Skoðun

Nei elskan, við eigum hlut­fall af heildarlaxamagni heima

Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar

Ég hef áhuga á tungumálinu og hvernig það er notað. Ég hef áður skrifað um skrumskælingu hluta með kerfistungumáli. Með því að nota orð, sem enginn skilur, og hljóma jafnvel sakleysislega er hægt að koma hlutum í gegn um ótrúlegustu nálaraugu.

Nýtt dæmi um slíkt eru laxahlutur sem skilgreinist sem hlutfall rekstrarleyfishafa af heildarlaxamagni sem svo skilgreinist sem heimild rekstrarleyfishafa til eldis á frjóum laxi í sjó hverju sinni, mælt í lífmassa.

Þessi orðskrípi væru svosem ekki frásögu færandi ef frumvarp um lagareldi sem hefur nýlokið umsagnarferli á samráðsgátt, feldi ekki í sér að þessi laxahlutur er bæði framseljanlegur og veðsetjanlegur.

Í gær hafnaði Hanna Katrín ráðherra því í kastljósi að slíkt feli í sér kvótavæðingu á fjörðum landsins. En frumvarpið líkist lögum um fiskveiði að því leyti að það býður upp á að þau sem hafa rekstrarleyfi í íslenskum fjörðum gætu stórgrætt á þeim, selt þá og tekið lán með veð í leyfinu.

Þó að það sé tekið fram í 2. mgr. 39. gr. frumvarpins að úthlutun og skráning laxahlutar myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila gefur það lítið öryggi. Um er ræða sama orðalag og fram kemur í 1. gr. laga um stjórn fiskveiða.

Laxahlutur, sem er framseljanlegur og hefur sjálfstætt fjárhagslegt gildi í höndum handhafa nýtur óumdeilanlega ríkari eignarréttarverndar en hefðbundið opinbert starfs- eða rekstrarleyfi.

Þannig það er alveg sama hvort það er kallað laxahlutur, kvóti, eða hlutfall af heildarlaxamagni. Það er augljóst að verið er að gefa íslenska firði með þessu frumvarpi. Þar stjórnar ekki hugsjón um vernd á Íslenskri náttúru og ekki almannahagsmunir.

Höfundur er formaður Landverndar.




Skoðun

Skoðun

Fimm rang­færslur um Byrjendalæsi

Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar

Skoðun

Hvað er velsældar­hag­kerfið?

Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar

Sjá meira


×