Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar 23. janúar 2026 09:47 Að jafnt sé gefið Þau sem þekkja mig vita að ég er kappsamur að eðlisfari, hvort heldur sem er í íþróttum eða viðskiptum. Fjarskiptamarkaðurinn á Íslandi er ekki ólíkur góðum kappleik því þar ríkir öflug samkeppni sem heldur fólki á tánum og skilar ábata til neytenda. Það er þó grunnforsenda að leikurinn sé sanngjarn og reglurnar þær sömu fyrir alla. Því miður hefur Reykjavíkurborg hallað undirlagi samkeppni á fjarskiptamarkaði verulega. Árið 2024 ákvað Reykjavíkurborg að hækka gjaldskrá fyrir afnotaleyfi af borgarlandi um 850%. Greiða þarf fyrir slíkt afnotaleyfi í hvert sinn sem fyrirtæki standa í einhvers konar framkvæmdum, svo sem þegar ljósleiðari er lagður innan Reykjavíkurborgar. Með þessari ákvörðun fór verðið á hverju leyfi úr 26.940 kr. árið 2023 í 241.250 kr. auk 14.900 kr. umsýslugjalds ári síðar. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Mílu og fjölda annarra hefur þessari hækkun ekki verið hnikað. Skerðing á samkeppni Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimtir slík gjöld og með hækkuninni eru rekstrarforsendur fyrir uppbyggingu ljósleiðara í eldri hverfum borgarinnar hreinlega brostnar. Það vill svo til að Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitunnar, sem er í meirihlutaeigu borgarinnar, hefur þegar lokið öllum helstu framkvæmdum í borgarlandinu, þar sem yfir þriðjung allra heimila, fyrirtækja og stofnana er að finna. Hækkunin hefur því lítil áhrif á helsta samkeppnisaðila Mílu, en fellur með fullum þunga á Mílu, sem hefur staðið í umfangsmiklum framkvæmdum við að skipta út eldra koparkerfi fyrir ljósleiðara. Með hækkun afnotagjaldsins stuðlar Reykjavíkurborg óbeint að einokun á afmörkuðum svæðum borgarinnar og dregur úr heilbrigðri samkeppni. Ákall um sanngirni Stjórnvöld hafa lengi talað fyrir heilbrigðri innviðasamkeppni, þar sem möguleiki er á slíku, enda tryggir hún hag neytenda. Slík stefna kallar á jafnræði og fyrirsjáanleika. Það skýtur skökku við þegar opinber gjöld eru hækkuð um 850% án nokkurs samráðs eða haldbærra skýringa og að með því sé samkeppnisstaða fyrirtækja skekkt verulega. Ég skora á borgarfulltrúa meirihlutans að svara þessu bréfi og um leið nýta tækifærið til að sýna borgarbúum og atvinnurekendum hér í borg hvar hugur þeirra stendur í þessu máli. Samkeppni er góð, hvort sem er í íþróttum eða viðskiptum, en hún verður að fara fram á jöfnum grundvelli. Höfundur er forstjóri Mílu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Fjarskipti Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að jafnt sé gefið Þau sem þekkja mig vita að ég er kappsamur að eðlisfari, hvort heldur sem er í íþróttum eða viðskiptum. Fjarskiptamarkaðurinn á Íslandi er ekki ólíkur góðum kappleik því þar ríkir öflug samkeppni sem heldur fólki á tánum og skilar ábata til neytenda. Það er þó grunnforsenda að leikurinn sé sanngjarn og reglurnar þær sömu fyrir alla. Því miður hefur Reykjavíkurborg hallað undirlagi samkeppni á fjarskiptamarkaði verulega. Árið 2024 ákvað Reykjavíkurborg að hækka gjaldskrá fyrir afnotaleyfi af borgarlandi um 850%. Greiða þarf fyrir slíkt afnotaleyfi í hvert sinn sem fyrirtæki standa í einhvers konar framkvæmdum, svo sem þegar ljósleiðari er lagður innan Reykjavíkurborgar. Með þessari ákvörðun fór verðið á hverju leyfi úr 26.940 kr. árið 2023 í 241.250 kr. auk 14.900 kr. umsýslugjalds ári síðar. Þrátt fyrir ítrekuð mótmæli Mílu og fjölda annarra hefur þessari hækkun ekki verið hnikað. Skerðing á samkeppni Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem innheimtir slík gjöld og með hækkuninni eru rekstrarforsendur fyrir uppbyggingu ljósleiðara í eldri hverfum borgarinnar hreinlega brostnar. Það vill svo til að Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitunnar, sem er í meirihlutaeigu borgarinnar, hefur þegar lokið öllum helstu framkvæmdum í borgarlandinu, þar sem yfir þriðjung allra heimila, fyrirtækja og stofnana er að finna. Hækkunin hefur því lítil áhrif á helsta samkeppnisaðila Mílu, en fellur með fullum þunga á Mílu, sem hefur staðið í umfangsmiklum framkvæmdum við að skipta út eldra koparkerfi fyrir ljósleiðara. Með hækkun afnotagjaldsins stuðlar Reykjavíkurborg óbeint að einokun á afmörkuðum svæðum borgarinnar og dregur úr heilbrigðri samkeppni. Ákall um sanngirni Stjórnvöld hafa lengi talað fyrir heilbrigðri innviðasamkeppni, þar sem möguleiki er á slíku, enda tryggir hún hag neytenda. Slík stefna kallar á jafnræði og fyrirsjáanleika. Það skýtur skökku við þegar opinber gjöld eru hækkuð um 850% án nokkurs samráðs eða haldbærra skýringa og að með því sé samkeppnisstaða fyrirtækja skekkt verulega. Ég skora á borgarfulltrúa meirihlutans að svara þessu bréfi og um leið nýta tækifærið til að sýna borgarbúum og atvinnurekendum hér í borg hvar hugur þeirra stendur í þessu máli. Samkeppni er góð, hvort sem er í íþróttum eða viðskiptum, en hún verður að fara fram á jöfnum grundvelli. Höfundur er forstjóri Mílu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun