Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar 19. janúar 2026 08:42 Lentir þú í því að keyra aftan á næsta bíl í morgunumferðinni? Hélstu að þar með værir þú búinn að fyrirgera öllum rétti til bóta fyrir hálshnykkinn sem fylgdi? Þá er kominn tími til að hugsa málið upp á nýtt. Sú hugmynd að vera „í órétti“ og þar með réttlaus er einn seigasti og dýrkeyptasti misskilningurinn í íslenskum skaðabótarétti. Tökum dæmi: Jón ekur á Suðurlandsbrautinni í hálku. Hann nær ekki að hemla í tæka tíð og lendir á bílnum fyrir framan. Við áreksturinn fær Jón slæman hnykk og finnur upp frá því fyrir stöðugum verkjum í baki. Skömmustulegur yfir klaufaskapnum og sannfærður um að slysið sé alfarið honum að kenna, lætur hann sig dreyma um bætur fyrir allt tapið á starfsgetu og pirringi við að geta ekki lengur sinnt helstu áhugamálum sínum, en sækir þær aldrei, hann var jú í órétti. Jón gerir þar með kostnaðarsöm mistök. Staðreyndin er sú að íslensk löggjöf er hönnuð til að grípa ökumenn eins og Jón. Lögboðin ökutækjatrygging inniheldur nefnilega sérstaka slysatryggingu (slysatrygging ökumanns og eiganda) sem er ætlað að bæta líkamstjón ökumannsins sjálfs, jafnvel þótt hann hafi valdið slysinu. Lykillinn að þessum óvænta bótarétti felst í 1. mgr. 9. gr. laga um ökutækjatryggingar nr. 30/2019. Þar segir að sérhver ökumaður skuli vera tryggður sérstakri slysatryggingu og að tryggingin bæti líkamstjón sem hann verður fyrir, að því gefnu að slysið verði rakið til notkunar ökutækisins. Þetta skilyrði er mikilvægt. Það þýðir að tjónið verður að eiga sér stað á meðan þú ert bókstaflega að nota farartækið – það er að segja við akstur eða aðra eðlilega stjórnun þess. Hnykkurinn sem þú færð við áreksturinn er skólabókardæmi um tjón við notkun ökutækis. Aftur á móti, ef þú dettur og fótbrotnar á leiðinni út í bíl, þá fellur það utan tryggingarinnar, þótt þú hafir verið á leiðinni að nota hann. Undantekningin: Þegar gáleysi er stórkostlegt Auðvitað er þessum bótarétti sett einhver mörk. Tryggingafélög geta lækkað eða fellt niður bætur ef tjónþoli var meðvaldur að tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Hér er nauðsynlegt að skilja muninn á almennu gáleysi og stórkostlegu gáleysi. Dómstólar hafa slegið því föstu að það þurfi mikið til. Það að renna til í hálku er mannlegt, en að aka ölvaður á 150 km/klst í íbúðahverfi getur talist stórkostlegt gáleysi. Lögin gera skýran greinarmun á mistökum, þ.e. almennu gáleysi og stórkostlegu gáleysi. Fyrir flesta ökumenn sem gera einföld mistök í umferðinni, eins og Jón í dæminu okkar, stendur bótarétturinn því óhaggaður. Fjárhæðirnar: Skaðabótalögin taka við Þegar rétturinn til bóta hefur verið staðfestur er næsta skref að reikna út fjárhæðina. Þá er litið til skaðabótalaga nr. 50/1993. Ef bakverkir Jóns reynast varanlegir gæti hann átt rétt á eftirfarandi bótaliðum: Varanlegur miski: Plástur á sárið fyrir ófjárhagslegt tjón – þ.e. verki, óþægindi og skert lífsgæði. Varanleg örorka: Bætur fyrir framtíðartekjutap ef meiðslin hafa áhrif á starfsgetu. Þá má ekki gleyma tímabundnu atvinnutjóni og þjáningabótum meðan á óvinnufærni stendur. Niðurstaðan er því einföld: Ekki afskrifa rétt þinn fyrirfram. Þótt þú hafir verið „sökudólgurinn“ í umferðinni þýðir það ekki að þú sért réttlaus þegar kemur að þínu eigin líkamstjóni. Slysatrygging ökumanns er til staðar einmitt til að vernda þig. Það er því lykilatriði að leita alltaf upplýsinga um rétt sinn eftir slys, óháð því hver bar sökina. Ráðfærðu þig við sérfræðing í bótarétti áður en þú afskrifar þinn rétt til bóta. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Lentir þú í því að keyra aftan á næsta bíl í morgunumferðinni? Hélstu að þar með værir þú búinn að fyrirgera öllum rétti til bóta fyrir hálshnykkinn sem fylgdi? Þá er kominn tími til að hugsa málið upp á nýtt. Sú hugmynd að vera „í órétti“ og þar með réttlaus er einn seigasti og dýrkeyptasti misskilningurinn í íslenskum skaðabótarétti. Tökum dæmi: Jón ekur á Suðurlandsbrautinni í hálku. Hann nær ekki að hemla í tæka tíð og lendir á bílnum fyrir framan. Við áreksturinn fær Jón slæman hnykk og finnur upp frá því fyrir stöðugum verkjum í baki. Skömmustulegur yfir klaufaskapnum og sannfærður um að slysið sé alfarið honum að kenna, lætur hann sig dreyma um bætur fyrir allt tapið á starfsgetu og pirringi við að geta ekki lengur sinnt helstu áhugamálum sínum, en sækir þær aldrei, hann var jú í órétti. Jón gerir þar með kostnaðarsöm mistök. Staðreyndin er sú að íslensk löggjöf er hönnuð til að grípa ökumenn eins og Jón. Lögboðin ökutækjatrygging inniheldur nefnilega sérstaka slysatryggingu (slysatrygging ökumanns og eiganda) sem er ætlað að bæta líkamstjón ökumannsins sjálfs, jafnvel þótt hann hafi valdið slysinu. Lykillinn að þessum óvænta bótarétti felst í 1. mgr. 9. gr. laga um ökutækjatryggingar nr. 30/2019. Þar segir að sérhver ökumaður skuli vera tryggður sérstakri slysatryggingu og að tryggingin bæti líkamstjón sem hann verður fyrir, að því gefnu að slysið verði rakið til notkunar ökutækisins. Þetta skilyrði er mikilvægt. Það þýðir að tjónið verður að eiga sér stað á meðan þú ert bókstaflega að nota farartækið – það er að segja við akstur eða aðra eðlilega stjórnun þess. Hnykkurinn sem þú færð við áreksturinn er skólabókardæmi um tjón við notkun ökutækis. Aftur á móti, ef þú dettur og fótbrotnar á leiðinni út í bíl, þá fellur það utan tryggingarinnar, þótt þú hafir verið á leiðinni að nota hann. Undantekningin: Þegar gáleysi er stórkostlegt Auðvitað er þessum bótarétti sett einhver mörk. Tryggingafélög geta lækkað eða fellt niður bætur ef tjónþoli var meðvaldur að tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Hér er nauðsynlegt að skilja muninn á almennu gáleysi og stórkostlegu gáleysi. Dómstólar hafa slegið því föstu að það þurfi mikið til. Það að renna til í hálku er mannlegt, en að aka ölvaður á 150 km/klst í íbúðahverfi getur talist stórkostlegt gáleysi. Lögin gera skýran greinarmun á mistökum, þ.e. almennu gáleysi og stórkostlegu gáleysi. Fyrir flesta ökumenn sem gera einföld mistök í umferðinni, eins og Jón í dæminu okkar, stendur bótarétturinn því óhaggaður. Fjárhæðirnar: Skaðabótalögin taka við Þegar rétturinn til bóta hefur verið staðfestur er næsta skref að reikna út fjárhæðina. Þá er litið til skaðabótalaga nr. 50/1993. Ef bakverkir Jóns reynast varanlegir gæti hann átt rétt á eftirfarandi bótaliðum: Varanlegur miski: Plástur á sárið fyrir ófjárhagslegt tjón – þ.e. verki, óþægindi og skert lífsgæði. Varanleg örorka: Bætur fyrir framtíðartekjutap ef meiðslin hafa áhrif á starfsgetu. Þá má ekki gleyma tímabundnu atvinnutjóni og þjáningabótum meðan á óvinnufærni stendur. Niðurstaðan er því einföld: Ekki afskrifa rétt þinn fyrirfram. Þótt þú hafir verið „sökudólgurinn“ í umferðinni þýðir það ekki að þú sért réttlaus þegar kemur að þínu eigin líkamstjóni. Slysatrygging ökumanns er til staðar einmitt til að vernda þig. Það er því lykilatriði að leita alltaf upplýsinga um rétt sinn eftir slys, óháð því hver bar sökina. Ráðfærðu þig við sérfræðing í bótarétti áður en þú afskrifar þinn rétt til bóta. Höfundur er lögmaður.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun