Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson og Ásgerður Ágústsdóttir skrifa 30. janúar 2026 12:46 Talsverð umræða hefur verið um markaðskostnað og söluþóknanir vátryggingamiðlana undanfarnar vikur og mánuði. Undirrituð vilja af því tilefni tína til nokkra fróðleikspunkta um þóknanir vátryggingamiðlana og rekstrarkostnað íslenskra lífeyrissjóða. Þrjár mikilvægar staðreyndir Það er ekkert launungarmál að vátryggingamiðlanir fá þóknun frá vátryggingafélögum fyrir að koma á viðskiptasambandi á milli tryggingataka og vátryggingafélags. Í þessu samhengi þarf að hafa eftirfarandi hluti í huga. Kostnaður vegna sölu og markaðsstarfs er innifalinn í öllum vörum og þjónustu sem boðin eru frjálsum markaði. Vátryggingasamningar eru engin undantekning þar á. Vátryggingamiðlanir verða að vanda til verka við gerð samninga við viðskiptavini, til dæmis vegna þess að þær þurfa að endurgreiða þóknanir ef tryggingataki ákveður að segja upp samningi innan ákveðins tíma. Þessi ábyrgð vátryggingamiðlana varir í mörg ár. Þarna fara saman hagsmunir vátryggingataka, vátryggingafélags og vátryggingamiðlana. Eftir að samningur er kominn á þjónustar vátryggingamiðlun samninginn og er milligönguaðili í samskiptum vátryggingataka og vátryggingafélags án þess að greidd sé sérstök þóknun fyrir þá þjónustu. Séreignarlífeyrir: Skynsamleg ráðstöfun Nokkuð almenn samstaða er í þjóðfélaginu um að samningar um séreignarlífeyri og viðbótarlífeyrissparnað séu skynsamleg ráðstöfun. Tímalengd samnings og ávöxtun til langtíma skiptir vitaskuld miklu máli um lokaniðurstöðu. Hin óháða þjónusta Aurbjörg á aurbjorg.is framkvæmir meðal annars samanburð á kjörum fjármálaþjónustu, til dæmis hvað snertir líftryggingar og séreignarsparnað. Vert er að hvetja almenning til að kynna sér þann samanburð og hafa þann fyrirvara á að ávöxtun sveiflast og að árangur í fortíð er aldrei loforð um farsæld í framtíð. Kostnaður liggur fyrir í upphafi Á það hefur verið bent að kostnaður við samninga um viðbótarlífeyrissparnað erlendra vörsluaðila – kostnaður sem ákveðinn er í upphafi samnings – er jafnan mestur fyrstu 5 ár samningstímans. Það er hentug högun fyrir flesta samningstaka. Ástæðan er sú að laun samningshafa eru oftast nær lægri í upphafi þar sem samningstaki hækkar með árunum í launum, bæði vegna almennra launahækkana og hefðbundins framgangs í starfi. Heildarsamningskostnaður ætti alltaf að liggja fyrir með gegnsæjum hætti við samningsgerð og vera bindandi fyrir allan líftíma samningsins. Aukinn rekstrarkostnaður lífeyrissjóða Kostnaður við rekstur íslenska lífeyrissjóðskerfisins, þar með talið sölu- og markaðsstarf, hefur á síðustu árum aukist töluvert meira heldur en aukning á mótteknum iðgjöldum. Þetta kom fram á Alþingi í júní 2025 í svari efnahags- fjármála- og efnahagsráðherra, Daða Más Kristóferssonar, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar alþingismanns um rekstrarkostnað íslenskra lífeyrissjóða. Áhyggjuefni? Í svari ráðherra kom fram að á síðustu 5 árum hefur rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna aukist um 69% á sama tíma og iðgjöld hafa hækkað um 46%. Á árinu 2024 voru greidd iðgjöld til alls kerfisins um 400 milljarðar króna, en rekstrarkostnaður kerfisins þetta sama ár var um 45 milljarðar króna, sem er um 11% af iðgjöldum. Að sjálfsögðu er kostnaður vegna sölu og markaðsstarfs innifalinn í öllum vörum og þjónustu í framboði á markaði, en þessi aukning á kostnaði í íslenska lífeyrissjóðakerfinu gæti þó valdið einhverjum sjóðsfélögum áhyggjum. Að fjárfesta hluta sparnaðar erlendis Flestir Íslendingar eru með eignir sínar nær alfarið bundnar við íslenskt efnahagslíf og íslenska krónu, til að mynda fasteignir, lausafé og skyldulífeyri. Það er aftur á móti nokkuð óumdeild og vinsæl nálgun í fjárfestingarfræðum að dreifa eggjunum í mismunandi körfur. Íslenskt efnahagslíf hefur sögulega verið mjög sveiflukennt og íslenska krónan sömuleiðis. Mörgu fólki hefur því þótt skynsamlegt gegnum árin að koma hluta af heildareignum sínum – til dæmis viðbótarlífeyrissparnaði – fyrir í stöðugra efnahagsumhverfi á alþjóðlegum vettvangi. Arnar Már er stjórnarformaður Tryggingar og ráðgjöf ehf. Ásgerður er framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Talsverð umræða hefur verið um markaðskostnað og söluþóknanir vátryggingamiðlana undanfarnar vikur og mánuði. Undirrituð vilja af því tilefni tína til nokkra fróðleikspunkta um þóknanir vátryggingamiðlana og rekstrarkostnað íslenskra lífeyrissjóða. Þrjár mikilvægar staðreyndir Það er ekkert launungarmál að vátryggingamiðlanir fá þóknun frá vátryggingafélögum fyrir að koma á viðskiptasambandi á milli tryggingataka og vátryggingafélags. Í þessu samhengi þarf að hafa eftirfarandi hluti í huga. Kostnaður vegna sölu og markaðsstarfs er innifalinn í öllum vörum og þjónustu sem boðin eru frjálsum markaði. Vátryggingasamningar eru engin undantekning þar á. Vátryggingamiðlanir verða að vanda til verka við gerð samninga við viðskiptavini, til dæmis vegna þess að þær þurfa að endurgreiða þóknanir ef tryggingataki ákveður að segja upp samningi innan ákveðins tíma. Þessi ábyrgð vátryggingamiðlana varir í mörg ár. Þarna fara saman hagsmunir vátryggingataka, vátryggingafélags og vátryggingamiðlana. Eftir að samningur er kominn á þjónustar vátryggingamiðlun samninginn og er milligönguaðili í samskiptum vátryggingataka og vátryggingafélags án þess að greidd sé sérstök þóknun fyrir þá þjónustu. Séreignarlífeyrir: Skynsamleg ráðstöfun Nokkuð almenn samstaða er í þjóðfélaginu um að samningar um séreignarlífeyri og viðbótarlífeyrissparnað séu skynsamleg ráðstöfun. Tímalengd samnings og ávöxtun til langtíma skiptir vitaskuld miklu máli um lokaniðurstöðu. Hin óháða þjónusta Aurbjörg á aurbjorg.is framkvæmir meðal annars samanburð á kjörum fjármálaþjónustu, til dæmis hvað snertir líftryggingar og séreignarsparnað. Vert er að hvetja almenning til að kynna sér þann samanburð og hafa þann fyrirvara á að ávöxtun sveiflast og að árangur í fortíð er aldrei loforð um farsæld í framtíð. Kostnaður liggur fyrir í upphafi Á það hefur verið bent að kostnaður við samninga um viðbótarlífeyrissparnað erlendra vörsluaðila – kostnaður sem ákveðinn er í upphafi samnings – er jafnan mestur fyrstu 5 ár samningstímans. Það er hentug högun fyrir flesta samningstaka. Ástæðan er sú að laun samningshafa eru oftast nær lægri í upphafi þar sem samningstaki hækkar með árunum í launum, bæði vegna almennra launahækkana og hefðbundins framgangs í starfi. Heildarsamningskostnaður ætti alltaf að liggja fyrir með gegnsæjum hætti við samningsgerð og vera bindandi fyrir allan líftíma samningsins. Aukinn rekstrarkostnaður lífeyrissjóða Kostnaður við rekstur íslenska lífeyrissjóðskerfisins, þar með talið sölu- og markaðsstarf, hefur á síðustu árum aukist töluvert meira heldur en aukning á mótteknum iðgjöldum. Þetta kom fram á Alþingi í júní 2025 í svari efnahags- fjármála- og efnahagsráðherra, Daða Más Kristóferssonar, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar alþingismanns um rekstrarkostnað íslenskra lífeyrissjóða. Áhyggjuefni? Í svari ráðherra kom fram að á síðustu 5 árum hefur rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna aukist um 69% á sama tíma og iðgjöld hafa hækkað um 46%. Á árinu 2024 voru greidd iðgjöld til alls kerfisins um 400 milljarðar króna, en rekstrarkostnaður kerfisins þetta sama ár var um 45 milljarðar króna, sem er um 11% af iðgjöldum. Að sjálfsögðu er kostnaður vegna sölu og markaðsstarfs innifalinn í öllum vörum og þjónustu í framboði á markaði, en þessi aukning á kostnaði í íslenska lífeyrissjóðakerfinu gæti þó valdið einhverjum sjóðsfélögum áhyggjum. Að fjárfesta hluta sparnaðar erlendis Flestir Íslendingar eru með eignir sínar nær alfarið bundnar við íslenskt efnahagslíf og íslenska krónu, til að mynda fasteignir, lausafé og skyldulífeyri. Það er aftur á móti nokkuð óumdeild og vinsæl nálgun í fjárfestingarfræðum að dreifa eggjunum í mismunandi körfur. Íslenskt efnahagslíf hefur sögulega verið mjög sveiflukennt og íslenska krónan sömuleiðis. Mörgu fólki hefur því þótt skynsamlegt gegnum árin að koma hluta af heildareignum sínum – til dæmis viðbótarlífeyrissparnaði – fyrir í stöðugra efnahagsumhverfi á alþjóðlegum vettvangi. Arnar Már er stjórnarformaður Tryggingar og ráðgjöf ehf. Ásgerður er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar