Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar 15. janúar 2026 13:16 Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær, miðvikudaginn 14. janúar var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands. Með því hefst formlegt kynningar- og samráðsferli þar sem íbúar geta kynnt sér tillögurnar og komið ábendingum á framfæri. Verkefnið hefur verið unnið í þverpólitískri sátt á yfirstandandi kjörtímabili. Með þessu skipulagi er markmiðið að brjóta nýtt land til byggðar í austurhluta höfuðborgarsvæðisins. Skipulagið er einstaklega vel útfært enda hefur verið vandað mjög til verka. Það sem gerir þetta skipulag sérstakt er að áður en hús voru teiknuð inn var horft fyrst til gróðursins, Skálatúnslækjarins og þess landslags sem fyrir er. Fyrst komu grænu svæðin og síðan byggðin. Þessir skilmálar eru svo settir inn í skipulagið en ekki sem fylgiskjöl heldur sem bindandi hluti af deiliskipulaginu sjálfu. Þá hefur tekist að koma fyrir bílastæðum, að meðaltali 1,5 stæði á íbúð á svæðinu auk þess sem gert er ráð fyrir Borgarlínu í hjarta hverfisins, við Blikastaðabæinn. Þannig er bæði tekið tillit til daglegra þarfa fólks og framtíðarsýnar í samgöngum. Byggðin er vissulega þétt en með ótrúlega vel útfærðum lausnum þá er grænt yfirbragð ríkjandi og tekið hefur verið tillit til birtustigs, aðgengi að opnum svæðum og annarra þátta sem auka lífsgæði. Þá er lagt til að húsin næst Blikastaðabænum verði með skáþaki, til að halda í tenginguna við fortíðina. Svona stór ákvörðun, eins og skipulag fyrir 1.260 íbúðir við Blikastaði í fyrsta áfanga hverfis sem mun telja um 3.600 íbúðir fullbyggt, þarfnast auðvita góðrar kynningar og opinnar umræðu því fá mál snerta samfélagið jafn mikið og skipulagsmál. Vinnslutillaga var kynnt fyrir ári síðan og nú er að hefjast umfangsmikil kynning á endurgerðri tillögu deiliskipulagsins. Við erum komin með traustan fjárhagslegan grunn að verkefninu með uppfærðum samningi sem gerir okkur kleift að ráðast í uppbyggingu helstu innviða, s.s. skóla, leikskóla og íþróttamannvirki. Til lengri tíma litið mun uppbygging á Blikastöðum styrkja fjárhagslegan grunn fyrir samfélagið í Mosfellsbæ, en jafnframt þarf að hafa í huga að hér er um uppbyggingu til margra ára og jafnvel áratuga að ræða. Þrátt fyrir að fjöldi bæjarbúa hafi rúmlega tvöfaldast frá árinu 2000 hefur vel tekist til við að halda í staðaranda Mosfellsbæjar sem er íbúum mjög mikilvægt. Þannig þarf það einnig að vera með þessa uppbyggingu. Ég vona að Mosfellingar nýti þetta tækifæri og kynni sér skipulagstillöguna sem verður aðgengileg á vefnum auk þess að taka þátt í opnum kynningum sem fyrirhugaðar eru um málið. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Regína Ásvaldsdóttir Mosfellsbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær, miðvikudaginn 14. janúar var samþykkt að auglýsa deiliskipulagstillögu og breytingu á aðalskipulagi fyrir fyrsta áfanga Blikastaðalands. Með því hefst formlegt kynningar- og samráðsferli þar sem íbúar geta kynnt sér tillögurnar og komið ábendingum á framfæri. Verkefnið hefur verið unnið í þverpólitískri sátt á yfirstandandi kjörtímabili. Með þessu skipulagi er markmiðið að brjóta nýtt land til byggðar í austurhluta höfuðborgarsvæðisins. Skipulagið er einstaklega vel útfært enda hefur verið vandað mjög til verka. Það sem gerir þetta skipulag sérstakt er að áður en hús voru teiknuð inn var horft fyrst til gróðursins, Skálatúnslækjarins og þess landslags sem fyrir er. Fyrst komu grænu svæðin og síðan byggðin. Þessir skilmálar eru svo settir inn í skipulagið en ekki sem fylgiskjöl heldur sem bindandi hluti af deiliskipulaginu sjálfu. Þá hefur tekist að koma fyrir bílastæðum, að meðaltali 1,5 stæði á íbúð á svæðinu auk þess sem gert er ráð fyrir Borgarlínu í hjarta hverfisins, við Blikastaðabæinn. Þannig er bæði tekið tillit til daglegra þarfa fólks og framtíðarsýnar í samgöngum. Byggðin er vissulega þétt en með ótrúlega vel útfærðum lausnum þá er grænt yfirbragð ríkjandi og tekið hefur verið tillit til birtustigs, aðgengi að opnum svæðum og annarra þátta sem auka lífsgæði. Þá er lagt til að húsin næst Blikastaðabænum verði með skáþaki, til að halda í tenginguna við fortíðina. Svona stór ákvörðun, eins og skipulag fyrir 1.260 íbúðir við Blikastaði í fyrsta áfanga hverfis sem mun telja um 3.600 íbúðir fullbyggt, þarfnast auðvita góðrar kynningar og opinnar umræðu því fá mál snerta samfélagið jafn mikið og skipulagsmál. Vinnslutillaga var kynnt fyrir ári síðan og nú er að hefjast umfangsmikil kynning á endurgerðri tillögu deiliskipulagsins. Við erum komin með traustan fjárhagslegan grunn að verkefninu með uppfærðum samningi sem gerir okkur kleift að ráðast í uppbyggingu helstu innviða, s.s. skóla, leikskóla og íþróttamannvirki. Til lengri tíma litið mun uppbygging á Blikastöðum styrkja fjárhagslegan grunn fyrir samfélagið í Mosfellsbæ, en jafnframt þarf að hafa í huga að hér er um uppbyggingu til margra ára og jafnvel áratuga að ræða. Þrátt fyrir að fjöldi bæjarbúa hafi rúmlega tvöfaldast frá árinu 2000 hefur vel tekist til við að halda í staðaranda Mosfellsbæjar sem er íbúum mjög mikilvægt. Þannig þarf það einnig að vera með þessa uppbyggingu. Ég vona að Mosfellingar nýti þetta tækifæri og kynni sér skipulagstillöguna sem verður aðgengileg á vefnum auk þess að taka þátt í opnum kynningum sem fyrirhugaðar eru um málið. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar