Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar 22. janúar 2026 08:01 Þegar ég komst að því að íslenska tungan væri til var ég 12 ára gömul að horfa á sjónvarpsþáttinn Music Choice. Lagið „Little Talks“ var nýorðið vinsælt erlendis og á þessum örlagaríka degi heima í stofu í Bandaríkjunum sat litla ég heilluð af smáa letrinu með skemmtilegu stöfunum földum í horni skjásins : „Meðlimir Of Monsters and Men eru Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallsson…“ Á þessu tímabili hafði ég verið að daðra við hugmyndina að læra annað tungumál. Umsjónarkennarinn minn í sjötta bekk kenndi okkur latínu í tvær vikur á meðan við lærðum um Rómaveldið og árið áður hafði ég lært nóg af hollensku til þess að skrifa dagbók sem hnýsni litli bróðir minn gæti ekki skilið. En á þessu augnabliki þegar ég starði á þennan undarlega bókstaf sem var næstum því P en ekki alveg, rann upp fyrir mér að ég væri að stara á örlögin mín: til þess að verða sú einkennilega manneskja sem mig dreymdi um að vera, þurfti ég að læra íslensku. Tólf árum seinna tala ég góða íslensku. Mörg af mínum lengstu og kærustu vinasamböndum eru með Íslendingum sem ég hitti ýmist á netinu eða þegar ég hef komið til landsins að heimsækja netvini mína. Í öllum þeim heimsóknum var ég ákveðin í að eignast sem flesta vini og bæta mig í íslenskunni og mætti í kennslustundir í Háteigsskóla og seinna í MH í þeim tilgangi. Einnig hef ég myndað stórt tengslanet með öðrum Íslandsvinum og Íslendingum sem búa nálægt mér. Ég komst einungis eins langt og ég gerði vegna heppni og forréttinda. Allt efnið á Icelandic Online vefsíðunni var ókeypis á þeim tíma. Flestar flugferðir mínar voru fjármagnaðar af stjörfum fjölskyldumeðlimum í gegnum lággjaldaflugfélagið Wow Air (megi það hvíla í friði). Auk þess að fá fría gistingu fékk ég gefins alls konar bækur og geisladiska frá vinum mínum, foreldrum þeirra og góðhjörtuðum íslenskum kennara. Ég sökkti mér í íslenska tónlistarmenningu, þýddi lagatexta og fylgdi lítið þekktum hljómsveitum á samfélagsmiðlum. Stærstu forréttindin voru án efa að sem hvítur bandarískur unglingur að læra tungumálið til gamans lenti ég ekki i sömu tungumálafordómum og margir innflytjendur og einstaklingar með dekkri hörund á Íslandi. Í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hefur verið í kringum íslenskuna síðustu árin og út frá minni ódæmigerðu reynslu með tungumálið vakna nokkrar mikilvægar spurningar: Af hverju tókst mér að læra íslensku? Hvernig á að hvetja annað fólk til að læra og tala tungumálið? Og hvað vantar upp á hjá íslensku ríkisstjórninni? Undanfarin sex ár hef ég búið í Kvíbekk (e. Quebec), eina frönskumælandi héraðinu í Kanada. Þó svo að íbúafjöldi Kvíbekks er 23 sinnum stærri en íbúafjöldi Íslands, og áætlaður fjöldi frönskumælanda sé yfir 100 þúsund sinnum stærri en fjöldi íslenskumælanda, upplifa íbúar Kvíbekk sambærilega ógn við tungumál sitt og Íslendingar. Eins og á Íslandi hefur fjöldi innflytjenda í Kvíbekk sem tala ekki tungumálið stóraukist, bæði frá öðrum þjóðum og frá öðrum hlutum Kanada. Eins og á Íslandi er menningarlífið í Kvíbekk gegnsýrt af tónlist, sjónvarpsefni og kvikmyndum á ensku. Eins og á Íslandi er túrismi arðbær. Hins vegar, ólíkt Íslandi hefur Kvíbekk, með öllum þeim kostum og ókostum sem fylgja, verið mjög framsækið og ákveðið í að efla notkun frönsku. Stjórnvöld Kvíbekks bjóða innflytjendum upp á ókeypis frönskunámskeið sem fylgir oft með fjárhagsaðstoð. Í apríl 2024 tilkynntu stjórnvöld í Kvíbekk að þau hyggðust fjárfesta um það bil 54 milljörðum króna í eflingu frönsku á næstu fimm árum, 16,8 milljarðar tileinkaðir auknu aðgengi að frönskum fjölmiðlum á streymisveitum. Algeng sjón í Kvíbekk eru límmiðar utan á búðum þar sem beðið er um þolinmæði frá viðskiptavinum vegna þess að búðareigandinn er að læra frönsku. Hins vegar líða samfélög í héraðinu sem eru ekki frönskumælandi fyrir þessa áherslu á frönsku. Þeir sem tala ensku sem móðurmál og eru afkomendur enskra landnema sem settust að á svæðinu á svipuðum tíma og franskir landnemar, skortir ákveðna þjónustu og úrræði á ensku sem frönskumálhafar fá. Mér er minnisstætt þegar ég var á bráðamóttökunni og talaði við kanadískan mann sem talaði enga frönsku á meðan við biðum eftir að fá þjónustu. Ég talaði frönsku í móttökunni og beið í um þrjár klukkustundir þegar hann hafði beðið í tíu; það var engin tilbúin að sinna honum á ensku. Samt þegar hjúkrunarfræðingurinn minn áttaði sig á því að franska væri ekki móðurmál mitt skipti hann yfir í ensku án vandræða. Kaldhæðnin eykst vegna hverfandi áherslu í að friðlýsa og að forgangsraða tungumálin töluðu af frumbyggjum í héraðinu. Þó að Kvíbekk sé með stærsta íbúafjölda sem talar innfædd tungumál á landinu hefur ríkisstjórnin aðeins lagt til 28,66 milljarða króna í tungumála- og menningar varðveitingu og uppbyggingu hjá frumbyggjusamfélögum, um það bili hálft fjármagnið sem fer í frönsku. En það er sérstaklega fyrirlitlegt að kanadíska ríkið velji að fjármagna frönsku umfram tungumál frumbyggja í ljósi alls þess hryllings sem kanadíska ríkið hefur gert frumbyggjum Kanada og tungumálum þeirra og menningu. Í meira 160 ár stálu kristnar stofnanir fjármagnaðar af ríkinu börnum frumbyggja frá heimilum þeirra og fóru með þau í heimavistarskóla til að „endurmennta” þau. Í þessum skólum var börnum refsað með grófu ofbeldi fyrir að iðka sínar hefðir og trú. Fjöldagrafir fyrir þessi börn eru enn í dag að uppgötvast. Eftir lokun síðasta heimavistarskólans árið 1997 þrýstu aktívistar á Kanadamenn að viðurkenna opinberlega hlutverk sitt í þjóðarmorðinu. Þessir aðgerðir voru og eru enn lykilatriði í verndun og eflingu tungumála og menninga frumbyggja, einkum í gegn notkunni lists og bókmenntanna. Inúíti söngvarinn Elispie, sem syngur á Inuktitut, spilaði á Iceland Airwaves árið 2023. Uppbygging og vernd íslenska tungumálsins veltir líka á fjárfestingum í menningarlífinu. Þegar listamenn sem syngja á öðrum tungumálum en ensku öðlast vinsældir fær fólk sem er fjarlægt menningunni áhuga á henni og læra í kjölfarið tungumálið. Hljómsveitir eins og BTS og Bad Bunny hafa aukið aðsókn í kóresku og spænsku tímum með beinum hætti, í gegnum aðdáendur sem vissu lítið eða ekkert um þessa menningu áður en þau uppgötvuðu tónlistina. Það gagnast líka þeim sem tala nú þegar tungumálið þegar tónlistarmenn koma fram á íslensku. Frá því að írskumælandi rapphljómsveitin Kneecap fór á kreik á síðasta árið hefur áhugi á gelísku aukist gríðarlega, sérstaklega meðal írskra ungmenna. Ef Íslendingar myndu hvetja íslenska söngvara með alþjóðlegan hljómgrunn eins og Laufey eða Of Monsters and Men til að gefa út lög eða íslenskar útgáfur af lögum myndi áhuginn á tungumálinu aukast bæði innan- og utanlands. Aðgengilegri íslenskir fjölmiðlar á alþjóðavettvangi myndi einnig stuðla að vexti tungumálsins. Á þeim áratug sem ég lærði íslensku hitti ég marga Íslendinga sem ólust upp erlendis og tala þá smá íslensku eða enga. Þótt þau hafi áhuga á að læra og tengjast menningu sinni, þá gerir skortur á námsefni sem þeim er tiltækt það nær ómögulegt að læra eða viðhalda góðri íslenskukunnáttu. Nýir foreldrar búsettir erlendis basla við að veita börnum áhugavert og vinsælt myndefni á íslenskri tungu. Ef íslenskir sjónvarpsþættir og kvikmyndir væru aðgengilegri á streymisveitum á netinu gætu fleiri Íslendingar erlendis haldið í menningu sína og tungumál. Og álíka „Kneecapsáhrifin“ (e. the Kneecap Effect) á Írlandi, myndi aukning á íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum á alþjóðavettvangi auka „svala“ tungumálsins í alþjóðamenningu og einnig hjálpa Íslendingum erlendis að viðhalda kunnáttu sinni. Sem tungumálanemandi er ótrúlega auðvelt að skammast sín fyrir hreiminn sinn. Hreimurinn minn er stundum svo þykkur að fólk á erfitt með að skilja mig. En það er alltaf betra að tala með hreim en að segja ekki neitt. Svo talaðu vitlaust. Gerðu mistök. Skiptu yfir í ensku ef þarf. En verið stolt af ykkar mistökum. Af hreiminum. Það er sönnun vinnuhörkunnar og styrktar manns. Og láttu vita að þú sért að læra. Ef Íslendingur vill í alvörunni vernda tungumálið sitt þá verður hann læra að skilja fólk sem talar með hreim. Ofan á þetta allt saman, ólíkt sumum löndum eins og Bandaríkjunum eru næstum allir Íslendingar fjöltyngdir, sem þýðir að þeir ættu að geta haft samúð með öllum þeim erfiðleikum sem fylgja því að læra nýtt tungumál. Hvort sem það er enska, danska, eða eitt af mörgum öðrum tungumálum kennt í íslenskum skólum, skilja allir reynsluna að læra önnur tungumál. Sem Íslendingur er best að hafa þolinmæði, sveigjanleika og forvitni í huga. Ég og einn af uppáhalds viðskiptavinunum mínum úr þjónustustarfinu mínu urðum nánar því ég talaði við hana á lélegri spænsku og hún við mig að lélegri frönsku. Og þó svo að margar samræður okkar endi á ensku, gáfum við hvor annarri jákvæða reynslu í að læra og að vera. Að gera það sama lætur mann bæði bjarga íslensku og tengjast við aðra í samfélaginu sínu. Höfundur er blaðamaður og Íslandsvinur sem búsettur er í Kanada. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég komst að því að íslenska tungan væri til var ég 12 ára gömul að horfa á sjónvarpsþáttinn Music Choice. Lagið „Little Talks“ var nýorðið vinsælt erlendis og á þessum örlagaríka degi heima í stofu í Bandaríkjunum sat litla ég heilluð af smáa letrinu með skemmtilegu stöfunum földum í horni skjásins : „Meðlimir Of Monsters and Men eru Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Ragnar Þórhallsson…“ Á þessu tímabili hafði ég verið að daðra við hugmyndina að læra annað tungumál. Umsjónarkennarinn minn í sjötta bekk kenndi okkur latínu í tvær vikur á meðan við lærðum um Rómaveldið og árið áður hafði ég lært nóg af hollensku til þess að skrifa dagbók sem hnýsni litli bróðir minn gæti ekki skilið. En á þessu augnabliki þegar ég starði á þennan undarlega bókstaf sem var næstum því P en ekki alveg, rann upp fyrir mér að ég væri að stara á örlögin mín: til þess að verða sú einkennilega manneskja sem mig dreymdi um að vera, þurfti ég að læra íslensku. Tólf árum seinna tala ég góða íslensku. Mörg af mínum lengstu og kærustu vinasamböndum eru með Íslendingum sem ég hitti ýmist á netinu eða þegar ég hef komið til landsins að heimsækja netvini mína. Í öllum þeim heimsóknum var ég ákveðin í að eignast sem flesta vini og bæta mig í íslenskunni og mætti í kennslustundir í Háteigsskóla og seinna í MH í þeim tilgangi. Einnig hef ég myndað stórt tengslanet með öðrum Íslandsvinum og Íslendingum sem búa nálægt mér. Ég komst einungis eins langt og ég gerði vegna heppni og forréttinda. Allt efnið á Icelandic Online vefsíðunni var ókeypis á þeim tíma. Flestar flugferðir mínar voru fjármagnaðar af stjörfum fjölskyldumeðlimum í gegnum lággjaldaflugfélagið Wow Air (megi það hvíla í friði). Auk þess að fá fría gistingu fékk ég gefins alls konar bækur og geisladiska frá vinum mínum, foreldrum þeirra og góðhjörtuðum íslenskum kennara. Ég sökkti mér í íslenska tónlistarmenningu, þýddi lagatexta og fylgdi lítið þekktum hljómsveitum á samfélagsmiðlum. Stærstu forréttindin voru án efa að sem hvítur bandarískur unglingur að læra tungumálið til gamans lenti ég ekki i sömu tungumálafordómum og margir innflytjendur og einstaklingar með dekkri hörund á Íslandi. Í ljósi allrar þeirrar umræðu sem hefur verið í kringum íslenskuna síðustu árin og út frá minni ódæmigerðu reynslu með tungumálið vakna nokkrar mikilvægar spurningar: Af hverju tókst mér að læra íslensku? Hvernig á að hvetja annað fólk til að læra og tala tungumálið? Og hvað vantar upp á hjá íslensku ríkisstjórninni? Undanfarin sex ár hef ég búið í Kvíbekk (e. Quebec), eina frönskumælandi héraðinu í Kanada. Þó svo að íbúafjöldi Kvíbekks er 23 sinnum stærri en íbúafjöldi Íslands, og áætlaður fjöldi frönskumælanda sé yfir 100 þúsund sinnum stærri en fjöldi íslenskumælanda, upplifa íbúar Kvíbekk sambærilega ógn við tungumál sitt og Íslendingar. Eins og á Íslandi hefur fjöldi innflytjenda í Kvíbekk sem tala ekki tungumálið stóraukist, bæði frá öðrum þjóðum og frá öðrum hlutum Kanada. Eins og á Íslandi er menningarlífið í Kvíbekk gegnsýrt af tónlist, sjónvarpsefni og kvikmyndum á ensku. Eins og á Íslandi er túrismi arðbær. Hins vegar, ólíkt Íslandi hefur Kvíbekk, með öllum þeim kostum og ókostum sem fylgja, verið mjög framsækið og ákveðið í að efla notkun frönsku. Stjórnvöld Kvíbekks bjóða innflytjendum upp á ókeypis frönskunámskeið sem fylgir oft með fjárhagsaðstoð. Í apríl 2024 tilkynntu stjórnvöld í Kvíbekk að þau hyggðust fjárfesta um það bil 54 milljörðum króna í eflingu frönsku á næstu fimm árum, 16,8 milljarðar tileinkaðir auknu aðgengi að frönskum fjölmiðlum á streymisveitum. Algeng sjón í Kvíbekk eru límmiðar utan á búðum þar sem beðið er um þolinmæði frá viðskiptavinum vegna þess að búðareigandinn er að læra frönsku. Hins vegar líða samfélög í héraðinu sem eru ekki frönskumælandi fyrir þessa áherslu á frönsku. Þeir sem tala ensku sem móðurmál og eru afkomendur enskra landnema sem settust að á svæðinu á svipuðum tíma og franskir landnemar, skortir ákveðna þjónustu og úrræði á ensku sem frönskumálhafar fá. Mér er minnisstætt þegar ég var á bráðamóttökunni og talaði við kanadískan mann sem talaði enga frönsku á meðan við biðum eftir að fá þjónustu. Ég talaði frönsku í móttökunni og beið í um þrjár klukkustundir þegar hann hafði beðið í tíu; það var engin tilbúin að sinna honum á ensku. Samt þegar hjúkrunarfræðingurinn minn áttaði sig á því að franska væri ekki móðurmál mitt skipti hann yfir í ensku án vandræða. Kaldhæðnin eykst vegna hverfandi áherslu í að friðlýsa og að forgangsraða tungumálin töluðu af frumbyggjum í héraðinu. Þó að Kvíbekk sé með stærsta íbúafjölda sem talar innfædd tungumál á landinu hefur ríkisstjórnin aðeins lagt til 28,66 milljarða króna í tungumála- og menningar varðveitingu og uppbyggingu hjá frumbyggjusamfélögum, um það bili hálft fjármagnið sem fer í frönsku. En það er sérstaklega fyrirlitlegt að kanadíska ríkið velji að fjármagna frönsku umfram tungumál frumbyggja í ljósi alls þess hryllings sem kanadíska ríkið hefur gert frumbyggjum Kanada og tungumálum þeirra og menningu. Í meira 160 ár stálu kristnar stofnanir fjármagnaðar af ríkinu börnum frumbyggja frá heimilum þeirra og fóru með þau í heimavistarskóla til að „endurmennta” þau. Í þessum skólum var börnum refsað með grófu ofbeldi fyrir að iðka sínar hefðir og trú. Fjöldagrafir fyrir þessi börn eru enn í dag að uppgötvast. Eftir lokun síðasta heimavistarskólans árið 1997 þrýstu aktívistar á Kanadamenn að viðurkenna opinberlega hlutverk sitt í þjóðarmorðinu. Þessir aðgerðir voru og eru enn lykilatriði í verndun og eflingu tungumála og menninga frumbyggja, einkum í gegn notkunni lists og bókmenntanna. Inúíti söngvarinn Elispie, sem syngur á Inuktitut, spilaði á Iceland Airwaves árið 2023. Uppbygging og vernd íslenska tungumálsins veltir líka á fjárfestingum í menningarlífinu. Þegar listamenn sem syngja á öðrum tungumálum en ensku öðlast vinsældir fær fólk sem er fjarlægt menningunni áhuga á henni og læra í kjölfarið tungumálið. Hljómsveitir eins og BTS og Bad Bunny hafa aukið aðsókn í kóresku og spænsku tímum með beinum hætti, í gegnum aðdáendur sem vissu lítið eða ekkert um þessa menningu áður en þau uppgötvuðu tónlistina. Það gagnast líka þeim sem tala nú þegar tungumálið þegar tónlistarmenn koma fram á íslensku. Frá því að írskumælandi rapphljómsveitin Kneecap fór á kreik á síðasta árið hefur áhugi á gelísku aukist gríðarlega, sérstaklega meðal írskra ungmenna. Ef Íslendingar myndu hvetja íslenska söngvara með alþjóðlegan hljómgrunn eins og Laufey eða Of Monsters and Men til að gefa út lög eða íslenskar útgáfur af lögum myndi áhuginn á tungumálinu aukast bæði innan- og utanlands. Aðgengilegri íslenskir fjölmiðlar á alþjóðavettvangi myndi einnig stuðla að vexti tungumálsins. Á þeim áratug sem ég lærði íslensku hitti ég marga Íslendinga sem ólust upp erlendis og tala þá smá íslensku eða enga. Þótt þau hafi áhuga á að læra og tengjast menningu sinni, þá gerir skortur á námsefni sem þeim er tiltækt það nær ómögulegt að læra eða viðhalda góðri íslenskukunnáttu. Nýir foreldrar búsettir erlendis basla við að veita börnum áhugavert og vinsælt myndefni á íslenskri tungu. Ef íslenskir sjónvarpsþættir og kvikmyndir væru aðgengilegri á streymisveitum á netinu gætu fleiri Íslendingar erlendis haldið í menningu sína og tungumál. Og álíka „Kneecapsáhrifin“ (e. the Kneecap Effect) á Írlandi, myndi aukning á íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum á alþjóðavettvangi auka „svala“ tungumálsins í alþjóðamenningu og einnig hjálpa Íslendingum erlendis að viðhalda kunnáttu sinni. Sem tungumálanemandi er ótrúlega auðvelt að skammast sín fyrir hreiminn sinn. Hreimurinn minn er stundum svo þykkur að fólk á erfitt með að skilja mig. En það er alltaf betra að tala með hreim en að segja ekki neitt. Svo talaðu vitlaust. Gerðu mistök. Skiptu yfir í ensku ef þarf. En verið stolt af ykkar mistökum. Af hreiminum. Það er sönnun vinnuhörkunnar og styrktar manns. Og láttu vita að þú sért að læra. Ef Íslendingur vill í alvörunni vernda tungumálið sitt þá verður hann læra að skilja fólk sem talar með hreim. Ofan á þetta allt saman, ólíkt sumum löndum eins og Bandaríkjunum eru næstum allir Íslendingar fjöltyngdir, sem þýðir að þeir ættu að geta haft samúð með öllum þeim erfiðleikum sem fylgja því að læra nýtt tungumál. Hvort sem það er enska, danska, eða eitt af mörgum öðrum tungumálum kennt í íslenskum skólum, skilja allir reynsluna að læra önnur tungumál. Sem Íslendingur er best að hafa þolinmæði, sveigjanleika og forvitni í huga. Ég og einn af uppáhalds viðskiptavinunum mínum úr þjónustustarfinu mínu urðum nánar því ég talaði við hana á lélegri spænsku og hún við mig að lélegri frönsku. Og þó svo að margar samræður okkar endi á ensku, gáfum við hvor annarri jákvæða reynslu í að læra og að vera. Að gera það sama lætur mann bæði bjarga íslensku og tengjast við aðra í samfélaginu sínu. Höfundur er blaðamaður og Íslandsvinur sem búsettur er í Kanada.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar