Sport

KKÍ stefnir að því að spila jólabolta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leik Stjörnunnar og Grindavíkur í VÍS bikarnum í gærkvöldi sem Stjarnan vann þægilega og komst í undanúrslitin.
Úr leik Stjörnunnar og Grindavíkur í VÍS bikarnum í gærkvöldi sem Stjarnan vann þægilega og komst í undanúrslitin. vísir/pavel

Í fundargerð frá stjórnarfundi KKÍ sem haldinn var á mánudaginn fyrir viku kemur fram að stefnt er að því að leikinn verði umferð milli jóla og nýárs í Bónus-deild karla og kvenna.

Einnig kemur fram á fundinum að mögulega ætti að breyta fyrirkomulagi VÍS bikarsins og að liðin í Bónus-deildunum kæmu inn í þá keppni í 16-liða úrslitunum.

Í fundargerðinni segir:

„Leikjafyrirkomulag Bónus deildanna og VÍS bikarsins Mótastjóri hefur hafið vinnu við uppsetningu keppnisdagatals næsta keppnistímabils og vegna þessa fóru Kristinn Albertsson og Hannes S Jónsson yfir hugmyndir/pælingar varðandi að spila umferð í Bónus deildunum yfir jólahátíðina og hvort geri eigi breytingar á VÍS bikarnum í þá átt að félög í Bónus deildunum komi inn í bikarkeppnina í 16 liða úrslitum eða þau spili ekki innbyrðis í 32 liða úrslitum. Miklar og góðar umræður um leikjafyrirkomulag efstu deildar og bikarkeppni. Stjórn er sammála því að fara í þessar breytingar og vísar þessu áfram til mótastjóra og mótanefndar í frekari útfærslu.”

Hér má lesa fundargerðina í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×