Sport

Fer 41 árs Vonn á Ólympíu­leika?

Valur Páll Eiríksson skrifar
Vonn gerði fimm og hálfs árs hlé á sínum ferli en er að nálgast sitt besta, þrátt fyrir að vera komin á fimmtugsaldur.
Vonn gerði fimm og hálfs árs hlé á sínum ferli en er að nálgast sitt besta, þrátt fyrir að vera komin á fimmtugsaldur. Getty/Christophe Pallot

Brundrottningin Linday Vonn vann annað heimsbikargull sitt á innan við mánuði í keppni í austurrísku ölpunum. Hún varð í desember sú elsta í sögunni til að vinna grein á heimsbikarmóti.

Vonn er 41 árs gömul og hætti upprunalega 34 ára gömul, árið 2019, þegar hún sagði líkama sinn hreinlega brotinn eftir langan og einkar sigursælan feril.

Hún sneri hins vegar aftur í brekkurnar í desember 2024 eftir hnjáskiptaaðgerð. Síðan þá hefur hún komist í betra og betra stand og varð í desember elst í sögunni til að fagna sigri á heimsbikarmóti í St. Moritz í Sviss.

Nú hefur hún bætt það met í Zauchenssee í Austurríki þar sem hún var sneggst í mark, 0,37 sekúndum hraðar en Kajsa Vickhoff Lie frá Noregi. Vonn er í fjórða sinn á palli í fjórum keppnum og hún leiðir heimsbikarkeppnina þökk sé því.

Vonn hefur unnið eitt gull og tvö brons fyrir Bandaríkin á Vetrarólympíuleikum á ferlinum en ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hún verði á meðal keppenda í Mílanó og Cortina þegar leikarnir fara fram í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×