Handbolti

Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Grétar Ari í leik með Haukum árið 2019.
Grétar Ari í leik með Haukum árið 2019. vísir

Grétar Ari Guðjónsson er snúinn aftur heim úr atvinnumennsku erlendis og hefur samið við Hauka í Olís deild karla í handbolta.

Markmanninn Grétar Ara þarf vart að kynna fyrir Haukafólki en hann er uppalinn á Ásvöllum og lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Hauka 17 ára gamall árið 2013.

Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016 og lék svo með Haukum fram til ársins 2020, síðustu tvö tímabilin sem aðalmarkmaður Hauka.

Grétar Ari, til hægri, á æfingu með landsliðinu 2021.

Árið 2020 var förinni heitið til Frakklands en þar lék Grétar Ari fyrst með Nice í tvö tímabil í næst efstu deild. Síðan skipti hann yfir í Séléstat og lék með þeim í tvö tímabil í efstu og næst efstu deild áður en hann skipti yfir til Ivry þar sem hann lék í 1 tímabil í efstu deild.

Það sem af er tímabili hefur Grétar Ari leikið fyrir AEK í Grikklandi en kemur núna heima á Ásvelli og klárar tímabilið með Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×