Guðmundur Ari þingflokksformaður Samfylkingar
Þingflokkur Samfylkingar samþykkti í dag tillögu formannsins um að Guðmundur Ari Sigurjónsson þingmaður Suðvesturkjördæmis verði þingflokksformaður. Arna Lára Jónsdóttir verður varaformaður stjórnar þingflokks og Kristján Þórður Snæbjarnarson ritari. Öll eru þau nýir þingmenn flokksins.