Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar 17. janúar 2026 09:32 Ég er stolt úthverfamamma. Ég er alin upp í Breiðholti en bý í Rimahverfinu í Grafarvogi með manninum mínum og þremur ungum börn. Ég elska að búa í Grafarvogi! Hér eru göngustígar langt frá hraðri bílaumferð, úrval af leikvöllum og útivistarsvæðum, bókasafn með góðri barnadeild og frábærir leik- og grunnskólar. Samt finnst mér úthverfin oft vera útundan þegar kemur að grunnþjónustu, almenningssamgöngum og uppbyggingu. Í Grafarvogi hef ég á fullorðinsaldri eignast fjölmarga vini – eitthvað sem ég átti ekki von á. Þetta er fólk í sömu stöðu og við maðurinn minn, með ung börn og sömu áskoranir. Við höfum kynnst í gegnum leikskóla og fótboltastarf barnanna okkar og nú skiptumst við á að grípa bolta fyrir hvert annað. Við foreldrarnir sækjum börn hvors annars, skutlum á æfingar og bjóðum í mat. Þetta nána samfélag hefur mér þótt dýrmætt og er fyrir mér einn helsti kosturinn við að búa í úthverfi. Ég vil efla úthverfin svo þau verði enn eftirsóknarverðari fyrir barnafjölskyldur að setjast að. Bætum almenningssamgöngur Það er auðvitað draumsýn margra Reykvíkinga, og þar á meðal mín, að geta lifað bíllausum lífsstíl. Lífsstíll okkar fjölskyldunnar er hins vegar langt frá því að vera bíllaus. Í fyrra vetur voru börnin okkar þrjú á sitthvorum leikskólanum. Þá var nánast ómögulegt fyrir okkur að nota almenningssamgöngur en við gerðum samt tilraun. Við þurftum oft að bíða í 30 mínútur í strætóskýli og jafnvel að taka fleiri en einn Strætó innan Grafarvogs. Eflum Strætó innan úthverfanna til að einfalda barnafjölskyldum lífið. Bætum leiðakerfi Strætó, fjölgum ferðunum og gerum Strætó ókeypis fyrir börn undir 18 ára. Grunnþjónustan verður að virka Í Grafarvogi gerist það reglulega að snjómokstur situr á hakanum dögum saman. Stundum gleymist að slá túnin, salta vegina og halda við gangstéttunum. Í borgarstjórn þarf að vera fulltrúi úthverfanna sem tryggir að þessari grunnþjónustu sé einfaldlega sinnt. Þá stendur mönnun leikskóla ekki nægilega vel í Grafarvogi líkt og annars staðar í borginni. Ég átti góðan fund með leikskólastjóra sem sagði mér frá því að leikskólakennarar væru jafnvel sjálfir að greiða fyrir leikföng og gögn fyrir börnin til að mæta þörfum þeirra. Bætum starfsaðstæður í leikskólum með góðum aðbúnaði, betri hljóðvist og heilnæmu húsnæði. Fjölgum leiðum fyrir starfsfólk leikskóla að mennta sig í styttri tíma og hækka í launum. Þannig gerum við leikskóla að aðsóttari vinnustöðum og höldum betur í starfsfólk. Gerum úthverfin líflegri Foreldrar ungra barna kannast vel við að vera stundum föst heima með börnin. Þá skiptir máli að geta rölt með börnin í einhverja afþreyingu, helst þar sem maður hittir aðra foreldra eða fær að slaka örlítið á. Lokanir og langar vegalengdir geta flækt málið fyrir foreldra í úthverfum. Eflum mannlíf í úthverfum svo íbúar þeirra þurfi ekki að sækja sér afþreyingu til annarra hverfa. Sköpum hvata til að opna kaffihús og veitingastaði inni í hverfunum og bætum grænu svæðin með leikvöllum og gróðri. Höfum bókasafnið í Grafarvogi opið á sunnudögum! Í úthverfunum felast tækifæri sem verður að sækja – og ég býð mig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar þann 24. janúar til að gera akkúrat það! Gerum úthverfin að besta kostinum fyrir barnafjölskyldur, þar sem náttúra, náið samfélag, afþreying, góðar almenningssamgöngur og áreiðanleg grunnþjónusta mætast. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Sjá meira
Ég er stolt úthverfamamma. Ég er alin upp í Breiðholti en bý í Rimahverfinu í Grafarvogi með manninum mínum og þremur ungum börn. Ég elska að búa í Grafarvogi! Hér eru göngustígar langt frá hraðri bílaumferð, úrval af leikvöllum og útivistarsvæðum, bókasafn með góðri barnadeild og frábærir leik- og grunnskólar. Samt finnst mér úthverfin oft vera útundan þegar kemur að grunnþjónustu, almenningssamgöngum og uppbyggingu. Í Grafarvogi hef ég á fullorðinsaldri eignast fjölmarga vini – eitthvað sem ég átti ekki von á. Þetta er fólk í sömu stöðu og við maðurinn minn, með ung börn og sömu áskoranir. Við höfum kynnst í gegnum leikskóla og fótboltastarf barnanna okkar og nú skiptumst við á að grípa bolta fyrir hvert annað. Við foreldrarnir sækjum börn hvors annars, skutlum á æfingar og bjóðum í mat. Þetta nána samfélag hefur mér þótt dýrmætt og er fyrir mér einn helsti kosturinn við að búa í úthverfi. Ég vil efla úthverfin svo þau verði enn eftirsóknarverðari fyrir barnafjölskyldur að setjast að. Bætum almenningssamgöngur Það er auðvitað draumsýn margra Reykvíkinga, og þar á meðal mín, að geta lifað bíllausum lífsstíl. Lífsstíll okkar fjölskyldunnar er hins vegar langt frá því að vera bíllaus. Í fyrra vetur voru börnin okkar þrjú á sitthvorum leikskólanum. Þá var nánast ómögulegt fyrir okkur að nota almenningssamgöngur en við gerðum samt tilraun. Við þurftum oft að bíða í 30 mínútur í strætóskýli og jafnvel að taka fleiri en einn Strætó innan Grafarvogs. Eflum Strætó innan úthverfanna til að einfalda barnafjölskyldum lífið. Bætum leiðakerfi Strætó, fjölgum ferðunum og gerum Strætó ókeypis fyrir börn undir 18 ára. Grunnþjónustan verður að virka Í Grafarvogi gerist það reglulega að snjómokstur situr á hakanum dögum saman. Stundum gleymist að slá túnin, salta vegina og halda við gangstéttunum. Í borgarstjórn þarf að vera fulltrúi úthverfanna sem tryggir að þessari grunnþjónustu sé einfaldlega sinnt. Þá stendur mönnun leikskóla ekki nægilega vel í Grafarvogi líkt og annars staðar í borginni. Ég átti góðan fund með leikskólastjóra sem sagði mér frá því að leikskólakennarar væru jafnvel sjálfir að greiða fyrir leikföng og gögn fyrir börnin til að mæta þörfum þeirra. Bætum starfsaðstæður í leikskólum með góðum aðbúnaði, betri hljóðvist og heilnæmu húsnæði. Fjölgum leiðum fyrir starfsfólk leikskóla að mennta sig í styttri tíma og hækka í launum. Þannig gerum við leikskóla að aðsóttari vinnustöðum og höldum betur í starfsfólk. Gerum úthverfin líflegri Foreldrar ungra barna kannast vel við að vera stundum föst heima með börnin. Þá skiptir máli að geta rölt með börnin í einhverja afþreyingu, helst þar sem maður hittir aðra foreldra eða fær að slaka örlítið á. Lokanir og langar vegalengdir geta flækt málið fyrir foreldra í úthverfum. Eflum mannlíf í úthverfum svo íbúar þeirra þurfi ekki að sækja sér afþreyingu til annarra hverfa. Sköpum hvata til að opna kaffihús og veitingastaði inni í hverfunum og bætum grænu svæðin með leikvöllum og gróðri. Höfum bókasafnið í Grafarvogi opið á sunnudögum! Í úthverfunum felast tækifæri sem verður að sækja – og ég býð mig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar þann 24. janúar til að gera akkúrat það! Gerum úthverfin að besta kostinum fyrir barnafjölskyldur, þar sem náttúra, náið samfélag, afþreying, góðar almenningssamgöngur og áreiðanleg grunnþjónusta mætast. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar