Kappahl og Newbie opna á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2026 08:13 Kappahl var stofnað í Svíþjóð árið 1953 og rekur í dag 345 verslanir í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Póllandi og Bretlandi. Aðsend Átta Kappahl-verslanir og ein Newbie-verslun munu opna á Íslandi í vor. Þetta verður gert í gegnum sérleyfissamning við hjónin Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon sem rekið hafa verslanir Lindex hér á landi síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alberti Þór Magnússyni, öðrum eiganda smásölufélagsins LKA19 ehf. Þar segir að áætlað sé að allar verslanirnar opni í vor í helstu verslunarmiðstöðum á höfuðborgarsvæðinu og víða á landsbyggðinni. Samhliða verði opnaðar netverslanir Newbie.is og Kappahl.is. Greint var frá því í síðustu viku að S4S ehf. hefði undirritað samning við sænska félagið Lindex AB um að S4S tæki við sem umboðsaðili vörumerkisins Lindex á Íslandi. Þau Albert og Lóa opnuðu fyrstu Lindex-verslunina árið 2011 en alls hafa verið reknar tíu verslanir víða um land og starfsmenn verið um hundrað. Þau Albert og Lóa eiga og reka einnig Ginu Tricot, Mango í Smáralind og barnafataverslanirnar Emil og Línu og Mayoral. Um Kappahl segir í tilkynningunni að það hafi verið stofnað í Svíþjóð árið 1953 og reki í dag 345 verslanir í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Póllandi og Bretlandi. „Fyrirtækið hefur fest sig í sessi sem eitt af leiðandi tískuvörumerkjum Skandinavíu, með ríka áherslu á sjálfbærni, sígildar grunnflíkur, undirfatnað og tískufatnað fyrir konur, karla og börn. Elisabeth Peregi, forstjóri Kappahl Groupþ Um Newbie Newbie er barna- og lífsstílsvörumerki Kappahl, elskað víðsvegar um Norðurlönd og í Bretlandi fyrir mjúk lífræn efni, rómantísk skandinavísk mynstur og tímalausa hönnun sem ætluð er að endast og ganga milli kynslóða. Newbie verslanir eru 25 en vörumerkið er einnig selt í völdum Kappahl-verslunum sem og á netinu,“ segir í tilkynningunni. Fullkomin tímasetning Þar er einnig haft eftir Elisabeth Peregi, forstjóra Kappahl Group, að íslenskir viðskiptavinir hafi lengi óskað eftir vörumerkjum félagsins og „nú þegar við höfum fundið frábæran samstarfsaðila er tímasetningin fullkomin til að stíga inn á íslenska markaðinn.“ „Albert og Lóa hafa sýnt fram á einstaka hæfni í uppbyggingu tískuvörumerkja á Íslandi. Við gætum ekki hugsað okkur betri samstarfsaðila til að leiða þetta sögulega skref fyrir Kappahl og Newbie. Við erum full eftirvæntingar að bjóða íslenskum viðskiptavinum að upplifa Kappahl/Newbie heiminn sem einkennist af góðum gæðum, samfélagslegri ábyrgð og fallegri hönnun,” segir Peregi. Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir. Þá er einnig haft eftir þeim Alberti Þór og Lóu Dagbjörtu að þau hafi dáðst að Kappahl og Newbie í mörg ár, ekki aðeins fyrir skandinavíska hönnun og gæði, heldur einnig að gildum fyrirtækisins, leiðandi stöðu í sjálfbærni og einlæga virðingu fyrir fjölskyldum og samstarfsfólki. „Að vera valin fyrsti sérleyfishafi Kappahl Group á heimsvísu er mikill heiður. Við erum afar stolt að hefja þennan nýja kafla og hlökkum mikið til að taka á móti íslenskum viðskiptavinum inn í heim Kappahl og Newbie,“ segja þau Albert Þór og Lóa Dagbjört. Dagsetningar opnana fyrir hverja verslun verða tilkynntar á næstu misserum. Aðsend Verslun Tengdar fréttir S4S-veldið tekur við Lindex S4S ehf. hefur undirritað samning við sænska félagið Lindex AB um að S4S taki við sem umboðsaðili vörumerkisins Lindex á Íslandi. 8. janúar 2026 17:41 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alberti Þór Magnússyni, öðrum eiganda smásölufélagsins LKA19 ehf. Þar segir að áætlað sé að allar verslanirnar opni í vor í helstu verslunarmiðstöðum á höfuðborgarsvæðinu og víða á landsbyggðinni. Samhliða verði opnaðar netverslanir Newbie.is og Kappahl.is. Greint var frá því í síðustu viku að S4S ehf. hefði undirritað samning við sænska félagið Lindex AB um að S4S tæki við sem umboðsaðili vörumerkisins Lindex á Íslandi. Þau Albert og Lóa opnuðu fyrstu Lindex-verslunina árið 2011 en alls hafa verið reknar tíu verslanir víða um land og starfsmenn verið um hundrað. Þau Albert og Lóa eiga og reka einnig Ginu Tricot, Mango í Smáralind og barnafataverslanirnar Emil og Línu og Mayoral. Um Kappahl segir í tilkynningunni að það hafi verið stofnað í Svíþjóð árið 1953 og reki í dag 345 verslanir í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Póllandi og Bretlandi. „Fyrirtækið hefur fest sig í sessi sem eitt af leiðandi tískuvörumerkjum Skandinavíu, með ríka áherslu á sjálfbærni, sígildar grunnflíkur, undirfatnað og tískufatnað fyrir konur, karla og börn. Elisabeth Peregi, forstjóri Kappahl Groupþ Um Newbie Newbie er barna- og lífsstílsvörumerki Kappahl, elskað víðsvegar um Norðurlönd og í Bretlandi fyrir mjúk lífræn efni, rómantísk skandinavísk mynstur og tímalausa hönnun sem ætluð er að endast og ganga milli kynslóða. Newbie verslanir eru 25 en vörumerkið er einnig selt í völdum Kappahl-verslunum sem og á netinu,“ segir í tilkynningunni. Fullkomin tímasetning Þar er einnig haft eftir Elisabeth Peregi, forstjóra Kappahl Group, að íslenskir viðskiptavinir hafi lengi óskað eftir vörumerkjum félagsins og „nú þegar við höfum fundið frábæran samstarfsaðila er tímasetningin fullkomin til að stíga inn á íslenska markaðinn.“ „Albert og Lóa hafa sýnt fram á einstaka hæfni í uppbyggingu tískuvörumerkja á Íslandi. Við gætum ekki hugsað okkur betri samstarfsaðila til að leiða þetta sögulega skref fyrir Kappahl og Newbie. Við erum full eftirvæntingar að bjóða íslenskum viðskiptavinum að upplifa Kappahl/Newbie heiminn sem einkennist af góðum gæðum, samfélagslegri ábyrgð og fallegri hönnun,” segir Peregi. Albert Þór Magnússon og Lóa D. Kristjánsdóttir. Þá er einnig haft eftir þeim Alberti Þór og Lóu Dagbjörtu að þau hafi dáðst að Kappahl og Newbie í mörg ár, ekki aðeins fyrir skandinavíska hönnun og gæði, heldur einnig að gildum fyrirtækisins, leiðandi stöðu í sjálfbærni og einlæga virðingu fyrir fjölskyldum og samstarfsfólki. „Að vera valin fyrsti sérleyfishafi Kappahl Group á heimsvísu er mikill heiður. Við erum afar stolt að hefja þennan nýja kafla og hlökkum mikið til að taka á móti íslenskum viðskiptavinum inn í heim Kappahl og Newbie,“ segja þau Albert Þór og Lóa Dagbjört. Dagsetningar opnana fyrir hverja verslun verða tilkynntar á næstu misserum. Aðsend
Verslun Tengdar fréttir S4S-veldið tekur við Lindex S4S ehf. hefur undirritað samning við sænska félagið Lindex AB um að S4S taki við sem umboðsaðili vörumerkisins Lindex á Íslandi. 8. janúar 2026 17:41 Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Sjá meira
S4S-veldið tekur við Lindex S4S ehf. hefur undirritað samning við sænska félagið Lindex AB um að S4S taki við sem umboðsaðili vörumerkisins Lindex á Íslandi. 8. janúar 2026 17:41
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent