Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar 28. janúar 2026 07:00 Ef litið er til mannkynssögunnar, þá er hugtakið „réttindi einstaklinga“ frekar nýtilkomið. Það var ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina, og þau voðaverk sem þá voru unnin, sem mannréttindi voru fest í sessi með þeim hætti sem við þekkjum í dag. Á þessum grunni voru samþykktir alþjóðlegir samningar, sem Ísland gerðist aðili að. Þessi þróun hélt áfram og árið 1995 var samþykkt að bæta við mannréttindakafla í íslensku stjórnarskrána. Þar var í fyrsta sinn rætt um friðhelgi okkar einkalífs, sem felur í sér að við eigum rétt til að ráða yfir lífi okkar og til að njóta friðar um lífshætti okkar og einkahagi. Persónuupplýsingar eru þáttur í friðhelgi hvers einstaklings og með samþykkt evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar árið 2018 var síðan enn stigið stórt varnarskref. Þá var ákveðið að með frekari framförum í tækni ætti ætíð að virða mannleg gildi. Með öðrum orðum, þá á tæknin ekki að vinna gegn einstaklingum. Og hvorki stjórnvöld né fyrirtæki mega ganga of nærri okkur með nærgöngulli rýni, í okkar dagsdaglega lífi. Hvað eru stafræn fótspor? Fáir sáu fyrir þau risaskref sem stigin hafa verið með tækninni undanfarin ár og allar þær breytingar sem þeim hafa fylgt. Til hefur orðið nýr veruleiki með svokölluðum stafrænum fótsporum. Þau fela meðal annars í sér að hver einasta leit okkar á vefnum er skráð og fyrir átta árum var með tækninni þegar búið að greina um 52.000 mismunandi mannlega eiginleika til að skipa okkur í mismunandi hópa (EDPS Opinion on online manipulation and personal data - nr. 3/2018). Hóparnir skilgreina þannig manngerð viðkomandi, frammistöðu í starfi, lánshæfi, heilsuhagi, áhugamál, venjur, sjálfsöryggi, kvíða og staðsetningu okkar, svo örfá dæmi séu nefnd. Þessi greiningargeta tækninnar hefur leitt til þess að persónugreinanlegar upplýsingar eru helsta söluvara heimsins í dag. Gögnin hafa orðið að drifkrafti upplýsingasamfélagsins. Hvert stefnum við? Á hinni góðu vegferð Evrópu við að vernda einstaklinginn hefur verið bent á að hið tæknilega regluverk þar sé í heild sinni orðið of íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Reglurnar hefti um of framþróun og nýsköpun á EES-svæðinu og með þeim verði Evrópa eftirbátur Bandaríkjanna og Kína. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú brugðist við þessu og kynnt til sögunnar Omnibus-pakka, sem á að styrkja stafræna framtíð Evrópu. Tillögurnar varða löggjöf sambandsins um stafræna markaðinn, en þær snúast meðal annars um að breyta og einfalda persónuverndarlöggjöfina í þeim tilgangi að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. Í því umhverfi sem við búum við í dag skiptir þó eftir sem áður miklu að fyrirtæki og aðrir sjái sér hag í að fara vel með gögnin okkar. Hafi það einhvern tíma skipt máli, þá er það nú. Afmæli Persónuverndar Persónuvernd var stofnuð í ársbyrjun 2001 og fagnar því 25 ára afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni býður stofnunin til afmælismálþings í dag. 28. janúar, á alþjóðlegum degi persónuverndar, undir yfirskriftinni „Persónuvernd – hvert stefnum við?“ Nánari upplýsingar um málþingið má nálgast á vefsíðu Persónuverndar, en allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Höfudur er forstjóri Persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Persónuvernd Mest lesið Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Ef litið er til mannkynssögunnar, þá er hugtakið „réttindi einstaklinga“ frekar nýtilkomið. Það var ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina, og þau voðaverk sem þá voru unnin, sem mannréttindi voru fest í sessi með þeim hætti sem við þekkjum í dag. Á þessum grunni voru samþykktir alþjóðlegir samningar, sem Ísland gerðist aðili að. Þessi þróun hélt áfram og árið 1995 var samþykkt að bæta við mannréttindakafla í íslensku stjórnarskrána. Þar var í fyrsta sinn rætt um friðhelgi okkar einkalífs, sem felur í sér að við eigum rétt til að ráða yfir lífi okkar og til að njóta friðar um lífshætti okkar og einkahagi. Persónuupplýsingar eru þáttur í friðhelgi hvers einstaklings og með samþykkt evrópsku persónuverndarreglugerðarinnar árið 2018 var síðan enn stigið stórt varnarskref. Þá var ákveðið að með frekari framförum í tækni ætti ætíð að virða mannleg gildi. Með öðrum orðum, þá á tæknin ekki að vinna gegn einstaklingum. Og hvorki stjórnvöld né fyrirtæki mega ganga of nærri okkur með nærgöngulli rýni, í okkar dagsdaglega lífi. Hvað eru stafræn fótspor? Fáir sáu fyrir þau risaskref sem stigin hafa verið með tækninni undanfarin ár og allar þær breytingar sem þeim hafa fylgt. Til hefur orðið nýr veruleiki með svokölluðum stafrænum fótsporum. Þau fela meðal annars í sér að hver einasta leit okkar á vefnum er skráð og fyrir átta árum var með tækninni þegar búið að greina um 52.000 mismunandi mannlega eiginleika til að skipa okkur í mismunandi hópa (EDPS Opinion on online manipulation and personal data - nr. 3/2018). Hóparnir skilgreina þannig manngerð viðkomandi, frammistöðu í starfi, lánshæfi, heilsuhagi, áhugamál, venjur, sjálfsöryggi, kvíða og staðsetningu okkar, svo örfá dæmi séu nefnd. Þessi greiningargeta tækninnar hefur leitt til þess að persónugreinanlegar upplýsingar eru helsta söluvara heimsins í dag. Gögnin hafa orðið að drifkrafti upplýsingasamfélagsins. Hvert stefnum við? Á hinni góðu vegferð Evrópu við að vernda einstaklinginn hefur verið bent á að hið tæknilega regluverk þar sé í heild sinni orðið of íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Reglurnar hefti um of framþróun og nýsköpun á EES-svæðinu og með þeim verði Evrópa eftirbátur Bandaríkjanna og Kína. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú brugðist við þessu og kynnt til sögunnar Omnibus-pakka, sem á að styrkja stafræna framtíð Evrópu. Tillögurnar varða löggjöf sambandsins um stafræna markaðinn, en þær snúast meðal annars um að breyta og einfalda persónuverndarlöggjöfina í þeim tilgangi að einfalda rekstrarumhverfi fyrirtækja. Í því umhverfi sem við búum við í dag skiptir þó eftir sem áður miklu að fyrirtæki og aðrir sjái sér hag í að fara vel með gögnin okkar. Hafi það einhvern tíma skipt máli, þá er það nú. Afmæli Persónuverndar Persónuvernd var stofnuð í ársbyrjun 2001 og fagnar því 25 ára afmæli sínu um þessar mundir. Af því tilefni býður stofnunin til afmælismálþings í dag. 28. janúar, á alþjóðlegum degi persónuverndar, undir yfirskriftinni „Persónuvernd – hvert stefnum við?“ Nánari upplýsingar um málþingið má nálgast á vefsíðu Persónuverndar, en allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Höfudur er forstjóri Persónuverndar.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun