Unnið að fornleifarannsókn við Spítalastíg
Unnið er að fornleifarannsókn við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur um þessar mundir, á gömlu bæjarstæði Efstabæjar. Í ljós hafa komið miklar grjóthleðslur, sem eru undirstöður hússins og viðbyggingarinnar.