Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar 18. janúar 2026 22:02 Þegar deilan um Kárahnjúkavirkjun stóð sem hæst, fyrir um tuttugu og fimm árum, sagði kollegi minn við mig að hann myndi líta öðruvísi á málið ef við þyrftum virkilega á raforkunni að halda. Síðan þá hefur verið bætt við um 340 MW af nýrri raforkuframleiðslu. Heildarframleiðsla er nú um 2200 MW. Meira er áætlað. Okkur er sagt að við þurfum virkilega á raforkunni að halda, reyndar að það sé skortur. Hvað er í gangi hér? Hver eru þau sem þurfa virkilega á þessu rafmagni að halda? Efnahagslíkanið, sem raforkuframleiðsla heyrir undir, setti Orkumálastjóri fram upp úr miðri síðustu öld. Við eigum að nota náttúruauðlindir okkar, aðallega ár, að ógleymdu landi sem hægt er að sökkva, jarðvarmaforða og nýlega vindorku (sem einnig krefst óafturkræfra breytinga á stórum landsvæðum) til að framleiða rafmagn sem er selt til öflugs erlends fjárfestis. Sá byggir verksmiðju til að framleiða og flytja út verðmæta vöru. Helsta dæmið um slíka vöru er málmur. Nýlega hefur tölvuþjónusta komið nokkuð sterkt fram á sjónarsviðið. Á þennan hátt eru störf sköpuð og tekjur fyrir landið. Raunveruleikinn hefur verið svolítið annar. Vissulega eru störf búin til og þjónusta keypt, en tekjur af útflutningsvörunni hafa oft runnið til erlenda móðurfélagsins, eða kröfuhafa, en á meðal þeirra er oft móðurfélagið sjálft. Þar af leiðir virðist sem fyrirtækið sem er skráð á Íslandi hafi verið rekið með tapi og greiði engan fyrirtækjaskatt. Fyrirtækin sjálf neita þessu ekki en halda því fram að það sé fullkomlega eðlilegt á fyrstu árum eftir að þau taka til starfa. Hvort sem þetta er rétt eða ekki er lokaniðurstaðan sú sama fyrir landið. Þetta mál hefur af og til verið rætt um í fjölmiðlum. Sjá t.d. grein í Iceland Review „Alcoa pays no company tax in Iceland“ frá nóvember 2015 og svar Alcoa í vefsafni þeirra september 2016. Það er einnig rétt að innlendur orkuframleiðandi, í þessu tilfelli Landsvirkjun, hefur grætt nokkuð vel á því að selja rafmagn til erlendra fyrirtækja, þó að upphaflega hafi orkuverð verið svo lágt að það stóð aðeins undir kostnaði og skilaði ekki hagnaði; þetta virðist hafa breyst á undanförnum árum. Málmbræðsla, sem um 75% af raforku okkar fer til, losar mikið af koltvíoxíði. Losun þungaiðnaðar nemur um 40% af losun landsins ef við undanskiljum flug og landnotkun. Ísland er ótrúlega mikið iðnvætt miðað við íbúafjölda og hefur þess vegna langmesta raforkuframleiðslu á mann í heiminum, um tvöfalt meiri en í Noregi og 7 sinnum meðaltal Evrópu. Nýlegra dæmi um þessa stefnu er bygging gagnabanka fyrir tölvuþjónustu. Þar eru eigendur öflugir erlendir aðilar og það er erlendis sem hagnaðurinn myndast (hér á Íslandi kaupa þeir rafmagn og vatn til kælingar). Þrýstingur eykst á okkur að byggja fleiri gagnabanka, svo að við „missum ekki af lestinni í gervigreindarbyltingunni“, klassísk áróðursbrögð. Eftirspurn eftir rafmagni er hugsanlega óendanleg. Orkuþörfin fyrir tölvuþjónustu (hugsið um gervigreind) er að aukast og hún mun líklega gera það án takmarkana. Ef ég væri svo heppinn að geta keypt nokkra ferkílómetra af landi gæti ég auglýst eftir fjárfesti til að byggja vindorkuver, því að nú mega einkaaðilar framleiða og selja raforku. Erlendir fjárfestar myndu grípa tækifærið til að nota íslenska græna raforku til að knýja áfram iðnaðaráform sín. Þó að eftirspurnin eftir rafmagni sé óendanleg er auðlindin sem notuð er til að framleiða hana, íslensk náttúra, takmörkuð. Þar sem meiru og meiru af þessari auðlind er varið til að knýja fyrirtæki í erlendri eigu, verður ósnortin náttura enn verðmætari í sjálfu sér. Þess vegna höfum við Rammaáætlun. Sérfræðinganefnd vegur kosti og galla hvers virkjunarverkefnis, fjárhagslegan ávinning á móti kostnaði við að fórna íslenskri náttúru. Það er nokkuð ógnvekjandi að sjá íslensku ríkisstjórnina ganga gegn niðurstöðum Rammaáætlunar og forgangsraða raforkuframleiðslu fram yfir náttúruvernd. Einnig má gagnrýna Rammaáætlun fyrir að taka ekki tillit til notkunar raforkunnar. Til dæmis er það áhyggjuefni hvort iðnaðurinn sem á að fá orkuna hafi í för með sér umtalsverða losun, en Rammaáætlun segir ekkert um það, jafnvel þótt fyrirhuguð notkun sé þekkt fyrirfram. Hvaða rafmagn þurfum við þá? Augljóslega þurfum við rafmagn fyrir heimili og fyrir léttan iðnað og svo framvegis. Við erum líklega skuldbundin til að sjá þeim þungaiðnaði, sem við höfum nú þegar, fyrir rafmagni. En að fara lengra í þessa átt og fórna meira af dýrmætri náttúru okkar til að knýja nýjan þungaiðnað virðist misráðið. Við höfum vissulega eina mikilvæga skuldbindingu, og hún krefst rafmagns. Hér er átt við orkuskiptin. Til að unnt sé að hætta notkun jarðefnaeldsneytis til að knýja umferð á vegum og létta skipaumferð gæti þurft um 500 MW. Þetta er af sömu stærðargráðu og orkuþörf einnar málmbræðslu. Við höfum alþjóðlega skyldu til að koma þessu í gegn innan mjög fárra ára, reyndar er þetta skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum. Þetta er orkan sem við þurfum. Sérhvert nýtt raforkuverkefni sem ekki beinist að orkuskiptunum gerir okkur erfiðara að ná þeim án þess að skaða frekar íslenska náttúru. Höfundur er stærðfræðingur og prófessor emeritus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar deilan um Kárahnjúkavirkjun stóð sem hæst, fyrir um tuttugu og fimm árum, sagði kollegi minn við mig að hann myndi líta öðruvísi á málið ef við þyrftum virkilega á raforkunni að halda. Síðan þá hefur verið bætt við um 340 MW af nýrri raforkuframleiðslu. Heildarframleiðsla er nú um 2200 MW. Meira er áætlað. Okkur er sagt að við þurfum virkilega á raforkunni að halda, reyndar að það sé skortur. Hvað er í gangi hér? Hver eru þau sem þurfa virkilega á þessu rafmagni að halda? Efnahagslíkanið, sem raforkuframleiðsla heyrir undir, setti Orkumálastjóri fram upp úr miðri síðustu öld. Við eigum að nota náttúruauðlindir okkar, aðallega ár, að ógleymdu landi sem hægt er að sökkva, jarðvarmaforða og nýlega vindorku (sem einnig krefst óafturkræfra breytinga á stórum landsvæðum) til að framleiða rafmagn sem er selt til öflugs erlends fjárfestis. Sá byggir verksmiðju til að framleiða og flytja út verðmæta vöru. Helsta dæmið um slíka vöru er málmur. Nýlega hefur tölvuþjónusta komið nokkuð sterkt fram á sjónarsviðið. Á þennan hátt eru störf sköpuð og tekjur fyrir landið. Raunveruleikinn hefur verið svolítið annar. Vissulega eru störf búin til og þjónusta keypt, en tekjur af útflutningsvörunni hafa oft runnið til erlenda móðurfélagsins, eða kröfuhafa, en á meðal þeirra er oft móðurfélagið sjálft. Þar af leiðir virðist sem fyrirtækið sem er skráð á Íslandi hafi verið rekið með tapi og greiði engan fyrirtækjaskatt. Fyrirtækin sjálf neita þessu ekki en halda því fram að það sé fullkomlega eðlilegt á fyrstu árum eftir að þau taka til starfa. Hvort sem þetta er rétt eða ekki er lokaniðurstaðan sú sama fyrir landið. Þetta mál hefur af og til verið rætt um í fjölmiðlum. Sjá t.d. grein í Iceland Review „Alcoa pays no company tax in Iceland“ frá nóvember 2015 og svar Alcoa í vefsafni þeirra september 2016. Það er einnig rétt að innlendur orkuframleiðandi, í þessu tilfelli Landsvirkjun, hefur grætt nokkuð vel á því að selja rafmagn til erlendra fyrirtækja, þó að upphaflega hafi orkuverð verið svo lágt að það stóð aðeins undir kostnaði og skilaði ekki hagnaði; þetta virðist hafa breyst á undanförnum árum. Málmbræðsla, sem um 75% af raforku okkar fer til, losar mikið af koltvíoxíði. Losun þungaiðnaðar nemur um 40% af losun landsins ef við undanskiljum flug og landnotkun. Ísland er ótrúlega mikið iðnvætt miðað við íbúafjölda og hefur þess vegna langmesta raforkuframleiðslu á mann í heiminum, um tvöfalt meiri en í Noregi og 7 sinnum meðaltal Evrópu. Nýlegra dæmi um þessa stefnu er bygging gagnabanka fyrir tölvuþjónustu. Þar eru eigendur öflugir erlendir aðilar og það er erlendis sem hagnaðurinn myndast (hér á Íslandi kaupa þeir rafmagn og vatn til kælingar). Þrýstingur eykst á okkur að byggja fleiri gagnabanka, svo að við „missum ekki af lestinni í gervigreindarbyltingunni“, klassísk áróðursbrögð. Eftirspurn eftir rafmagni er hugsanlega óendanleg. Orkuþörfin fyrir tölvuþjónustu (hugsið um gervigreind) er að aukast og hún mun líklega gera það án takmarkana. Ef ég væri svo heppinn að geta keypt nokkra ferkílómetra af landi gæti ég auglýst eftir fjárfesti til að byggja vindorkuver, því að nú mega einkaaðilar framleiða og selja raforku. Erlendir fjárfestar myndu grípa tækifærið til að nota íslenska græna raforku til að knýja áfram iðnaðaráform sín. Þó að eftirspurnin eftir rafmagni sé óendanleg er auðlindin sem notuð er til að framleiða hana, íslensk náttúra, takmörkuð. Þar sem meiru og meiru af þessari auðlind er varið til að knýja fyrirtæki í erlendri eigu, verður ósnortin náttura enn verðmætari í sjálfu sér. Þess vegna höfum við Rammaáætlun. Sérfræðinganefnd vegur kosti og galla hvers virkjunarverkefnis, fjárhagslegan ávinning á móti kostnaði við að fórna íslenskri náttúru. Það er nokkuð ógnvekjandi að sjá íslensku ríkisstjórnina ganga gegn niðurstöðum Rammaáætlunar og forgangsraða raforkuframleiðslu fram yfir náttúruvernd. Einnig má gagnrýna Rammaáætlun fyrir að taka ekki tillit til notkunar raforkunnar. Til dæmis er það áhyggjuefni hvort iðnaðurinn sem á að fá orkuna hafi í för með sér umtalsverða losun, en Rammaáætlun segir ekkert um það, jafnvel þótt fyrirhuguð notkun sé þekkt fyrirfram. Hvaða rafmagn þurfum við þá? Augljóslega þurfum við rafmagn fyrir heimili og fyrir léttan iðnað og svo framvegis. Við erum líklega skuldbundin til að sjá þeim þungaiðnaði, sem við höfum nú þegar, fyrir rafmagni. En að fara lengra í þessa átt og fórna meira af dýrmætri náttúru okkar til að knýja nýjan þungaiðnað virðist misráðið. Við höfum vissulega eina mikilvæga skuldbindingu, og hún krefst rafmagns. Hér er átt við orkuskiptin. Til að unnt sé að hætta notkun jarðefnaeldsneytis til að knýja umferð á vegum og létta skipaumferð gæti þurft um 500 MW. Þetta er af sömu stærðargráðu og orkuþörf einnar málmbræðslu. Við höfum alþjóðlega skyldu til að koma þessu í gegn innan mjög fárra ára, reyndar er þetta skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum. Þetta er orkan sem við þurfum. Sérhvert nýtt raforkuverkefni sem ekki beinist að orkuskiptunum gerir okkur erfiðara að ná þeim án þess að skaða frekar íslenska náttúru. Höfundur er stærðfræðingur og prófessor emeritus.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun