Viðskipti innlent

Birta og LV skoða mögu­legan sam­runa

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna er til húsa í Húsi verslunarinnar. Vísir/Vilhelm

Stjórnir Birtu lífeyrissjóðs og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hafa ákveðið að hefja könnunarviðræður til að meta fýsileika mögulegs samruna sjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá báðum lífeyrissjóðum.

Þar segir að lífeyrissjóðirnir eigi að baki langa og farsæla rekstrarsögu sem hafi skilað sjóðfélögum þeirra traustum ávinningi og stuðlað að fjárhagslegu öryggi við starfslok.

Í viðræðunum verði kannað hvort grundvöllur sé fyrir því að hefja formlegar viðræður um sameiningu sjóðanna. Í því felist að meta hvort sameining sé til þess fallin að efla starfsemi þeirra enn frekar, meðal annars með auknu rekstrarhagræði, sterkari innviðum og bættri þjónustu við sjóðfélaga. 

Segir að þannig yrði sameinaður sjóður yrði enn betur í stakk búinn til að vera traustur og öflugur bakhjarl sjóðfélaga til lengri tíma litið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×