Skoðun

Guð­mundur til þjónustu í vel­ferðar­málum

Guðbjörg Sveinsdóttir og Arndís Vilhjálmsdóttir skrifa

Guðmundur Ingi Þóroddsson býður sig nú fram í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem nú fram þann 24.janúar næstkomandi. Guðmundur hefur verið áberandi í umræðunni undanfarin ár sem kraftmikill talsmaður og formaður Afstöðu – réttindafélags, félagi sem berst fyrir réttindum dómþola og aðstandanda þeirra. Það má segja að lyft hafi verið grettistaki í þessum málaflokki undanfarið og að öllum ólöstuðum hefur seigla og kraftur Guðmundar Inga átt þar stóran hlut. Guðmundur hefur verið vakinn og sofinn yfir réttindamálum fanga og þreytist seint við að leggja sitt af mörkum fyrir bættum aðstæðum og aðbúnaði þeirra.

Við undirritaðar höfum átt þess kost að vinna með Guðmundi Inga og félögum hans í Afstöðu réttindafélagi og getum mælt með því að kjósa hann til forystu í borginni. Guðmundur Ingi hefur sett málefni jaðarsettra eins og heimilislausra í umræðuna í aðdraganda þessa prófkjörs. Guðmundur lætur verkin tala og betri fulltrúa til að vinna að framgangi mannréttinda borgara, jaðarsettra sem annarra er erfitt að hugsa sér. Samfylkingin má vera stolt af að hafa hann í framlínu, hans reynsla og áherslumál munu gagnast íbúum borgarinnar og langt út fyrir borgarmörkin. Helstu áherslumál hans má finna á heimasíðu hans www.gudmunduringi.is.

Höfundar eru geðhjúkrunarfræðingar og áhugamanneskjur um bætt fangelsismál.




Skoðun

Skoðun

Byggjum fyrir fólk

Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar

Sjá meira


×