Trump og Pútín ræddu saman í síma síðdegis
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddu saman í síma síðdegis. Samkvæmt yfirlýsingum Hvíta hússins samþykkti Pútín að stöðva árásir á orkuinnviði Úkraínu tímabundið, að því gefnu að Úkraínumenn láti af árásum sínum á olíuframleiðsluinnviði Rússlands.