Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar 15. janúar 2026 12:17 Félag atvinnurekenda hefur sent Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra erindi og hvatt ráðherrann til að hafa frumkvæði að endurskoðun áfengislöggjafarinnar. Að mati FA er lykilatriði að í þeirri endurskoðun séu ákvæði um netverzlun með áfengi, sem taka mið af skuldbindingum Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og þess gætt að fyrirtækjum í eigu íslenzkra aðila sé ekki mismunað eða atvinnufrelsi þeirra skert, um leið og fyrirtækjum í öðrum EES-ríkjum er heimilt að selja íslenzkum neytendum áfengi á netinu. Dómsmálaráðuneytið gat ekki gefið skýr svör ... Málið á sér talsverða forsögu. Sumarið 2021 hafði FA mikið fyrir því að reyna að kreista út úr stjórnvöldum skýr svör um lögmæti netverzlunar með áfengi, í þágu öryggis og fyrirsjáanleika í viðskiptum. Eftir talsverðan eftirrekstur fékk FA svar í október 2021 frá dómsmálaráðuneytinu, sem þá fór með málefni áfengislöggjafarinnar. FA spurði þriggja skýrt afmarkaðra spurninga: Er netverzlun áfengisframleiðenda með staðfestu á Íslandi, líkt og fer fram á bjorland.is, í samræmi við lög? Er netverzlun fyrirtækis með staðfestu í öðru EES-ríki, sem afhendir vörur til neytenda beint úr vöruhúsi á Íslandi, í samræmi við lög? Er netverzlun fyrirtækis með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (t.d. Bretlandi) sem afhendir vörur til neytenda beint úr vöruhúsi á Íslandi, í samræmi við lög? Í stuttu máli treysti ráðuneytið sér ekki til að svara spurningum 2) og 3), en af svarinu varð ráðið að ráðuneytið liti svo á að innlend netverzlun, sbr. spurningu 1) væri óheimil að óbreyttum lögum. ... og taldi þörf á endurskoðun áfengislaganna Í bréfi ráðuneytisins var hins vegar rakið að áfengislög hefðu ekki tekið efnislegum breytingum í langan tíma og byggðu að mestu leyti á lögum frá 1969. „Færa má rök fyrir því að lögin hafi ekki þróast í takt við þá samfélagslegu þróun sem orðið hefur á undanförnum árum og á það einnig við um breytt mynstur verslunar, þá sérstaklega hvað varðar netverslun, innlenda sem erlenda. Þá hefur orðið mikil gróska í innlendri framleiðslu sem vart þekktist við gildistöku laganna. Á undanförnum árum hafa komið upp ýmis álitaefni sem hafa bent til þess að mikilvægt sé að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislögum til að þau endurspegli breytta þróun á sviði verslunar og framleiðslu áfengis hér á landi,“ sagði í erindi ráðuneytisins. Málefni áfengislöggjafarinnar hafa nú flutzt til fjármála- og efnahagsráðuneytisins skv. forsetaúrskurði og FA hefur þess vegna beint hvatningu sinni um að taka upp þráðinn við endurskoðun áfengislöggjafarinnar til fjármálaráðherrans. Í ljósi þeirra viðbragða dómsmálaráðuneytisins, sem að ofan eru rakin, lýsir FA furðu sinni á þeirri stefnu, sem síðan hefur verið tekin í málefnum fyrirtækja sem selja íslenzkum neytendum áfengi á netinu. Þau eru nú tæplega 30 talsins og starfa flest með þeim hætti að neytendur verzla við fyrirtæki með staðfestu í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, sem starfrækja lager og afhendingarstaði á Íslandi. Óumdeilt er að neytendur hafa í þá rúmlega þrjá áratugi sem EES-samningurinn hefur verið í gildi, verið í fullum rétti að kaupa áfengi af póst- og netverzlunum í öðrum EES-ríkjum í krafti ákvæða samningsins um frjáls vöruviðskipti. Að mati FA getur það hvorki staðizt jafnræðisreglu né atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár Íslands að heimila fyrirtækjum í öðrum EES-ríkjum slík viðskipti við íslenzka neytendur en banna fyrirtækjum í eigu íslenzkra borgara, með vörugeymslu og afhendingarstaði á Íslandi, að stunda þau. Tæplega 30 fyrirtæki, ein ákæra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft starfsemi netverzlana til skoðunar í meira en fjögur ár. Í hópi þeirra eru ein af stærstu stórverzlanakeðjum heims og fyrirtæki í eigu stærstu matvöruverzlanakeðju landsins. Engu að síður hefur lögregla eingöngu gefið út eina ákæru vegna meintra brota gegn einkaleyfi Áfengis og tóbaksverzlunar Íslands á smásölu áfengis og beinist hún að forsvarsmanni Kjútís, félagsmanns FA, og stjórnanda Icelandic Trading Company b.v., hollenzks fyrirtækis sem rekur netverzlun með áfengi undir merkjum Smáríkisins. Afskipti voru jafnframt höfð af afhendingarstöðum Smáríkisins og eins annars fyrirtækis 26. desember sl. á þeim forsendum að ekki mætti hafa áfengisútsölu opna á þeim degi skv. áfengislögum. Að mati FA er þó augljóst að afhendingarstaðir fyrir netpantanir eru ekki útsölustaðir vöru. Að mati FA er ljóst að með því að gefa út ákæru gagnvart minni aðila á markaðnum, fremur en þeim stærri, og hafa afskipti af afhendingarstöðum hans á sama tíma og stærri aðilar eru látnir óáreittir, gerir lögreglan sig seka um geðþóttaákvarðanir um beitingu opinbers valds og ógeðfellda mismunun gagnvart fyrirtækjum. Minni aðili, sem hefur minni bjargir til að grípa til varna, er tekinn fyrir en þeim stærri hlíft. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á að löggjöfin sé skýr og í takt við tímann Í viðtölum í fjölmiðlum hefur sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagt að ekki hefði verið gefin út ákæra nema lögregla væri þess fullviss að salan væri ólögmæt. Það gefur þó auga leið að þannig liggur ekki í málinu. Ef löggjöfin væri skýr og fortakslaus um bann við starfsemi eins og þeirri, sem félagsmaður FA rekur, hefði afhendingarstöðum netverzlana verið lokað með lögregluvaldi fyrir löngu og ákærur verið gefnar út á hendur öllum forsvarsmönnum þeirra. Í ljósi þess að dómsmálaráðuneytið, sem fer með málefni lögreglunnar, treysti sér ekki til að svara efnislega skýrum spurningum FA, sbr. ofangreint, er engin leið að halda því fram að löggjöfin, sem fyrirtækjum er ætlað að starfa eftir á þessum markaði, sé skýr og auðskilin. Er það þó grundvallarkrafa í réttarríki að lögin séu skýr og borgurunum ljóst hver eru réttindi þeirra og skyldur samkvæmt löggjöfinni. Það er skylda stjórnmálamanna, ríkisstjórnarinnar og Alþingis, að tryggja að löggjöfin sé skýr og taki mið af samfélags- og tækniþróun, þar á meðal þróun verzlunarhátta, eins og vikið var að í áðurnefndu svari dómsmálaráðuneytisins við erindum FA. Stjórnmálamenn geta ekki ýtt því verkefni sínu yfir á dómstólana, eins og fjallað verður um í næstu grein. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Áfengi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur sent Daða Má Kristóferssyni fjármála- og efnahagsráðherra erindi og hvatt ráðherrann til að hafa frumkvæði að endurskoðun áfengislöggjafarinnar. Að mati FA er lykilatriði að í þeirri endurskoðun séu ákvæði um netverzlun með áfengi, sem taka mið af skuldbindingum Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og þess gætt að fyrirtækjum í eigu íslenzkra aðila sé ekki mismunað eða atvinnufrelsi þeirra skert, um leið og fyrirtækjum í öðrum EES-ríkjum er heimilt að selja íslenzkum neytendum áfengi á netinu. Dómsmálaráðuneytið gat ekki gefið skýr svör ... Málið á sér talsverða forsögu. Sumarið 2021 hafði FA mikið fyrir því að reyna að kreista út úr stjórnvöldum skýr svör um lögmæti netverzlunar með áfengi, í þágu öryggis og fyrirsjáanleika í viðskiptum. Eftir talsverðan eftirrekstur fékk FA svar í október 2021 frá dómsmálaráðuneytinu, sem þá fór með málefni áfengislöggjafarinnar. FA spurði þriggja skýrt afmarkaðra spurninga: Er netverzlun áfengisframleiðenda með staðfestu á Íslandi, líkt og fer fram á bjorland.is, í samræmi við lög? Er netverzlun fyrirtækis með staðfestu í öðru EES-ríki, sem afhendir vörur til neytenda beint úr vöruhúsi á Íslandi, í samræmi við lög? Er netverzlun fyrirtækis með staðfestu í ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (t.d. Bretlandi) sem afhendir vörur til neytenda beint úr vöruhúsi á Íslandi, í samræmi við lög? Í stuttu máli treysti ráðuneytið sér ekki til að svara spurningum 2) og 3), en af svarinu varð ráðið að ráðuneytið liti svo á að innlend netverzlun, sbr. spurningu 1) væri óheimil að óbreyttum lögum. ... og taldi þörf á endurskoðun áfengislaganna Í bréfi ráðuneytisins var hins vegar rakið að áfengislög hefðu ekki tekið efnislegum breytingum í langan tíma og byggðu að mestu leyti á lögum frá 1969. „Færa má rök fyrir því að lögin hafi ekki þróast í takt við þá samfélagslegu þróun sem orðið hefur á undanförnum árum og á það einnig við um breytt mynstur verslunar, þá sérstaklega hvað varðar netverslun, innlenda sem erlenda. Þá hefur orðið mikil gróska í innlendri framleiðslu sem vart þekktist við gildistöku laganna. Á undanförnum árum hafa komið upp ýmis álitaefni sem hafa bent til þess að mikilvægt sé að ráðast í heildarendurskoðun á áfengislögum til að þau endurspegli breytta þróun á sviði verslunar og framleiðslu áfengis hér á landi,“ sagði í erindi ráðuneytisins. Málefni áfengislöggjafarinnar hafa nú flutzt til fjármála- og efnahagsráðuneytisins skv. forsetaúrskurði og FA hefur þess vegna beint hvatningu sinni um að taka upp þráðinn við endurskoðun áfengislöggjafarinnar til fjármálaráðherrans. Í ljósi þeirra viðbragða dómsmálaráðuneytisins, sem að ofan eru rakin, lýsir FA furðu sinni á þeirri stefnu, sem síðan hefur verið tekin í málefnum fyrirtækja sem selja íslenzkum neytendum áfengi á netinu. Þau eru nú tæplega 30 talsins og starfa flest með þeim hætti að neytendur verzla við fyrirtæki með staðfestu í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins, sem starfrækja lager og afhendingarstaði á Íslandi. Óumdeilt er að neytendur hafa í þá rúmlega þrjá áratugi sem EES-samningurinn hefur verið í gildi, verið í fullum rétti að kaupa áfengi af póst- og netverzlunum í öðrum EES-ríkjum í krafti ákvæða samningsins um frjáls vöruviðskipti. Að mati FA getur það hvorki staðizt jafnræðisreglu né atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrár Íslands að heimila fyrirtækjum í öðrum EES-ríkjum slík viðskipti við íslenzka neytendur en banna fyrirtækjum í eigu íslenzkra borgara, með vörugeymslu og afhendingarstaði á Íslandi, að stunda þau. Tæplega 30 fyrirtæki, ein ákæra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft starfsemi netverzlana til skoðunar í meira en fjögur ár. Í hópi þeirra eru ein af stærstu stórverzlanakeðjum heims og fyrirtæki í eigu stærstu matvöruverzlanakeðju landsins. Engu að síður hefur lögregla eingöngu gefið út eina ákæru vegna meintra brota gegn einkaleyfi Áfengis og tóbaksverzlunar Íslands á smásölu áfengis og beinist hún að forsvarsmanni Kjútís, félagsmanns FA, og stjórnanda Icelandic Trading Company b.v., hollenzks fyrirtækis sem rekur netverzlun með áfengi undir merkjum Smáríkisins. Afskipti voru jafnframt höfð af afhendingarstöðum Smáríkisins og eins annars fyrirtækis 26. desember sl. á þeim forsendum að ekki mætti hafa áfengisútsölu opna á þeim degi skv. áfengislögum. Að mati FA er þó augljóst að afhendingarstaðir fyrir netpantanir eru ekki útsölustaðir vöru. Að mati FA er ljóst að með því að gefa út ákæru gagnvart minni aðila á markaðnum, fremur en þeim stærri, og hafa afskipti af afhendingarstöðum hans á sama tíma og stærri aðilar eru látnir óáreittir, gerir lögreglan sig seka um geðþóttaákvarðanir um beitingu opinbers valds og ógeðfellda mismunun gagnvart fyrirtækjum. Minni aðili, sem hefur minni bjargir til að grípa til varna, er tekinn fyrir en þeim stærri hlíft. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á að löggjöfin sé skýr og í takt við tímann Í viðtölum í fjölmiðlum hefur sviðsstjóri ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagt að ekki hefði verið gefin út ákæra nema lögregla væri þess fullviss að salan væri ólögmæt. Það gefur þó auga leið að þannig liggur ekki í málinu. Ef löggjöfin væri skýr og fortakslaus um bann við starfsemi eins og þeirri, sem félagsmaður FA rekur, hefði afhendingarstöðum netverzlana verið lokað með lögregluvaldi fyrir löngu og ákærur verið gefnar út á hendur öllum forsvarsmönnum þeirra. Í ljósi þess að dómsmálaráðuneytið, sem fer með málefni lögreglunnar, treysti sér ekki til að svara efnislega skýrum spurningum FA, sbr. ofangreint, er engin leið að halda því fram að löggjöfin, sem fyrirtækjum er ætlað að starfa eftir á þessum markaði, sé skýr og auðskilin. Er það þó grundvallarkrafa í réttarríki að lögin séu skýr og borgurunum ljóst hver eru réttindi þeirra og skyldur samkvæmt löggjöfinni. Það er skylda stjórnmálamanna, ríkisstjórnarinnar og Alþingis, að tryggja að löggjöfin sé skýr og taki mið af samfélags- og tækniþróun, þar á meðal þróun verzlunarhátta, eins og vikið var að í áðurnefndu svari dómsmálaráðuneytisins við erindum FA. Stjórnmálamenn geta ekki ýtt því verkefni sínu yfir á dómstólana, eins og fjallað verður um í næstu grein. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar