Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2026 14:30 Þann 22. janúar næstkomandi munum við Elissa standa fyrir dómstólum fyrir að verja líf. Þar munum við sitja augliti til auglitis við Kristján Loftsson, manni sem hagnast á því að taka líf. Samt erum það við sem stöndum frammi fyrir refsingu. Kristján óskaði eftir því að fá að skila skriflegri greinargerð í stað þess að mæta í dómsal, þar sem hann átti að vera fyrir öðrum dómstóli á Vesturlandi sama dag. Þar höfðaði hann mál gegn íslenska ríkinu vegna þess að hvalveiðar höfðu verið stöðvaðar tímabundið á grundvelli laga um velferð dýra. Það var einmitt þegar þær hófust á ný sem við mótmæltum. Dómarinn hafnaði þó þeirri beiðni Kristjáns og er honum gert að mæta. Þetta er ekki hægt að kalla tilviljun, heldur er þetta mergur málsins. Maðurinn krefst þess að fá að halda áfram að drepa hvali í tveimur dómstólum landsins á sama degi. Á sama tíma og tveir einstaklingar eru sóttir til saka fyrir að stöðva hann þegar lögin gerðu það ekki. Hvalveiðar hófust á ný þrátt fyrir opinberar niðurstöður að veiðarnar uppfylltu ekki lög um velferð dýra, þrátt fyrir andstöðu almennings og lagalegar leiðir höfðu verið fullreyndar. Þegar kerfi bregðast og laganna rammi verndar þá sem valda skaða færist ábyrgðin. Kerfisleiðir höfðu verið reyndar án árangurs og löggjafinn virtist ófær um að framfylgja lögum um velferð dýra. Við stóðum frammi fyrir siðferðilegu álitamáli og okkur Elissu fannst við ekki eiga annarra kosta völ en að setja líkama okkar á milli sprengiskutlanna og hvalanna. Ég var ekki að mótmæla vegna þess að ég er á móti réttarríkinu.Ég mótmælti vegna þess að ég trúi því að lögin eigi að vernda líf. Þegar stofnanir bregðast því hlutverki sínu að vernda þá sem minna mega sín, hvort sem um er að ræða menn eða dýr, hverfur ábyrgðin ekki. Hún færist.Þennan dag færðist hún á okkur. Þegar ríkið heimilar iðju sem jafnvel þeirra eigin sérfræðingar meta að uppfylli ekki markmið laga er borgaraleg óhlýðni ekki til þess gerð að hafna lögunum, heldur ákall til þeirra. Jafnvel vörn fyrir þau.Eftir handtöku okkar stóðum við Elissa frammi fyrir tveimur valkostum: að greiða sekt og játa formlega sök eða fara með málið fyrir dómstóla. Við völdum lengri leiðina, ekki til að forðast afleiðingar, heldur til að hafna kerfi sem réttlætir skaða en refsar þeim sem reyna að koma í veg fyrir hann . Lögmenn okkar hafa lagt fram ítarleg gögn sem sýna meðal annars: lykilhlutverk sem hvalir gegna í vistkerfum hafsins og viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni, að hvalveiðar feli í sér brot á lögum um velferð dýra, þar sem veiðiaðferðir valda langvarandi og miklum þjáningum, og að Ísland sé brotlegt gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum sínum vegna hvalveiða. Í þessu samhengi ætti borgaraleg óhlýðni ekki að teljast refsiverð. Þvert á móti birtist hún sem réttmæt viðbrögð og jafnvel, að sumra mati, sem borgaraleg skylda til að verja líf og umhverfi þegar kerfin sem eiga að gera það hafa brugðist. Þessi skilningur á borgaralegri óhlýðni er hvorki nýr né róttækur. Borgarleg óhlýðni er ekki ákall um ringulreið, heldur krafa um réttlæti þegar lög eru rangt notuð eða hunsuð. Martin Luther King jr. gerði skýran greinarmun á lögunum sjálfum og misnotkun þeirra: „Maður hefur ekki aðeins lagalega, heldur einnig siðferðilega skyldu til að hlýða réttlátum lögum. Á sama hátt hefur maður siðferðilega skyldu til að óhlýðnast óréttlátum lögum.” Þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi felst óréttlætið ekki í laganna bókstaf, heldur í því að þeim er ekki framfylgt. Þegar komist er að þeirri niðurstöðu að starfsemi valdi ólöglegum þjáningum á sama tíma og hún er heimiluð, verður lögmætið táknrænt fremur en raunverulegt. Lögin standa á blaði, á meðan skaðinn heldur áfram í framkvæmd. Borgaraleg óhlýðni verður þá krafa um að lögin þýði það sem þau segja, að sönnunargögn skipti máli og að lög án framfylgdar séu ekki lög. Aðalatriðið er því ekki hvort mótmæli séu truflandi, heldur hvað þau segja um réttarkerfi þegar fólki er refsað fyrir að benda á brot sem ríkið sjálft hefur þegar viðurkennt. Einmitt þess vegna eru borgaraleg óhlýðni og rétturinn til mótmæla grundvallarstoðir hvers lýðræðissamfélags. Þegar aðrar leiðir bregðast, gegna friðsamleg mótmæli leiðréttandi hlutverki. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað staðfest að friðsamleg mótmæli, jafnvel þegar þau raska hefðbundnu skipulagi, njóti ríkrar verndar og að ríki beri ekki aðeins að umbera slíka tjáningu, heldur einnig að vernda hana. Að refsa einstaklingum fyrir friðsamleg mótmæli sem miða að því að koma í veg fyrir skaða grefur undan lýðræðislegri ábyrgð og veikir réttarríkið, í stað þess að vernda það. Ég tek afleiðingum mótmælaaðgerða minna án þess að hika. Ég er ekki ein, heldur með samvisku samfélags sem veit að staða lýðræðis er mæld út frá því sem það verndar. Ég stend keik, með styrk frá íslensku samfélagi sem hefur kennt mér dýpstu gildi þess: ábyrgð gagnvart náttúrunni og rétt almennings til að láta í sér heyra þegar valdið bregst. Ég stend staðföst til að verja réttinn til að vernda líf, gegn manninum sem ítrekað fer fyrir dóm til að verja rétt sinn til að taka líf. Verið welcome að sýna öghre samstöði í Héraðsdómi. Höfundur er listakona og aktívisti. On Trial for Defending Life, Face to Face with Kristján Loftsson On January 22, Elissa and I will stand trial for defending life, face to face with Kristján Loftsson, a man who profits from taking it. And yet, we are the ones facing criminal charges. He asked to submit a written statement instead, explaining that he was due in another court, where he is suing the Icelandic state for pausing whaling because it violated animal welfare law, the same pause we protested when it was lifted. The judge refused. He will be there. That coincidence is not incidental; it is the case itself. A man demanding the right to continue killing whales in two courtrooms across the country, in one day. And two people prosecuted for stopping him when the law would not. Whaling resumed despite official findings of illegality, despite public opposition, and despite every legal channel being exhausted. When enforcement failed and law became permission for harm, responsibility moved. We placed our bodies between the harpoons and the whales not violently, not recklessly, but because there was nothing left between legality and killing except us. I did not decide to protest because I oppose the rule of law. I did so because I believe the law must serve life. When institutions fail to protect the vulnerable human or non-human, responsibility does not disappear. It moves. And on that day, it moved to us. When a State authorises conduct that its own experts deem unlawful, the ordinary avenues of accountability collapse. In such circumstances, civil disobedience is not a rejection of the law, but an appeal to it, even a defence of it. After our arrest, Elissa and I were presented with two options: to pay a penalty and formally admit guilt, or to take the case to court. We chose the longer path, not to avoid consequences but to refuse normalising a system that legitimises harm while punishing those who act to prevent it. Our legal team has submitted a body of documentation demonstrating: The essential role whales play in marine ecosystems and biodiversity regulation. That the continuation of the hunt constitutes a violation of Iceland’s own animal welfare legislation by permitting practices that cause prolonged suffering. That whaling places Iceland in breach of its international legal obligations. Within this context of documented ecological harm, domestic legal violations, and international non-compliance, acts of nonviolent civil disobedience cannot be understood as criminal behaviour. Rather, they emerge as a legitimate civic response and, arguably, a human rights protected obligation to defend life and the environment, when institutional accountability has demonstrably failed. This understanding of civil disobedience is neither radical nor new. It is not a call to disorder, but as a demand that conscience remain active when law is misapplied or ignored. Martin Luther King Jr. drew a clear distinction between law itself and its abuse: „One has not only a legal but a moral responsibility to obey just laws. Conversely, one has a moral responsibility to disobey unjust laws.” In the case of whaling in Iceland, the injustice does not lie in the text of the law, but in its non-enforcement. When a competent authority determines that an activity causes unlawful suffering, yet the state continues to permit it, legality becomes performative rather than real. The law remains on paper while harm continues in practice. As a result, civil disobedience is an insistence that law must mean what it says, that evidence must matter, and that legality without enforcement is no legality at all. The central question is therefore not whether protest is disruptive. The question is what it means for a legal system when citizens are punished for drawing attention to violations the state itself has already acknowledged. This is precisely why civil disobedience and the right to protest are foundational to any democratic society. When institutional channels fail, peaceful protest functions as a corrective mechanism, not a threat. The European Court of Human Rights has repeatedly affirmed that peaceful protest even when disruptive enjoys heightened protection, and that states have a positive obligation not only to tolerate such expression, but to safeguard it. Punishing individuals for non-violent protest aimed at preventing unlawful harm erodes democratic accountability and weakens the rule of law rather than protecting it. I accept the consequences of this protest without hesitation. Yet I stand not alone, but with the conscience of a society that knows democracy is measured by what it protects. I will stand tall, strengthened by the Icelandic community that has taught me the deepest values of this society: responsibility toward nature, and the right of ordinary people to speak when power fails. I stand firmly to defend the right to” protect life”, against the man who repeatedly goes to court to defend his right to “taking life”. Court is open to public. Join us . Anahita Sahar Babaei Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Dómsmál Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þann 22. janúar næstkomandi munum við Elissa standa fyrir dómstólum fyrir að verja líf. Þar munum við sitja augliti til auglitis við Kristján Loftsson, manni sem hagnast á því að taka líf. Samt erum það við sem stöndum frammi fyrir refsingu. Kristján óskaði eftir því að fá að skila skriflegri greinargerð í stað þess að mæta í dómsal, þar sem hann átti að vera fyrir öðrum dómstóli á Vesturlandi sama dag. Þar höfðaði hann mál gegn íslenska ríkinu vegna þess að hvalveiðar höfðu verið stöðvaðar tímabundið á grundvelli laga um velferð dýra. Það var einmitt þegar þær hófust á ný sem við mótmæltum. Dómarinn hafnaði þó þeirri beiðni Kristjáns og er honum gert að mæta. Þetta er ekki hægt að kalla tilviljun, heldur er þetta mergur málsins. Maðurinn krefst þess að fá að halda áfram að drepa hvali í tveimur dómstólum landsins á sama degi. Á sama tíma og tveir einstaklingar eru sóttir til saka fyrir að stöðva hann þegar lögin gerðu það ekki. Hvalveiðar hófust á ný þrátt fyrir opinberar niðurstöður að veiðarnar uppfylltu ekki lög um velferð dýra, þrátt fyrir andstöðu almennings og lagalegar leiðir höfðu verið fullreyndar. Þegar kerfi bregðast og laganna rammi verndar þá sem valda skaða færist ábyrgðin. Kerfisleiðir höfðu verið reyndar án árangurs og löggjafinn virtist ófær um að framfylgja lögum um velferð dýra. Við stóðum frammi fyrir siðferðilegu álitamáli og okkur Elissu fannst við ekki eiga annarra kosta völ en að setja líkama okkar á milli sprengiskutlanna og hvalanna. Ég var ekki að mótmæla vegna þess að ég er á móti réttarríkinu.Ég mótmælti vegna þess að ég trúi því að lögin eigi að vernda líf. Þegar stofnanir bregðast því hlutverki sínu að vernda þá sem minna mega sín, hvort sem um er að ræða menn eða dýr, hverfur ábyrgðin ekki. Hún færist.Þennan dag færðist hún á okkur. Þegar ríkið heimilar iðju sem jafnvel þeirra eigin sérfræðingar meta að uppfylli ekki markmið laga er borgaraleg óhlýðni ekki til þess gerð að hafna lögunum, heldur ákall til þeirra. Jafnvel vörn fyrir þau.Eftir handtöku okkar stóðum við Elissa frammi fyrir tveimur valkostum: að greiða sekt og játa formlega sök eða fara með málið fyrir dómstóla. Við völdum lengri leiðina, ekki til að forðast afleiðingar, heldur til að hafna kerfi sem réttlætir skaða en refsar þeim sem reyna að koma í veg fyrir hann . Lögmenn okkar hafa lagt fram ítarleg gögn sem sýna meðal annars: lykilhlutverk sem hvalir gegna í vistkerfum hafsins og viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni, að hvalveiðar feli í sér brot á lögum um velferð dýra, þar sem veiðiaðferðir valda langvarandi og miklum þjáningum, og að Ísland sé brotlegt gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum sínum vegna hvalveiða. Í þessu samhengi ætti borgaraleg óhlýðni ekki að teljast refsiverð. Þvert á móti birtist hún sem réttmæt viðbrögð og jafnvel, að sumra mati, sem borgaraleg skylda til að verja líf og umhverfi þegar kerfin sem eiga að gera það hafa brugðist. Þessi skilningur á borgaralegri óhlýðni er hvorki nýr né róttækur. Borgarleg óhlýðni er ekki ákall um ringulreið, heldur krafa um réttlæti þegar lög eru rangt notuð eða hunsuð. Martin Luther King jr. gerði skýran greinarmun á lögunum sjálfum og misnotkun þeirra: „Maður hefur ekki aðeins lagalega, heldur einnig siðferðilega skyldu til að hlýða réttlátum lögum. Á sama hátt hefur maður siðferðilega skyldu til að óhlýðnast óréttlátum lögum.” Þegar kemur að hvalveiðum á Íslandi felst óréttlætið ekki í laganna bókstaf, heldur í því að þeim er ekki framfylgt. Þegar komist er að þeirri niðurstöðu að starfsemi valdi ólöglegum þjáningum á sama tíma og hún er heimiluð, verður lögmætið táknrænt fremur en raunverulegt. Lögin standa á blaði, á meðan skaðinn heldur áfram í framkvæmd. Borgaraleg óhlýðni verður þá krafa um að lögin þýði það sem þau segja, að sönnunargögn skipti máli og að lög án framfylgdar séu ekki lög. Aðalatriðið er því ekki hvort mótmæli séu truflandi, heldur hvað þau segja um réttarkerfi þegar fólki er refsað fyrir að benda á brot sem ríkið sjálft hefur þegar viðurkennt. Einmitt þess vegna eru borgaraleg óhlýðni og rétturinn til mótmæla grundvallarstoðir hvers lýðræðissamfélags. Þegar aðrar leiðir bregðast, gegna friðsamleg mótmæli leiðréttandi hlutverki. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ítrekað staðfest að friðsamleg mótmæli, jafnvel þegar þau raska hefðbundnu skipulagi, njóti ríkrar verndar og að ríki beri ekki aðeins að umbera slíka tjáningu, heldur einnig að vernda hana. Að refsa einstaklingum fyrir friðsamleg mótmæli sem miða að því að koma í veg fyrir skaða grefur undan lýðræðislegri ábyrgð og veikir réttarríkið, í stað þess að vernda það. Ég tek afleiðingum mótmælaaðgerða minna án þess að hika. Ég er ekki ein, heldur með samvisku samfélags sem veit að staða lýðræðis er mæld út frá því sem það verndar. Ég stend keik, með styrk frá íslensku samfélagi sem hefur kennt mér dýpstu gildi þess: ábyrgð gagnvart náttúrunni og rétt almennings til að láta í sér heyra þegar valdið bregst. Ég stend staðföst til að verja réttinn til að vernda líf, gegn manninum sem ítrekað fer fyrir dóm til að verja rétt sinn til að taka líf. Verið welcome að sýna öghre samstöði í Héraðsdómi. Höfundur er listakona og aktívisti. On Trial for Defending Life, Face to Face with Kristján Loftsson On January 22, Elissa and I will stand trial for defending life, face to face with Kristján Loftsson, a man who profits from taking it. And yet, we are the ones facing criminal charges. He asked to submit a written statement instead, explaining that he was due in another court, where he is suing the Icelandic state for pausing whaling because it violated animal welfare law, the same pause we protested when it was lifted. The judge refused. He will be there. That coincidence is not incidental; it is the case itself. A man demanding the right to continue killing whales in two courtrooms across the country, in one day. And two people prosecuted for stopping him when the law would not. Whaling resumed despite official findings of illegality, despite public opposition, and despite every legal channel being exhausted. When enforcement failed and law became permission for harm, responsibility moved. We placed our bodies between the harpoons and the whales not violently, not recklessly, but because there was nothing left between legality and killing except us. I did not decide to protest because I oppose the rule of law. I did so because I believe the law must serve life. When institutions fail to protect the vulnerable human or non-human, responsibility does not disappear. It moves. And on that day, it moved to us. When a State authorises conduct that its own experts deem unlawful, the ordinary avenues of accountability collapse. In such circumstances, civil disobedience is not a rejection of the law, but an appeal to it, even a defence of it. After our arrest, Elissa and I were presented with two options: to pay a penalty and formally admit guilt, or to take the case to court. We chose the longer path, not to avoid consequences but to refuse normalising a system that legitimises harm while punishing those who act to prevent it. Our legal team has submitted a body of documentation demonstrating: The essential role whales play in marine ecosystems and biodiversity regulation. That the continuation of the hunt constitutes a violation of Iceland’s own animal welfare legislation by permitting practices that cause prolonged suffering. That whaling places Iceland in breach of its international legal obligations. Within this context of documented ecological harm, domestic legal violations, and international non-compliance, acts of nonviolent civil disobedience cannot be understood as criminal behaviour. Rather, they emerge as a legitimate civic response and, arguably, a human rights protected obligation to defend life and the environment, when institutional accountability has demonstrably failed. This understanding of civil disobedience is neither radical nor new. It is not a call to disorder, but as a demand that conscience remain active when law is misapplied or ignored. Martin Luther King Jr. drew a clear distinction between law itself and its abuse: „One has not only a legal but a moral responsibility to obey just laws. Conversely, one has a moral responsibility to disobey unjust laws.” In the case of whaling in Iceland, the injustice does not lie in the text of the law, but in its non-enforcement. When a competent authority determines that an activity causes unlawful suffering, yet the state continues to permit it, legality becomes performative rather than real. The law remains on paper while harm continues in practice. As a result, civil disobedience is an insistence that law must mean what it says, that evidence must matter, and that legality without enforcement is no legality at all. The central question is therefore not whether protest is disruptive. The question is what it means for a legal system when citizens are punished for drawing attention to violations the state itself has already acknowledged. This is precisely why civil disobedience and the right to protest are foundational to any democratic society. When institutional channels fail, peaceful protest functions as a corrective mechanism, not a threat. The European Court of Human Rights has repeatedly affirmed that peaceful protest even when disruptive enjoys heightened protection, and that states have a positive obligation not only to tolerate such expression, but to safeguard it. Punishing individuals for non-violent protest aimed at preventing unlawful harm erodes democratic accountability and weakens the rule of law rather than protecting it. I accept the consequences of this protest without hesitation. Yet I stand not alone, but with the conscience of a society that knows democracy is measured by what it protects. I will stand tall, strengthened by the Icelandic community that has taught me the deepest values of this society: responsibility toward nature, and the right of ordinary people to speak when power fails. I stand firmly to defend the right to” protect life”, against the man who repeatedly goes to court to defend his right to “taking life”. Court is open to public. Join us . Anahita Sahar Babaei
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun