Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson, Gunnar Gíslason, Jenný Gunnbjörnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Rannveig Oddsdóttir og Rúnar Sigþórsson skrifa 30. janúar 2026 12:00 Heimildin birti nýlega grein sem byggir á viðtali við Zuilmu Gabríelu Sigurðardóttur prófessor í atferlisgreiningu við HÍ, sem fer stórum orðum um kennsluaðferðina Byrjendalæsi. Hún fullyrðir að árangur skóla hafi dalað eftir að aðferðin var tekin upp, aðferðin byggi á úreltri hugmyndafræði sem hafi valdið skaða í öðrum löndum og Háskólinn á Akureyri eigi fjárhagslegra hagsmuna að gæta af aðferðinni. Engin þessara fullyrðinga stenst hins vegar skoðun eins og hér verður rakið nánar. Er árangur barna í Byrjendalæsisskólum slakari en árangur barna í öðrum skólum? Í greininni er vísað til „Úttektar Menntamálaráðuneytis frá árinu 2015“ sem hafi sýnt fram á að Byrjendalæsi hafi skilað nemendum slökum árangri. Menntamálaráðuneytið hefur enga slíka úttekt gert, hvorki fyrr né síðar. Gögnin sem vísað er til í greininni voru lögð fram í minnisblaði frá þá nýstofnaðri Menntamálastofnun haustið 2015. Þar var árangur nemenda á samræmda prófinu í íslensku og lesskilningi í 4. bekk í 38 skólum sem höfðu unnið með Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur borinn saman við árangur nemenda sömu skóla á 4. bekkjar prófinu áður en Byrjendalæsi var innleitt. Menntamálastofnun viðurkenndi síðar að greiningin væri ekki fullnægjandi til að hægt væri að draga af henni ályktanir um árangur aðferðarinnar. Ekki hafði verið sannreynt hvort þeir skólar sem flokkaðir voru sem Byrjendalæsisskólar voru raunverulega að nota aðferðina og auk þess hæpið að álykta um áhrif af kennsluaðferð sem notuð er í 1. og 2. bekk á árangur nemenda tveimur árum síðar án þess að taka tillit til þeirrar kennslu sem nemendur fá þar á milli. Gagnrýni á Byrjendalæsi beinist að því að lestrarfærni sé mögulega ekki kennd nægilega vel. Í rannsókn sem gerð var 2014 á áherslum í kennslu í Byrjendalæsisskólum og öðrum skólum og byggði á svörum tæplega 600 kennara við spurningakönnun reyndist ekki vera mikill munur á svörum kennara í Byrjendalæsisskólum (68 talsins) og öðrum skólum (53 talsins) hvað varðaði vinnu með grunn lestrarfærni og ekki var annað að sjá en lögð sé mikil rækt við kennslu þessara þátta í öllum íslenskum grunnskólum. Á árunum 2022–2024 var gerð langtímarannsókn á þróun lestrarfærni barna í 1.– 2. bekk í 11 Byrjendalæsisskólum. Lesfimi var metin með lesfimiprófum MMS og árangur rannsóknarhópsins borinn saman við opinber gögn um frammistöðu árgangsins í heild. Sá samanburður sýndi að lesfimi barnanna í Byrjendalæsisskólunum þróaðist á sama hátt og hjá íslenskum börnum almennt, meðaltöl hópsins og dreifing út frá lesfimiviðmiðum var sú sama og hjá árganginum í heild. Það er því ekkert sem bendir til þess að börn sem læra að lesa í Byrjendalæsisskólum standi ver að vígi í lestri en önnur börn eða að það orsaki fall í lesskilningi á unglingastigi. Byggir Byrjendalæsi á hugmyndafræði sem hefur ekki skilað árangri? Í fyrirsögn og undirtitli greinarinnar er staðhæft að „hugmyndafræði Byrjendalæsis hafi ekki sýnt fram á árangur annars staðar í heiminum. Þvert á móti hafi menntakerfi batnað til muna eftir að hafa hætt að nota sömu hugmyndir“. Í kjölfarið er fjallað um whole-language aðferðina sem þótti ekki skila nægilega góðum árangri erlendis og Byrjendalæsi sagt vera náskylt þeirri aðferð. Hér kemur fram mikil vanþekking á Byrjendalæsi og þeim fræðilega grunni sem það er byggt á. Byrjendalæsi er ekki whole-language aðferð og þess vegna á gagnrýni á þá aðferð ekki við um Byrjendalæsi. Byrjendalæsi er samvirk aðferð til að gera börn læs. Það felur í sér að kenna nemendum að lesa úr bókstöfum og kenna þeim að nýta texta sér til skilnings. Auk þess leggur Byrjendalæsi áherslu á námsaðlögun og leiðsagnarnám út frá rannsóknum á árangursríkum leiðum í námi barna. Síðast en ekki síst er innleiðingarferlið sem skólar fara í gegnum þegar þeir taka upp Byrjendalæsi byggt á rannsóknum á því hvað þarf til að innleiða breytingar og festa þær í sessi. Læsisfræðingar eru sammála um að hljóðaaðferðin ein og sér dugir ekki til að tryggja góðan lesskilning og það hafa ýmis dæmi sannað. Bretar eru til dæmis meðal þeirra þjóða sem hafa lagt mikla áherslu á hljóðaaðferð undanfarin 20 ár. Það hefur ekki dugað til að bæta læsi nemenda eins og það mælist í frammistöðu á PISA. Fjárhagslegur ávinningur Háskólans á Akureyri Í lok greinar er haft eftir Zuilmu Gabríelu: „grunnskólar tóku upp Byrjendalæsið á sínum tíma vegna þess að því fylgdi umtalsverður styrkur til skólanna. Þá bendir hún jafnframt á að Háskóli Akureyrar hagnist að sama skapi á sinni vinnu við að halda úti Byrjendalæsi og því sé það viðbúið að tekið sé hraustlega á gagnrýni ráðherrans.“ Hér er vegið mjög alvarlega að heiðri Háskólans á Akureyri og faglegum heilindum kennara og stjórnenda í grunnskólum sem hafa tekið upp Byrjendalæsi. Það eru ekki til nein dæmi um að Háskólinn hafi styrkt eða haft milligöngu um styrki til skóla til að innleiða Byrjendalæsi. Það er alfarið ákvörðun hvers skóla hvort hann innleiðir Byrjendalæsi. Miðstöð skólaþróunar (MSHA) er sjálfstæð eining innan HA. Hún nýtur engra fjárveitinga frá Alþingi og starfsemi hennar þarf að standa undir útlögðum kostnaði og taka tillit til samkeppnislaga. Tekjur MSHA verða til með samningum við sveitarfélög eða skóla um einstök verkefni eða lögbundna þjónustu á grundvelli 21.–23. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008, 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðar um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Til þess að sinna þjónustu sinni sem best hefur starfsfólk MSHA sett saman margvísleg tilboð til skóla um starfsþróun sem byggja á rannsóknum á árangursríkum aðferðum í kennslu. Byrjendalæsi, Læsi fyrir lífið og Teymisvinna/teymiskennsla eru dæmi um slík tilboð. Þegar skólar eða sveitarfélög gera samninga við MSHA um skólaþróunarverkefni er það að þeirra frumkvæði og á forsendum þeirra. Samið er um greiðslur sem skólar eða sveitarfélög standa straum af og geta þá sótt styrki í opinbera sjóði ef vill. Það væri öllum fyrir bestu að fullyrðingar sem þessar væru sannreyndar áður en skrifað er um þær í fjölmiðla. Það er einfalt að kanna málið ef einhver vilji er til þess. Snýst ekki ábyrg blaðamennska og heilindi fræðafólks um að hafa það sem sannara reynist og kanna allar hliðar máls áður en staðhæfingar eru birtar? Að lokum Framlag starfsfólks Háskólans á Akureyri í umræðum um læsiskennslu í íslenskum grunnskólum – og þar með um Byrjendalæsi – hefur ævinlega verið hófstillt og málefnalegt og byggt á þekkingu, og umhyggju fyrir menntun og velferð barna. Það er meira en hægt er að segja um þá umfjöllun Heimildarinnar sem hér er svarað. En það þarf engan að undra þótt viðbrögðin verði hörð þegar gefið er í skyn að í Háskólanum á Akureyri séu stunduð ófagleg vinnubrögð sem ekki byggja á vísindalegri þekkingu og því haldið fram að hann hafi óeðlilega fjárhagslega hagsmuni af þróunarverkefnum. Guðmundur Engilbertsson lektor og deildarforseti Kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Jenný Gunnbjörnsdóttir sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri og læsisfræðingur. Rannveig Oddsdóttir dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rúnar Sigþórsson fyrrverandi prófessor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Heimildin birti nýlega grein sem byggir á viðtali við Zuilmu Gabríelu Sigurðardóttur prófessor í atferlisgreiningu við HÍ, sem fer stórum orðum um kennsluaðferðina Byrjendalæsi. Hún fullyrðir að árangur skóla hafi dalað eftir að aðferðin var tekin upp, aðferðin byggi á úreltri hugmyndafræði sem hafi valdið skaða í öðrum löndum og Háskólinn á Akureyri eigi fjárhagslegra hagsmuna að gæta af aðferðinni. Engin þessara fullyrðinga stenst hins vegar skoðun eins og hér verður rakið nánar. Er árangur barna í Byrjendalæsisskólum slakari en árangur barna í öðrum skólum? Í greininni er vísað til „Úttektar Menntamálaráðuneytis frá árinu 2015“ sem hafi sýnt fram á að Byrjendalæsi hafi skilað nemendum slökum árangri. Menntamálaráðuneytið hefur enga slíka úttekt gert, hvorki fyrr né síðar. Gögnin sem vísað er til í greininni voru lögð fram í minnisblaði frá þá nýstofnaðri Menntamálastofnun haustið 2015. Þar var árangur nemenda á samræmda prófinu í íslensku og lesskilningi í 4. bekk í 38 skólum sem höfðu unnið með Byrjendalæsi í fjögur ár eða lengur borinn saman við árangur nemenda sömu skóla á 4. bekkjar prófinu áður en Byrjendalæsi var innleitt. Menntamálastofnun viðurkenndi síðar að greiningin væri ekki fullnægjandi til að hægt væri að draga af henni ályktanir um árangur aðferðarinnar. Ekki hafði verið sannreynt hvort þeir skólar sem flokkaðir voru sem Byrjendalæsisskólar voru raunverulega að nota aðferðina og auk þess hæpið að álykta um áhrif af kennsluaðferð sem notuð er í 1. og 2. bekk á árangur nemenda tveimur árum síðar án þess að taka tillit til þeirrar kennslu sem nemendur fá þar á milli. Gagnrýni á Byrjendalæsi beinist að því að lestrarfærni sé mögulega ekki kennd nægilega vel. Í rannsókn sem gerð var 2014 á áherslum í kennslu í Byrjendalæsisskólum og öðrum skólum og byggði á svörum tæplega 600 kennara við spurningakönnun reyndist ekki vera mikill munur á svörum kennara í Byrjendalæsisskólum (68 talsins) og öðrum skólum (53 talsins) hvað varðaði vinnu með grunn lestrarfærni og ekki var annað að sjá en lögð sé mikil rækt við kennslu þessara þátta í öllum íslenskum grunnskólum. Á árunum 2022–2024 var gerð langtímarannsókn á þróun lestrarfærni barna í 1.– 2. bekk í 11 Byrjendalæsisskólum. Lesfimi var metin með lesfimiprófum MMS og árangur rannsóknarhópsins borinn saman við opinber gögn um frammistöðu árgangsins í heild. Sá samanburður sýndi að lesfimi barnanna í Byrjendalæsisskólunum þróaðist á sama hátt og hjá íslenskum börnum almennt, meðaltöl hópsins og dreifing út frá lesfimiviðmiðum var sú sama og hjá árganginum í heild. Það er því ekkert sem bendir til þess að börn sem læra að lesa í Byrjendalæsisskólum standi ver að vígi í lestri en önnur börn eða að það orsaki fall í lesskilningi á unglingastigi. Byggir Byrjendalæsi á hugmyndafræði sem hefur ekki skilað árangri? Í fyrirsögn og undirtitli greinarinnar er staðhæft að „hugmyndafræði Byrjendalæsis hafi ekki sýnt fram á árangur annars staðar í heiminum. Þvert á móti hafi menntakerfi batnað til muna eftir að hafa hætt að nota sömu hugmyndir“. Í kjölfarið er fjallað um whole-language aðferðina sem þótti ekki skila nægilega góðum árangri erlendis og Byrjendalæsi sagt vera náskylt þeirri aðferð. Hér kemur fram mikil vanþekking á Byrjendalæsi og þeim fræðilega grunni sem það er byggt á. Byrjendalæsi er ekki whole-language aðferð og þess vegna á gagnrýni á þá aðferð ekki við um Byrjendalæsi. Byrjendalæsi er samvirk aðferð til að gera börn læs. Það felur í sér að kenna nemendum að lesa úr bókstöfum og kenna þeim að nýta texta sér til skilnings. Auk þess leggur Byrjendalæsi áherslu á námsaðlögun og leiðsagnarnám út frá rannsóknum á árangursríkum leiðum í námi barna. Síðast en ekki síst er innleiðingarferlið sem skólar fara í gegnum þegar þeir taka upp Byrjendalæsi byggt á rannsóknum á því hvað þarf til að innleiða breytingar og festa þær í sessi. Læsisfræðingar eru sammála um að hljóðaaðferðin ein og sér dugir ekki til að tryggja góðan lesskilning og það hafa ýmis dæmi sannað. Bretar eru til dæmis meðal þeirra þjóða sem hafa lagt mikla áherslu á hljóðaaðferð undanfarin 20 ár. Það hefur ekki dugað til að bæta læsi nemenda eins og það mælist í frammistöðu á PISA. Fjárhagslegur ávinningur Háskólans á Akureyri Í lok greinar er haft eftir Zuilmu Gabríelu: „grunnskólar tóku upp Byrjendalæsið á sínum tíma vegna þess að því fylgdi umtalsverður styrkur til skólanna. Þá bendir hún jafnframt á að Háskóli Akureyrar hagnist að sama skapi á sinni vinnu við að halda úti Byrjendalæsi og því sé það viðbúið að tekið sé hraustlega á gagnrýni ráðherrans.“ Hér er vegið mjög alvarlega að heiðri Háskólans á Akureyri og faglegum heilindum kennara og stjórnenda í grunnskólum sem hafa tekið upp Byrjendalæsi. Það eru ekki til nein dæmi um að Háskólinn hafi styrkt eða haft milligöngu um styrki til skóla til að innleiða Byrjendalæsi. Það er alfarið ákvörðun hvers skóla hvort hann innleiðir Byrjendalæsi. Miðstöð skólaþróunar (MSHA) er sjálfstæð eining innan HA. Hún nýtur engra fjárveitinga frá Alþingi og starfsemi hennar þarf að standa undir útlögðum kostnaði og taka tillit til samkeppnislaga. Tekjur MSHA verða til með samningum við sveitarfélög eða skóla um einstök verkefni eða lögbundna þjónustu á grundvelli 21.–23. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008, 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerðar um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Til þess að sinna þjónustu sinni sem best hefur starfsfólk MSHA sett saman margvísleg tilboð til skóla um starfsþróun sem byggja á rannsóknum á árangursríkum aðferðum í kennslu. Byrjendalæsi, Læsi fyrir lífið og Teymisvinna/teymiskennsla eru dæmi um slík tilboð. Þegar skólar eða sveitarfélög gera samninga við MSHA um skólaþróunarverkefni er það að þeirra frumkvæði og á forsendum þeirra. Samið er um greiðslur sem skólar eða sveitarfélög standa straum af og geta þá sótt styrki í opinbera sjóði ef vill. Það væri öllum fyrir bestu að fullyrðingar sem þessar væru sannreyndar áður en skrifað er um þær í fjölmiðla. Það er einfalt að kanna málið ef einhver vilji er til þess. Snýst ekki ábyrg blaðamennska og heilindi fræðafólks um að hafa það sem sannara reynist og kanna allar hliðar máls áður en staðhæfingar eru birtar? Að lokum Framlag starfsfólks Háskólans á Akureyri í umræðum um læsiskennslu í íslenskum grunnskólum – og þar með um Byrjendalæsi – hefur ævinlega verið hófstillt og málefnalegt og byggt á þekkingu, og umhyggju fyrir menntun og velferð barna. Það er meira en hægt er að segja um þá umfjöllun Heimildarinnar sem hér er svarað. En það þarf engan að undra þótt viðbrögðin verði hörð þegar gefið er í skyn að í Háskólanum á Akureyri séu stunduð ófagleg vinnubrögð sem ekki byggja á vísindalegri þekkingu og því haldið fram að hann hafi óeðlilega fjárhagslega hagsmuni af þróunarverkefnum. Guðmundur Engilbertsson lektor og deildarforseti Kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Gunnar Gíslason forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Jenný Gunnbjörnsdóttir sérfræðingur hjá Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri. Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri og læsisfræðingur. Rannveig Oddsdóttir dósent við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rúnar Sigþórsson fyrrverandi prófessor við Kennaradeild Háskólans á Akureyri.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun