendum á Íslandi. Ekki virðist vera mikill ótti við fólk frá Póllandi í umræðunni í dag en við hvað er fólk svona hrætt? Þann 14. júní 2025 hélt hópurinn Ísland, þvert á flokka mótmælendafund á Austurvelli til að mótmæla stefnu ríkisstjórnarinnar í innflytjendamálum. Á þessari slóð er hægt að horfa á myndskeið þar sem nokkrir ræðumenn fá orðið: https://thjodolfur.is/island-thvert-a-flokka-tjair-vilja-thjodarinnar/. Hópurinn tjáir þær áhyggjur sem margir Íslendingar hafa en byggt á þeirri orðræðunni er hægt að skynja ótta við fólk frá Mið-Austurlöndum og sérstaklega við þau sem aðhyllast Íslam. Rætt er t.d. um múslimahjörðina[1] og að við megum ekki innleiða menningu annarsstaðar frá þar sem engin mannréttindi eru virt.[2] Í Alþjóðlega söfnuðinum er flest flóttafólk frá Mið-Austurlöndum og einkennist reynsla þeirra af Íslam af kúgun og dauða. Skiljanlega treysta þau ekki múslimum enda eru þau brennd af ríkisstjórnum sinna landa. Þessi tegund af Íslam er öfgakennd og er t.d. að finna hjá Klerkastjórninni í Íran eða hjá Talíbönum í Afganistan. Það er mjög skiljanlegt að hvorki Íslendingar né flóttafólk frá Mið-Austurlöndum vilji ekki innleiða slík öfgakennd trúarbrögð eða menningu sem virðir ekki almenn mannréttindi. Það þýðir samt ekki að hægt sé að alhæfa alla múslima á jörðinni og segja að engin þeirra virði mannréttindi. Það þýðir ekki að allt fólk frá Mið-Austurlöndum séu öfgakenndir múslimar sem vilja koma til Íslands til að taka yfir landið. Hér þarf að hafa varann á. Hluti af flóttafólki sem hingað kemur frá Mið-Austurlöndum er kristið og í Alþjóðlega söfnuðinum vilja margir læra íslensku til að aðlagast betur að samfélaginu. Vegna þess ótta sem margir hafa gagnvart hinum íslamska heimi skulum við skoða frekari tölfræði frá Hagstofu Íslands yfir þann fjölda manns sem dvelur á Íslandi frá löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. Listinn er ekki tæmandi en eftirfarandi 42 lönd eru skoðuð: Við sjáum 15% fjölgun á íbúum frá þessum löndum milli áranna 2024 og 2025. Mesta fjölgunin í prósentustigi á sér stað hjá íbúum frá Óman og Kuwait en töluleg fjölgun er ekki mikil. Mesta fjölgun í manntali er hjá íbúum Palestínu eða 221. Það kemur ekki á óvart í ljósi stríðsástandsins þar í landi. Flestir íbúar eru frá Sýrlandi eða 866 og þar á eftir koma Palestínumenn eða 713. Næst eru íbúar frá Írak 491, frá Nígeríu 436, frá Afganistan 427, frá Albaníu 415 og frá Íran 370. Þegar heildina er á litið eru íbúar frá öllum þessum löndum 5.570.[3] Það þýðir að 8,24% af erlendum ríkisborgurum á Íslandi og 1,4% af öllum landsmönnum koma frá þessum 42 löndum þar sem múslimar eru í meirihluta. Vert er að hafa í huga að meirihluti þessa fólks er á flótta frá ofsóknum og kúgun af höndum veraldlegra eða íslamskra stjórnvalda og því er ekki hægt að gera ráð fyrir því það séu 5.570 öfgakenndir múslimar á Íslandi sem ætla sér að koma með þá kúgun hingað. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru þrjú íslömsk trúfélög skráð en þau eru Stofnun múslima á Íslandi með 758 meðlimi, ICCI með 584 meðlimi og Félag múslima á Íslandi með 559 meðlimi. Samtals eru 1901 manns skráðir í þessi trúfélög og þar með er hægt að segja að á Íslandi eru allavega þessi fjöldi múslima. Það má gera ráð fyrir að múslimar séu fleiri en þessar tölur gefa til kynna. Samkvæmt þessum tölum eru múslimar 2,8% af erlendum ríkisborgurum og 0.5% af öllum landsmönnum. Ótti við múslima á Íslandi virðist vera mikill miðað við hversu fáir af þeim búa á Íslandi í raun. Þar sem flestir af þeim flúðu sitt eigið land má draga þá ályktun að flestir aðhyllist ekki öfgakennd íslömsk trúarbrögð, heldur vilji finna stað þar sem mannréttindi og trúfrelsi eru virt. Sumir kunna að vera öfgakenndir og virða ekki lög og reglur sem eru hér á landi. Taka þarf viðeigandi aðgerðir gagnvart þeim, senda þá úr landi og gera það alveg ljóst að mannréttindabrot séu ekki í boði á Íslandi. Innflytjendur og flóttafólk eru fólk eins og við sem vill búa á Íslandi. Það hjálpar ekki að óttast þetta fólk því að eins og sagt var hér í upphafi: „það er enginn ótti í elskunni.“ Nefnt hefur verið í umræðunni að við þurfum að vernda íslensk og kristin gildi[2] (og þá væntanlega gegn meintum gildum Íslam) og það er rétt að við þurfum að standa vörð um þau. Biblían veitir mörg svör og alltaf er ráðlegt að leita til Jesú Krists þegar erfið vandamál dynja yfir okkur. Í fyrsta lagi leggur Gamla testamentið, sem Jesús notaði, mikla áherslu á að taka útlendinginn að sér (3Mós 19:33-34; 2Mós 23:9; 5Mós 10: 18-19). Í Nýja testamentinu lesum við um flótta Jósefs, Maríu og Jesúbarnsins til Egyptalands er Heródes skipaði hermönnum sínum að drepa öll sveinbörn í Betlehem (Matt 2:13). Jafnvel Jesús Kristur sjálfur var flóttamaður. Þegar Jesús kenndi fylgjendum sínum um tvöfalda kærleiksboðorðið (Lúk 10:27) notaði hann miskunnsama Samverjan sem fyrirmynd þess (Lúk 10: 29-37). Samverjar voru útlendingar sem Gyðingar fyrirlitu. Páll postuli, sem ritaði fjölda bréfa í Nýja testamentinu, var postuli heiðingjanna. Það er Páli og hans útlensku fylgjendum að þakka að kristnin náði að berast til annarra útlendinga eins og okkar. Þetta eru kristin gildi; að sýna öðrum manneskjum þinn kærleik og virðingu. Það er engin ótti þar sem Jesús er, einungis trú, von og kærleikur. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks hjá Þjóðkirkjunni. [1] 8:20 í myndskeiði. [2] 20:27 í myndskeiði. [3]Vissulega er rétt að múslimar koma líka til Íslands frá Austur- og Vestur-Evrópu en hér eru aðeins talin með lönd þar sem múslimar eru í meirihluta. [4] 13:16 í myndskeiði.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun