Handbolti

Haukur klár og sami hópur og síðast

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Þrastarson verður með í leiknum mikilvæga gegn Slóveníu.
Haukur Þrastarson verður með í leiknum mikilvæga gegn Slóveníu. vísir/vilhelm

Sömu sextán leikmenn verða á skýrslu hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta í leiknum gegn Slóveníu og í síðustu leikjum þess. Haukur Þrastarson er í hóp.

Haukur fékk högg í leiknum gegn Sviss í gær og óvíst var með þátttöku hans gegn Slóveníu í dag. Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari Íslands, sagði að það myndi koma í ljós skömmu fyrir leik. Vegna stöðunnar á Hauki var Elvar Ásgeirsson skráður til leiks á EM í dag.

Nú er ljóst að Haukur verður með í leiknum mikilvæga gegn Slóveníu í dag. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í undanúrslitum EM.

Haukur hefur skorað tíu mörk á EM en fimm þeirra komu í sigrinum á Póllandi, 23-31, í riðlakeppninni.

Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×