Fyrsta geimferðin með eingöngu konum um borð
Fyrsta geimferðin, þar sem eingöngu konur voru um borð í geimfarinu, var farin í dag. Ferðin var á vegum Blue Origin, geimflugfélags auðkýfingsins Jeffs Bezos. Meðal þeirra sex sem voru í áhöfninni var Lauren Sanchéz unnusta Bezos og verðlaunablaðamaður og Katy Perry poppstjarna. Ferðin tók ekki langan tíma, alls 10 mínútur og 21 sekúndu og náði flaugin 105 kílómetra hæð.