Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar 12. janúar 2026 10:33 Í viðtali við formann Félags heimilislækna sem birtist á visir.is að kvöldi 8. janúar sl. kom m.a. eftirfarandi fram: „Það er í raun og veru misnotkun á opinberu heilbrigðiskerfi að atvinnulífið sé að nota opinbera heilbrigðiskerfið til að halda utan um fjarvistir hjá fyrirtæki sem er í einkaeigu.“ Jafnframt kom fram sú skoðun að stjórnvöld í samvinnu við Félag heimilislækna og „mögulega“ atvinnulífið ættu að fara í þá vinnu að reyna að koma styttri vottorðum út. Það má taka undir orð formannsins um að það geti verið orðið tímabært að skoða þetta kerfi. Enda má hafa í huga að lögin, þar sem núverandi kerfi var komið á, eru frá árinu 1979 og því að verða hálfrar aldar gömul. Margt hefur breyst á þeim tíma. Það er hins vegar óþarfi af formanninum að hafa einhverjar efasemdir um það hvort atvinnulífið eigi að hafa aðkomu að þessu samtali. Og hann gleymir launþegahreyfingunni. Það er augljóst að þetta málefni er ekki einkamál stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins. Á sínum tíma var það ekki síst fyrir aðkomu launþegahreyfingarinnar sem regluverkinu var breytt árið 1979 og við misjafna hrifningu hjá atvinnulífinu og sumum þingmönnum sem fannst full langt gengið. En síðan er það viðurkennt að veikindarétturinn er einn mikilverðasti réttur sem launþegar hafa fengið og almenn samstaða er um mikilvægi hans. En það er eitt að hafa skoðun á því hvort breytinga sé þörf en annað að væna atvinnurekendur um misnotkun á kerfinu. Hvers vegna skyldi núverandi kerfi vera eins og það er? Og hver bjóð það til – og gerði þar með lækna að ákveðnum hliðvörðum í þessu samhengi? Þegar lögum var breytt 1979, gagnvart almennu launafólki, og 1980 og 1985, gagnvart sjómönnum, fór fram mikil umræða á Alþingi um hættuna á misnotkun á veikindaréttinum. Til að sporna við þeirri hættu tók löggjafinn þá ákvörðun að atvinnurekendur gætu farið fram á það við launþega að þeir sönnuðu veikindi sín með læknisvottorði. Sem dæmi úr ræðum þingmanna á þessum tíma má nefna eftirfarandi ummæli: „Þess er þó að gæta, að þau réttindi, sem verkafólki eru veitt …Þau koma því aðeins til góða því fólki sem sýnt hefur sig að því að vera traust og áreiðanlegt og ekki þarf að óttast að misnoti slík réttindi.“ Og: „…að meginmarkmið þessara þýðingarmiklu ákvæða varðandi slys og veikindi hlýtur að vera að efla og standa vörð um forfallakaupsrétt þeirra, sem með réttu eiga tilkall til hans, jafnframt því að aðhald verði aukið í þessum málum, þannig að þessi réttur sé ekki misnotaður fáum til hagsbóta en flestum til skaða.“ Um aðkomu lækna að þessum málum var sagt í þingræðu: „Þá megi einnig finna að því, hve læknar sýni margir hverjir lítið aðhald varðandi útgáfu læknisvottorða um óvinnufærni.“ Að lokum er bent á þessi ummæli í þingræðu: „Læknisvottorð er í raun óútfyllt ávísun á greiðslur, er þriðji maður [atvinnurekandi] á að inna af hendi.“ Kerfið sem við búum við í dag var því tekið til vandlegrar umræðu af löggjafarvaldinu á sínum tíma og tekin var mjög meðvituð ákvörðun um að svona skildi það vera. Ég mótmæli því þessari fullyrðingu formannsins um að atvinnulífið sé að misnota opinbera heilbrigðiskerfið. Það er eingöngu verið að fara eftir þeim leikreglum sem settar voru af löggjafarvaldinu. Það er hins vegar allt annað mál og önnur umræða hvort fyrirkomulagið eigi að vera svona áfram. Það er viðurkennt að kerfið sem við búum við í dag íþyngir heilbrigðiskerfinu. En ef það á að breyta fyrirkomulaginu þarf aðkomu löggjafarvaldsins og aðila vinnumarkaðarins. Umræða um að koma vottorðum út vegna styttri veikinda getur í raun ekki átt sér stað nema að lögum verði breytt. Ef heilbrigðisyfirvöld myndu gefa út fyrirmæli, að óbreyttum lögum, um að ekki eigi að gefa út vottorð til vinnuveitenda vegna styttri veikinda, eins og nefnd sem skilað skýrslu til ráðherra 2022 stakk uppá, þá gæti það leitt til þeirrar stöðu að atvinnurekendur myndu einfaldlega ekki greiða veikindakaup fyrir þessa daga þar sem launþegar gætu ekki sannað veikindi sín skv. áskilnaði laganna. Það er væntanlega ástand sem fæstir hafa áhuga á og yrði þá afturhvarf til þess ástands sem var ríkjandi fyrir lagasetninguna árið 1979. En vissulega myndi það létta á álaginu í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er lögmaður og stjórnandi hjá fyrirtæki í einkaeigu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Ármannsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Í viðtali við formann Félags heimilislækna sem birtist á visir.is að kvöldi 8. janúar sl. kom m.a. eftirfarandi fram: „Það er í raun og veru misnotkun á opinberu heilbrigðiskerfi að atvinnulífið sé að nota opinbera heilbrigðiskerfið til að halda utan um fjarvistir hjá fyrirtæki sem er í einkaeigu.“ Jafnframt kom fram sú skoðun að stjórnvöld í samvinnu við Félag heimilislækna og „mögulega“ atvinnulífið ættu að fara í þá vinnu að reyna að koma styttri vottorðum út. Það má taka undir orð formannsins um að það geti verið orðið tímabært að skoða þetta kerfi. Enda má hafa í huga að lögin, þar sem núverandi kerfi var komið á, eru frá árinu 1979 og því að verða hálfrar aldar gömul. Margt hefur breyst á þeim tíma. Það er hins vegar óþarfi af formanninum að hafa einhverjar efasemdir um það hvort atvinnulífið eigi að hafa aðkomu að þessu samtali. Og hann gleymir launþegahreyfingunni. Það er augljóst að þetta málefni er ekki einkamál stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins. Á sínum tíma var það ekki síst fyrir aðkomu launþegahreyfingarinnar sem regluverkinu var breytt árið 1979 og við misjafna hrifningu hjá atvinnulífinu og sumum þingmönnum sem fannst full langt gengið. En síðan er það viðurkennt að veikindarétturinn er einn mikilverðasti réttur sem launþegar hafa fengið og almenn samstaða er um mikilvægi hans. En það er eitt að hafa skoðun á því hvort breytinga sé þörf en annað að væna atvinnurekendur um misnotkun á kerfinu. Hvers vegna skyldi núverandi kerfi vera eins og það er? Og hver bjóð það til – og gerði þar með lækna að ákveðnum hliðvörðum í þessu samhengi? Þegar lögum var breytt 1979, gagnvart almennu launafólki, og 1980 og 1985, gagnvart sjómönnum, fór fram mikil umræða á Alþingi um hættuna á misnotkun á veikindaréttinum. Til að sporna við þeirri hættu tók löggjafinn þá ákvörðun að atvinnurekendur gætu farið fram á það við launþega að þeir sönnuðu veikindi sín með læknisvottorði. Sem dæmi úr ræðum þingmanna á þessum tíma má nefna eftirfarandi ummæli: „Þess er þó að gæta, að þau réttindi, sem verkafólki eru veitt …Þau koma því aðeins til góða því fólki sem sýnt hefur sig að því að vera traust og áreiðanlegt og ekki þarf að óttast að misnoti slík réttindi.“ Og: „…að meginmarkmið þessara þýðingarmiklu ákvæða varðandi slys og veikindi hlýtur að vera að efla og standa vörð um forfallakaupsrétt þeirra, sem með réttu eiga tilkall til hans, jafnframt því að aðhald verði aukið í þessum málum, þannig að þessi réttur sé ekki misnotaður fáum til hagsbóta en flestum til skaða.“ Um aðkomu lækna að þessum málum var sagt í þingræðu: „Þá megi einnig finna að því, hve læknar sýni margir hverjir lítið aðhald varðandi útgáfu læknisvottorða um óvinnufærni.“ Að lokum er bent á þessi ummæli í þingræðu: „Læknisvottorð er í raun óútfyllt ávísun á greiðslur, er þriðji maður [atvinnurekandi] á að inna af hendi.“ Kerfið sem við búum við í dag var því tekið til vandlegrar umræðu af löggjafarvaldinu á sínum tíma og tekin var mjög meðvituð ákvörðun um að svona skildi það vera. Ég mótmæli því þessari fullyrðingu formannsins um að atvinnulífið sé að misnota opinbera heilbrigðiskerfið. Það er eingöngu verið að fara eftir þeim leikreglum sem settar voru af löggjafarvaldinu. Það er hins vegar allt annað mál og önnur umræða hvort fyrirkomulagið eigi að vera svona áfram. Það er viðurkennt að kerfið sem við búum við í dag íþyngir heilbrigðiskerfinu. En ef það á að breyta fyrirkomulaginu þarf aðkomu löggjafarvaldsins og aðila vinnumarkaðarins. Umræða um að koma vottorðum út vegna styttri veikinda getur í raun ekki átt sér stað nema að lögum verði breytt. Ef heilbrigðisyfirvöld myndu gefa út fyrirmæli, að óbreyttum lögum, um að ekki eigi að gefa út vottorð til vinnuveitenda vegna styttri veikinda, eins og nefnd sem skilað skýrslu til ráðherra 2022 stakk uppá, þá gæti það leitt til þeirrar stöðu að atvinnurekendur myndu einfaldlega ekki greiða veikindakaup fyrir þessa daga þar sem launþegar gætu ekki sannað veikindi sín skv. áskilnaði laganna. Það er væntanlega ástand sem fæstir hafa áhuga á og yrði þá afturhvarf til þess ástands sem var ríkjandi fyrir lagasetninguna árið 1979. En vissulega myndi það létta á álaginu í heilbrigðiskerfinu. Höfundur er lögmaður og stjórnandi hjá fyrirtæki í einkaeigu.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun