Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar 22. janúar 2026 09:30 Af hverju ertu að bjóða þig fram? Hverju ætlar þú að breyta ef þú verður kosinn? Hver er munurinn á þér og Heiðu? Þetta eru spurningar sem ég hef fengið á þeim viðburðaríku vikum sem liðnar eru síðan ég bauð mig fram til oddvita Samfylkingar í Reykjavík. Það er eðlilegt að spurt sé og mér er ljúft og skylt að svara þessu. Ég skal vera eins skýr og ég get: Ég býð mig fram vegna þess… Ég býð mig fram vegna þess að ég tel mig geta leitt Samfylkinguna til sigurs í vor. Það er ekki flóknara en það. Ef ég tryði þessu ekki sjálfur, hefði ég ekki boðið mig fram. Samfylkingin er með um það bil 10% minna fylgi hjá Reykvíkingum þegar spurt er um borgarstjórn heldur en þegar spurt er um Alþingi. Það gengur ekki. Við verðum að tryggja að Samfylkingin verði í lykilstöðu eftir kosningar svo að við getum haldið áfram að byggja upp borg jöfnuðar, mannréttinda, góðs mannlífs og sjálfbærni. Traust almennings til borgarstjórnar mælist miklu minna en til annarra stofnanna samfélagsins. Fleiri treysta bankakerfinu heldur en borgarstjórn. Við Samfylkingarfólk þurfum að taka þetta til okkar, eins og aðrir flokkar. Það er ekki steypan í ráðhúsinu sem fólk vantreystir og ekki stólarnir í borgarstjórnarsalnum, og þaðan af síður starfsfólk ráðhússins. Fólkið sem setið hefur í borgarstjórn undanfarin ár verður að taka þetta til sín. Þetta er engu einu þeirra að kenna, en þetta er engu að síður staðreynd og bæði meirihluti og minnihluti njóta ákaflega lítils fylgis. Samfylkingin fylgir þeirri stefnu sem hefur skapað bestu borgir og bestu samfélög heims. Það er ábyrgðarhluti fyrir okkur jafnaðarfólk að bregðast við kallinu um endurnýjun og rækilega uppstokkun. Ég er sannfærður um að það sé forsenda þess að við vinnum borgarstjórnarkosningarnar í vor og Samfylkingin geti haldið áfram að gera góð borg enn betri. Ég vil breyta… Mér finnst borgarstjórn vera of fjarlæg borgarbúum og kerfið of flókið, sem hefur það í för með sér að það er óþolandi erfitt fyrir borgarbúa að fá úrlausn sinna mála. Hvort sem við viljum ræða við einhvern um bílastæði fyrir utan heimili okkar, holu í gangstéttinni eða mótmæla deiliskipulagi þá er borgarkerfið einfaldlega of langt í burtu frá fólkinu sem það á að þjóna. Rétt eins og Samfylkingin hefur gert við stjórn landsmála verður Samfylkingin í borginni að vera óhrædd við að hrista upp í kerfinu þannig að það virki betur fyrir borgarbúa. Mér finnst fyrirætlanir borgarinnar illa kynntar og samtalið of lítið. Ég hef séð hvernig deiliskipulög eru kynnt og rædd í öðrum borgum og þótt þær séu miklu stærri þá er samtalið nær fólkinu og kynning á fyrirhuguðum aðgerðum miklu betri. Hér getum við gert betur, boðið meira upp á okkur eins og sagt er í boltanum. Ég vil líka að Samfylkingin hætti að lofa upp í ermina á sér, eins og hún hefur því miður gert til dæmis í leikskólamálum. Verum bæði heiðarleg og hugrökk þegar þarf að færa slæmar fréttir eða taka erfiðar ákvarðanir. Ég vil auðvitað breyta ýmsu fleiru, en mér finnst ekki við hæfi að frambjóðendur í prófkjöri séu hver og einn með langan loforðalista því nákvæm stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar verður að endurspegla sameiginlega sýn kjörinna fulltrúa hennar. Við erum öll í sama flokki og róum í sömu átt – en fjölbreytt reynsla, áhugasvið og áherslur munu skila okkur sigurstranglegum lista. Munurinn á mér og Heiðu er… Við Heiða erum auðvitað í sama flokki. Við viljum bæði að Samfylkingin vinni í vor. Hún telur að hún sé best til þess fallin að rífa upp fylgi flokksins, ég tel að við þurfum að endurnýja, fá nýja manneskju í brúna. Þess vegna býð ég mig fram. Ég hef í þessari baráttu talað um Heiðu af virðingu og hvergi reynt að bregða fyrir hana fæti, skárra væri það nú. En ég vona að Samfylkingarfólk í Reykjavík sé sammála mér um að við getum gert betur en við erum að gera núna. Við getum miðlað betur til borgarbúa hvað við höfum gert vel, hvar við misstigum okkur og hvert við viljum stefna. Ég held að til þess þurfum við nýjan leiðtoga og því býð ég mig fram - til að leiða Samfylkinguna og Reykjavík til sigurs. Höfundur er rekstrarstjóri og frambjóðandi í 1. sæti Samfylkingar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju ertu að bjóða þig fram? Hverju ætlar þú að breyta ef þú verður kosinn? Hver er munurinn á þér og Heiðu? Þetta eru spurningar sem ég hef fengið á þeim viðburðaríku vikum sem liðnar eru síðan ég bauð mig fram til oddvita Samfylkingar í Reykjavík. Það er eðlilegt að spurt sé og mér er ljúft og skylt að svara þessu. Ég skal vera eins skýr og ég get: Ég býð mig fram vegna þess… Ég býð mig fram vegna þess að ég tel mig geta leitt Samfylkinguna til sigurs í vor. Það er ekki flóknara en það. Ef ég tryði þessu ekki sjálfur, hefði ég ekki boðið mig fram. Samfylkingin er með um það bil 10% minna fylgi hjá Reykvíkingum þegar spurt er um borgarstjórn heldur en þegar spurt er um Alþingi. Það gengur ekki. Við verðum að tryggja að Samfylkingin verði í lykilstöðu eftir kosningar svo að við getum haldið áfram að byggja upp borg jöfnuðar, mannréttinda, góðs mannlífs og sjálfbærni. Traust almennings til borgarstjórnar mælist miklu minna en til annarra stofnanna samfélagsins. Fleiri treysta bankakerfinu heldur en borgarstjórn. Við Samfylkingarfólk þurfum að taka þetta til okkar, eins og aðrir flokkar. Það er ekki steypan í ráðhúsinu sem fólk vantreystir og ekki stólarnir í borgarstjórnarsalnum, og þaðan af síður starfsfólk ráðhússins. Fólkið sem setið hefur í borgarstjórn undanfarin ár verður að taka þetta til sín. Þetta er engu einu þeirra að kenna, en þetta er engu að síður staðreynd og bæði meirihluti og minnihluti njóta ákaflega lítils fylgis. Samfylkingin fylgir þeirri stefnu sem hefur skapað bestu borgir og bestu samfélög heims. Það er ábyrgðarhluti fyrir okkur jafnaðarfólk að bregðast við kallinu um endurnýjun og rækilega uppstokkun. Ég er sannfærður um að það sé forsenda þess að við vinnum borgarstjórnarkosningarnar í vor og Samfylkingin geti haldið áfram að gera góð borg enn betri. Ég vil breyta… Mér finnst borgarstjórn vera of fjarlæg borgarbúum og kerfið of flókið, sem hefur það í för með sér að það er óþolandi erfitt fyrir borgarbúa að fá úrlausn sinna mála. Hvort sem við viljum ræða við einhvern um bílastæði fyrir utan heimili okkar, holu í gangstéttinni eða mótmæla deiliskipulagi þá er borgarkerfið einfaldlega of langt í burtu frá fólkinu sem það á að þjóna. Rétt eins og Samfylkingin hefur gert við stjórn landsmála verður Samfylkingin í borginni að vera óhrædd við að hrista upp í kerfinu þannig að það virki betur fyrir borgarbúa. Mér finnst fyrirætlanir borgarinnar illa kynntar og samtalið of lítið. Ég hef séð hvernig deiliskipulög eru kynnt og rædd í öðrum borgum og þótt þær séu miklu stærri þá er samtalið nær fólkinu og kynning á fyrirhuguðum aðgerðum miklu betri. Hér getum við gert betur, boðið meira upp á okkur eins og sagt er í boltanum. Ég vil líka að Samfylkingin hætti að lofa upp í ermina á sér, eins og hún hefur því miður gert til dæmis í leikskólamálum. Verum bæði heiðarleg og hugrökk þegar þarf að færa slæmar fréttir eða taka erfiðar ákvarðanir. Ég vil auðvitað breyta ýmsu fleiru, en mér finnst ekki við hæfi að frambjóðendur í prófkjöri séu hver og einn með langan loforðalista því nákvæm stefnuskrá Samfylkingarinnar fyrir komandi kosningar verður að endurspegla sameiginlega sýn kjörinna fulltrúa hennar. Við erum öll í sama flokki og róum í sömu átt – en fjölbreytt reynsla, áhugasvið og áherslur munu skila okkur sigurstranglegum lista. Munurinn á mér og Heiðu er… Við Heiða erum auðvitað í sama flokki. Við viljum bæði að Samfylkingin vinni í vor. Hún telur að hún sé best til þess fallin að rífa upp fylgi flokksins, ég tel að við þurfum að endurnýja, fá nýja manneskju í brúna. Þess vegna býð ég mig fram. Ég hef í þessari baráttu talað um Heiðu af virðingu og hvergi reynt að bregða fyrir hana fæti, skárra væri það nú. En ég vona að Samfylkingarfólk í Reykjavík sé sammála mér um að við getum gert betur en við erum að gera núna. Við getum miðlað betur til borgarbúa hvað við höfum gert vel, hvar við misstigum okkur og hvert við viljum stefna. Ég held að til þess þurfum við nýjan leiðtoga og því býð ég mig fram - til að leiða Samfylkinguna og Reykjavík til sigurs. Höfundur er rekstrarstjóri og frambjóðandi í 1. sæti Samfylkingar í Reykjavík.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar