Fótbolti

Sjáðu mörkin úr Meistara­deildinni: Tvenna Jesus, ó­vænt töp, veisla í Madríd og lang­þráður sigur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Markaflóðið úr Meistaradeildinni í gærkvöldi má sjá hér fyrir neðan.
Markaflóðið úr Meistaradeildinni í gærkvöldi má sjá hér fyrir neðan.

Níu leikir fóru fram í Meistaradeildinni í gærkvöldi og öll 32 mörkin úr þeim má sjá hér fyrir neðan. Þar má meðal annars finna tvennu Gabriel Jesus, mörkin úr óvæntum töpum City og PSG, sex marka veislu frá Real Madrid og langþráðan sigur Tottenham.

Bodö/Glimt - Man. City 3-1

Manchester City tapaði mjög óvænt gegn norska liðinu Bodö/Glimt.

Kasper Høgh kom heimamönnum yfir með marki á 22. mínútu og bætti öðru marki við aðeins tveimur mínútum síðar.

Ensku gestirnir þurftu því að finna leiðir til að snúa taflinu við í seinni hálfleik, en ekki batnaði staðan fyrir liðið þegar Jens Petter Hauge kom heimamönnum í 3-0 með stórglæsilegu marki á 58. mínútu.

Rayan Cherki minnkaði hins vegar muninn fyrir City tveimur mínútum síðar, en aðeins tveimur mínútum eftir það nældi Rodri sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og þar með rautt.

Klippa: Bodö/Glimt - Man. City 3-1

FC Kaupmannahöfn - Napoli 1-1

Jafntefli varð niðurstaðan þegar Ítalíumeistararnir heimsóttu dönsku meistarana.

Scott McTominay kom Napoli yfir í fyrri hálfleik en Jordan Larsson jafnaði metin í seinni hálfleik eftir, þrátt fyrir að FCK hefði aðeins tíu menn inni á vellinum á þeim tíma.

Viktor Bjarki Daðason var í byrjunarliði FCK en fór af velli á 36. mínútu þegar Thomas Delaney fékk rautt spjald.

Klippa: FC Kaupmannahöfn - Napoli 1-1

Inter - Arsenal 1-3

Arsenal hélt sigurgöngu sinni áfram og hefur unnið sjö fyrstu leikina í keppninni.

Brasilíumaðurinn Gabriel Jesus minnti á sig með tveimur mörkum en hann er kominn sterkur inn í liðið eftir meiðsli.

Petar Sucic jafnaði metin á 18. mínútu en Arsenal var 2-1 yfir í hálfleik.

Viktor Gyökeres kom inn á völlinn sem varamaður fyrir Gabriel Jesus og innisiglaði sigurinn með þriðja markinu sex mínútum fyrir leikslok eftir sendingu frá Bukayo Saka.

Klippa: Inter - Arsenal 1-3

Olympiacos - Bayer Leverkusen 2-0

Olympiacos lagði Leverkusen með tveimur mörkum gegn engu. Costinha kom heimamönnum yfir eftir aðeins tvær mínútur og Mehdi Taremi tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik.

Klippa: Olympiacos - Bayer Leverkusen 2-0

Real Madrid - AS Monaco 6-1

Kylian Mbappé skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrstu 26 mínútum leiksins en staðan var 2-0 í hálfleik.

Franco Mastantuono kom Real í 3-0 á 51. mínútu eftir sendingu frá Vinicius Junior en fjórða markið var sjálfsmark fjórum mínútum síðar.

Vinicius Junior kom Real síðan í 5-0 á 63. mínútu en Jordan Teze minnkaði muninn.

Sjötta og síðasta markið skoraði Jude Bellingham eftir sendingu frá Federico Valverde á 80. mínútu.

Klippa: Real Madrid - AS Monaco 6-1

Sporting - PSG 2-1

Evrópumeistarar Paris Saint-Germain töpuðu 2-1 á útivelli á móti portúgalska félaginu Sporting. Luis Suárez skoraði bæði mörk Sporting en Khvicha Kvaratskhelia jafnaði metin á 79. mínútu. Sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins.

Klippa: Sporting - PSG 2-1

Tottenham - Dortmund 2-0

Cristian Romero og Dominic Solanke skoruðu mörk Tottenham í 2-0 sigri á Borussia Dortmund en þetta var langþráður sigur fyrir knattspyrnustjórann Thomas Frank. Dortmund var manni færri frá 24. mínútu þegar Daniel Svensson fékk rautt spjald.

Klippa: Tottenham - Dortmund 2-0

Villareal - Ajax 1-2

Tani Oluwaseyi kom heimamönnum yfir í upphafi seinni hálfleiks en mörk frá Oscar Gloukh og Oliver Edvardsen tryggðu gestunum sigurinn.

Klippa: Villareal - Ajax 1-2

Kairat - Club Brugge 4-1

Gestirnir frá Belgíu tóku fjögurra marka forystu áður en heimamenn í Kasakstan minnkuðu muninn undir lok leiks.

Klippa: Kairat - Club Brugge 4-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×