Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 14. janúar 2026 08:01 Undanfarna áratugi hefur verið unnið eftir hugmyndafræði „skóla án aðgreiningar“ í íslenska menntakerfinu. Hugmyndafræðin var og er falleg og þeir sem stóðu að innleiðingu skóla án aðgreiningar vildu sannarlega vel. Fyrirkomulagið hefur engu að síður ekki gengið nægjanlega vel upp. Skólarnir hafa ekki fengið nægjanlegt fjármagn til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Til að mynda hefði þurft að ráða fleiri þroskaþjálfa, talmeinafræðinga, sálfræðinga og annað aðstoðarfólk til að styðja við kennara og þá nemendur sem þarfnast sérúrræða og útfærða kennslu að þeirra þörfum. Allt of oft hafa foreldrar barna sem þarfnast sértækra úrræða af einhverjum ástæðum stigið fram og lýst því að börnum þeirra líði ekki nógu vel í almennum hverfisskóla. Hluti þessara barna er af erlendum uppruna og mislangt komin með að læra íslensku eins og foreldrar þeirra. Dæmi eru um foreldra sem grátbiðja um pláss í sérskólum þegar ljóst er að börn þeirra eru ekki að blómstra í fjölmennum bekk í hverfisskólanum. Klettaskóli og Brúarskóli eru sérskólar sem eru löngu sprungnir og í þá hefur verið langur biðlisti árum saman. Ef barni líður illa í skólanum eru sterkar líkur á að barnið nái ekki að nýta færni sína og getu að fullu. Börn sem eru í þessum aðstæðum segjast oft ekki skilja námsefnið og eiga erfitt með að fylgja fyrirmælum. Stundum má rekja vanlíðan þeirra til stríðni, eineltis, einangrunar og jaðarsetningar. Vert er að nefna að í lögum um grunnskóla og í aðalnámskrá er skýrt tekið fram að nemendur eigi rétt á að námsþörfum þeirra sé mætt í almennum skóla án tillits til líkamlegrar eða andlegrar getu (lög um grunnskóla nr. 91/2008). Álag á börn, foreldra og kennara Öll börn þarfnast umhyggju, hlýju og hvatningar á heimilinu, í skólanum og í tómstundum. Þau þarfnast samveru, öryggis og vináttu. Börnum sem ætlað er að stunda nám í aðstæðum sem ekki henta þeim eiga á hættu að missa sjálfstraust, þau ná ekki að tengjast öðrum krökkum og upplifa sig jafnvel týnd í bekknum. Sérhver einstaklingur þarf að geta verið hann sjálfur í skólanum og skólatengdum aðstæðum þar sem hann getur notið sín til fulls, fundið til sín og eignast vini. Margt hefur vissulega gengið vel í skólakerfi okkar og sem betur fer líður stærstum hluta barna vel í skólanum sínum. Á hinn bóginn er tímabært að skoða hvað mætti fara betur og gera nauðsynlegar breytingar til að börn með sérþarfir geti einnig átt ánægjulega og farsæla skólagöngu. Flokkur fólksins og börnin Við í Flokki fólksins viljum mæta náms- og félagslegum þörfum allra barna. Skólakerfið þarf að geta mætt nemendum sem þarfnast sérúrræða hvort sem það er í almennum skólum eða í sérskólum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins stofnaði flokkinn á sínum tíma beinlínis til að bæta aðstæður barna sem búa við fátækt eða aðrar hindranir á þroskabrautinni. Hún er því rétt kona á réttum stað nú þegar hún hefur tekið við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur þegar boðað breytingar í samstarfi við skólasamfélagið, sveitarfélög, foreldra og ekki hvað síst börnin sjálf. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Mest lesið Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hefur verið unnið eftir hugmyndafræði „skóla án aðgreiningar“ í íslenska menntakerfinu. Hugmyndafræðin var og er falleg og þeir sem stóðu að innleiðingu skóla án aðgreiningar vildu sannarlega vel. Fyrirkomulagið hefur engu að síður ekki gengið nægjanlega vel upp. Skólarnir hafa ekki fengið nægjanlegt fjármagn til að mæta ólíkum þörfum nemenda. Til að mynda hefði þurft að ráða fleiri þroskaþjálfa, talmeinafræðinga, sálfræðinga og annað aðstoðarfólk til að styðja við kennara og þá nemendur sem þarfnast sérúrræða og útfærða kennslu að þeirra þörfum. Allt of oft hafa foreldrar barna sem þarfnast sértækra úrræða af einhverjum ástæðum stigið fram og lýst því að börnum þeirra líði ekki nógu vel í almennum hverfisskóla. Hluti þessara barna er af erlendum uppruna og mislangt komin með að læra íslensku eins og foreldrar þeirra. Dæmi eru um foreldra sem grátbiðja um pláss í sérskólum þegar ljóst er að börn þeirra eru ekki að blómstra í fjölmennum bekk í hverfisskólanum. Klettaskóli og Brúarskóli eru sérskólar sem eru löngu sprungnir og í þá hefur verið langur biðlisti árum saman. Ef barni líður illa í skólanum eru sterkar líkur á að barnið nái ekki að nýta færni sína og getu að fullu. Börn sem eru í þessum aðstæðum segjast oft ekki skilja námsefnið og eiga erfitt með að fylgja fyrirmælum. Stundum má rekja vanlíðan þeirra til stríðni, eineltis, einangrunar og jaðarsetningar. Vert er að nefna að í lögum um grunnskóla og í aðalnámskrá er skýrt tekið fram að nemendur eigi rétt á að námsþörfum þeirra sé mætt í almennum skóla án tillits til líkamlegrar eða andlegrar getu (lög um grunnskóla nr. 91/2008). Álag á börn, foreldra og kennara Öll börn þarfnast umhyggju, hlýju og hvatningar á heimilinu, í skólanum og í tómstundum. Þau þarfnast samveru, öryggis og vináttu. Börnum sem ætlað er að stunda nám í aðstæðum sem ekki henta þeim eiga á hættu að missa sjálfstraust, þau ná ekki að tengjast öðrum krökkum og upplifa sig jafnvel týnd í bekknum. Sérhver einstaklingur þarf að geta verið hann sjálfur í skólanum og skólatengdum aðstæðum þar sem hann getur notið sín til fulls, fundið til sín og eignast vini. Margt hefur vissulega gengið vel í skólakerfi okkar og sem betur fer líður stærstum hluta barna vel í skólanum sínum. Á hinn bóginn er tímabært að skoða hvað mætti fara betur og gera nauðsynlegar breytingar til að börn með sérþarfir geti einnig átt ánægjulega og farsæla skólagöngu. Flokkur fólksins og börnin Við í Flokki fólksins viljum mæta náms- og félagslegum þörfum allra barna. Skólakerfið þarf að geta mætt nemendum sem þarfnast sérúrræða hvort sem það er í almennum skólum eða í sérskólum. Inga Sæland formaður Flokks fólksins stofnaði flokkinn á sínum tíma beinlínis til að bæta aðstæður barna sem búa við fátækt eða aðrar hindranir á þroskabrautinni. Hún er því rétt kona á réttum stað nú þegar hún hefur tekið við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur þegar boðað breytingar í samstarfi við skólasamfélagið, sveitarfélög, foreldra og ekki hvað síst börnin sjálf. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun