Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. janúar 2026 17:16 Aðeins átta leikmenn í sögu NBA hafa skorað fleiri stig en James Harden. getty/Ronald Martinez James Harden er orðinn níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann tók fram úr Shaquille O'Neal í nótt. Harden stökk upp í 9. sæti á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA þegar hann setti niður þriggja stiga skot snemma í seinni hálfleik í leik Los Angeles Clippers og Charlotte Hornets í nótt. JAMES HARDEN PASSES SHAQ FOR NINTH ON THE ALL-TIME SCORING LIST 🤩 pic.twitter.com/Y0vwgaLpT0— NBA (@NBA) January 13, 2026 „Shaquille O'Neal sem ég ólst upp við að horfa á hér í Los Angeles,“ sagði Harden í leikslok. „Hann og Kobe [Bryant] að gera sitt, vinna nokkra titla. Shaq er mesti yfirburðar stóri maður í sögu leiksins. Þetta er mikill heiður og til vitnis um allt það sem ég hef lagt á mig.“ Hinn 36 ára Harden skoraði 32 stig í leiknum sem Clippers vann, 117-109. Hann gaf einnig tíu stoðsendingar fyrir Clippers sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í 11. sæti Vesturdeildarinnar. Harden hefur alls skorað 28.614 stig á sautján tímabilum í NBA. Auk Clippers hefur hann leikið með Oklahoma City Thunder, Houston Rockets, Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers. Harden hefur þrisvar sinnum orðið stigakóngur NBA. Auk þess að vera í 9. sætinu á stigalista NBA er Harden tólfti stoðsendingahæsti leikmaður í sögu deildarinnar (8.604 stoðsendingar) og einungis Stephen Curry hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en Harden (3.291). Stigahæstir í sögu NBA LeBron James - 42.623 stig Kareem Abdul-Jabbar - 38.387 Karl Malone - 36.928 Kobe Bryant - 33.643 Michael Jordan - 32.292 Dirk Nowitzki - 31.560 Kevin Durant - 31.458 Wilt Chamberlain - 31.419 James Harden - 28.614 Shaquille O'Neal - 28.596 Á þessu tímabili er Harden með 25,6 stig, 4,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er í 16. sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar og 6. sætinu yfir þá stoðsendingahæstu. Oklahoma valdi Harden með þriðja valrétti í nýliðavalinu 2009. Hann fór með liðinu í úrslit NBA þremur árum seinna en var síðan skipt til Houston. Harden var valinn verðmætasti leikmaður NBA 2018 og besti sjötti maðurinn 2012. Hann hefur spilað í ellefu Stjörnuleikjum á ferlinum. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Harden stökk upp í 9. sæti á listanum yfir stigahæstu leikmenn NBA þegar hann setti niður þriggja stiga skot snemma í seinni hálfleik í leik Los Angeles Clippers og Charlotte Hornets í nótt. JAMES HARDEN PASSES SHAQ FOR NINTH ON THE ALL-TIME SCORING LIST 🤩 pic.twitter.com/Y0vwgaLpT0— NBA (@NBA) January 13, 2026 „Shaquille O'Neal sem ég ólst upp við að horfa á hér í Los Angeles,“ sagði Harden í leikslok. „Hann og Kobe [Bryant] að gera sitt, vinna nokkra titla. Shaq er mesti yfirburðar stóri maður í sögu leiksins. Þetta er mikill heiður og til vitnis um allt það sem ég hef lagt á mig.“ Hinn 36 ára Harden skoraði 32 stig í leiknum sem Clippers vann, 117-109. Hann gaf einnig tíu stoðsendingar fyrir Clippers sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Liðið er í 11. sæti Vesturdeildarinnar. Harden hefur alls skorað 28.614 stig á sautján tímabilum í NBA. Auk Clippers hefur hann leikið með Oklahoma City Thunder, Houston Rockets, Brooklyn Nets og Philadelphia 76ers. Harden hefur þrisvar sinnum orðið stigakóngur NBA. Auk þess að vera í 9. sætinu á stigalista NBA er Harden tólfti stoðsendingahæsti leikmaður í sögu deildarinnar (8.604 stoðsendingar) og einungis Stephen Curry hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en Harden (3.291). Stigahæstir í sögu NBA LeBron James - 42.623 stig Kareem Abdul-Jabbar - 38.387 Karl Malone - 36.928 Kobe Bryant - 33.643 Michael Jordan - 32.292 Dirk Nowitzki - 31.560 Kevin Durant - 31.458 Wilt Chamberlain - 31.419 James Harden - 28.614 Shaquille O'Neal - 28.596 Á þessu tímabili er Harden með 25,6 stig, 4,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er í 16. sæti yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar og 6. sætinu yfir þá stoðsendingahæstu. Oklahoma valdi Harden með þriðja valrétti í nýliðavalinu 2009. Hann fór með liðinu í úrslit NBA þremur árum seinna en var síðan skipt til Houston. Harden var valinn verðmætasti leikmaður NBA 2018 og besti sjötti maðurinn 2012. Hann hefur spilað í ellefu Stjörnuleikjum á ferlinum.
LeBron James - 42.623 stig Kareem Abdul-Jabbar - 38.387 Karl Malone - 36.928 Kobe Bryant - 33.643 Michael Jordan - 32.292 Dirk Nowitzki - 31.560 Kevin Durant - 31.458 Wilt Chamberlain - 31.419 James Harden - 28.614 Shaquille O'Neal - 28.596
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum