Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar 16. janúar 2026 09:18 Nýlega kynnti rannsóknarnefnd Reykjavíkurborgar niðurstöður um starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1974 til 1979. Þar kemur fram að ekki hafi verið hægt að fullyrða að börn hafi sætt illri meðferð í skilningi laga á því tímabili, þótt ýmislegt hafi verið ábótavant í starfseminni. Þessi niðurstaða vekur athygli. En hún skilur einnig eftir mikilvæga spurningu sem enn hefur ekki fengið svar. Hvað með börnin sem dvöldu á Vöggustofunni á árunum 1967 til 1974. Ég var sjálfur vistaður á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árið 1970. Þrátt fyrir það nær þessi nýja rannsókn ekki til minnar reynslu, enda hafði nefndin afmarkað umboð sitt við árin 1974 til 1979. Fyrri vöggustofunefnd fjallaði einkum um tímabilið fyrir 1967. Árin þar á milli virðast hins vegar falla á milli stóla. Þetta þýðir að stór hópur barna, sem dvöldu á vöggustofunni á þessum árum, hefur hvorki fengið skýra niðurstöðu né viðurkenningu á því hvort aðstæður þeirra hafi verið viðunandi eða skaðlegar. Ekki er fullyrt að þau hafi sætt illri meðferð. En ekki er heldur fullyrt hið gagnstæða. Reynslan er einfaldlega óskoðuð. Alla mína æsku, og enn þann dag í dag, hef ég borið með mér djúpan ótta við höfnun. Lengst af vissi ég ekki hvernig það er að vera ekki sífellt að laga mig að öðrum, vera of meðvirkur eða reyna að tryggja samþykki með því að setja eigin þarfir til hliðar. Í sálfræðimeðferð þar sem farið var ítarlega yfir æsku mína kom fram að ég sýni skýr einkenni tengslaskaða og óöruggrar tengslamyndunar. Slík einkenni eru vel þekkt þegar barn fær ekki þá nánd, augnsamband og tilfinningalegu svörun sem það þarf á fyrstu mánuðum lífsins. Þetta birtist meðal annars í aðskilnaðarkvíða, sterkum ótta við höfnun og erfiðleikum í nánum tengslum. Ég hef unnið markvisst í þessum þáttum síðustu ár með hjálp, en afleiðingarnar hverfa ekki þótt skilningurinn aukist. Samhliða þessu hef ég alla tíð glímt við veika sjálfsmynd. Ég hef sjaldan haft mikið álit á sjálfum mér og lengi trúað því að ég gæti ekki neitt af viti. Ég hef oft upplifað mig sem einhvers konar annars flokks manneskju og gengið út frá því að aðrir sjái mig þannig. Þessi óöryggistilfinning hefur fylgt mér í gegnum lífið og er eitthvað sem ég hef þurft að vinna markvisst í til að rjúfa. Slík skert sjálfsmynd er einnig þekkt afleiðing þess þegar barn fær ekki stöðuga speglun, öryggi og staðfestingu í upphafi lífs síns. Í skýrslum nefnda kemur fram að aðstæður barna á vöggustofum hafi almennt batnað eftir því sem leið á tímabilið. Það gefur þó til kynna að aðstæður fyrr á tímabilinu, þar á meðal um 1970, hafi verið verri en síðar varð. Samhliða því sýna gögn að hátt hlutfall þeirra sem dvöldu lengi á vöggustofum glímdi síðar við alvarleg heilsufarsleg og félagsleg vandamál, meðal annars örorku á unga aldri. Þegar stjórnvöld velja að rannsaka aðeins hluta tímabils skapast hætta á að raunveruleg reynsla fólks hverfi í þögninni. Fyrir þau sem voru börn á þessum tíma skipta lagalegar skilgreiningar litlu máli. Afleiðingarnar hverfa ekki þótt árin sem þær urðu á séu ekki rannsökuð. Ég er ekki að krefjast ákveðinnar niðurstöðu. Ég er að biðja um skýringu. Verður starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1967 til 1974 rannsökuð með sambærilegum hætti og önnur tímabil. Eða eiga þau sem dvöldu þar á þessum árum að búa áfram við þá óvissu að saga þeirra teljist ekki nægilega mikilvæg til að vera skoðuð. Þetta snýst ekki fyrst og fremst um bætur. Þetta snýst um viðurkenningu, ábyrgð og réttlæti. Samfélag sem getur ekki horft heiðarlega á fortíð sína, jafnvel þegar hún er óþægileg, á erfitt með að læra af henni. Spurningin stendur enn.Hvað með börnin sem dvöldu á Vöggustofunni á árunum 1967 til 1974? Höfundur er söluráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöggustofur í Reykjavík Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kynnti rannsóknarnefnd Reykjavíkurborgar niðurstöður um starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1974 til 1979. Þar kemur fram að ekki hafi verið hægt að fullyrða að börn hafi sætt illri meðferð í skilningi laga á því tímabili, þótt ýmislegt hafi verið ábótavant í starfseminni. Þessi niðurstaða vekur athygli. En hún skilur einnig eftir mikilvæga spurningu sem enn hefur ekki fengið svar. Hvað með börnin sem dvöldu á Vöggustofunni á árunum 1967 til 1974. Ég var sjálfur vistaður á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins árið 1970. Þrátt fyrir það nær þessi nýja rannsókn ekki til minnar reynslu, enda hafði nefndin afmarkað umboð sitt við árin 1974 til 1979. Fyrri vöggustofunefnd fjallaði einkum um tímabilið fyrir 1967. Árin þar á milli virðast hins vegar falla á milli stóla. Þetta þýðir að stór hópur barna, sem dvöldu á vöggustofunni á þessum árum, hefur hvorki fengið skýra niðurstöðu né viðurkenningu á því hvort aðstæður þeirra hafi verið viðunandi eða skaðlegar. Ekki er fullyrt að þau hafi sætt illri meðferð. En ekki er heldur fullyrt hið gagnstæða. Reynslan er einfaldlega óskoðuð. Alla mína æsku, og enn þann dag í dag, hef ég borið með mér djúpan ótta við höfnun. Lengst af vissi ég ekki hvernig það er að vera ekki sífellt að laga mig að öðrum, vera of meðvirkur eða reyna að tryggja samþykki með því að setja eigin þarfir til hliðar. Í sálfræðimeðferð þar sem farið var ítarlega yfir æsku mína kom fram að ég sýni skýr einkenni tengslaskaða og óöruggrar tengslamyndunar. Slík einkenni eru vel þekkt þegar barn fær ekki þá nánd, augnsamband og tilfinningalegu svörun sem það þarf á fyrstu mánuðum lífsins. Þetta birtist meðal annars í aðskilnaðarkvíða, sterkum ótta við höfnun og erfiðleikum í nánum tengslum. Ég hef unnið markvisst í þessum þáttum síðustu ár með hjálp, en afleiðingarnar hverfa ekki þótt skilningurinn aukist. Samhliða þessu hef ég alla tíð glímt við veika sjálfsmynd. Ég hef sjaldan haft mikið álit á sjálfum mér og lengi trúað því að ég gæti ekki neitt af viti. Ég hef oft upplifað mig sem einhvers konar annars flokks manneskju og gengið út frá því að aðrir sjái mig þannig. Þessi óöryggistilfinning hefur fylgt mér í gegnum lífið og er eitthvað sem ég hef þurft að vinna markvisst í til að rjúfa. Slík skert sjálfsmynd er einnig þekkt afleiðing þess þegar barn fær ekki stöðuga speglun, öryggi og staðfestingu í upphafi lífs síns. Í skýrslum nefnda kemur fram að aðstæður barna á vöggustofum hafi almennt batnað eftir því sem leið á tímabilið. Það gefur þó til kynna að aðstæður fyrr á tímabilinu, þar á meðal um 1970, hafi verið verri en síðar varð. Samhliða því sýna gögn að hátt hlutfall þeirra sem dvöldu lengi á vöggustofum glímdi síðar við alvarleg heilsufarsleg og félagsleg vandamál, meðal annars örorku á unga aldri. Þegar stjórnvöld velja að rannsaka aðeins hluta tímabils skapast hætta á að raunveruleg reynsla fólks hverfi í þögninni. Fyrir þau sem voru börn á þessum tíma skipta lagalegar skilgreiningar litlu máli. Afleiðingarnar hverfa ekki þótt árin sem þær urðu á séu ekki rannsökuð. Ég er ekki að krefjast ákveðinnar niðurstöðu. Ég er að biðja um skýringu. Verður starfsemi Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins á árunum 1967 til 1974 rannsökuð með sambærilegum hætti og önnur tímabil. Eða eiga þau sem dvöldu þar á þessum árum að búa áfram við þá óvissu að saga þeirra teljist ekki nægilega mikilvæg til að vera skoðuð. Þetta snýst ekki fyrst og fremst um bætur. Þetta snýst um viðurkenningu, ábyrgð og réttlæti. Samfélag sem getur ekki horft heiðarlega á fortíð sína, jafnvel þegar hún er óþægileg, á erfitt með að læra af henni. Spurningin stendur enn.Hvað með börnin sem dvöldu á Vöggustofunni á árunum 1967 til 1974? Höfundur er söluráðgjafi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun