Atvinnu- og menningarsýning á Ísafirði
Fjölmargir sóttu sýninguna Gullkistan Vestfirðir, sem fór fram í íþróttahúsinu Torfsnesi á Ísafirði í dag. Áttatíu fyrirtæki, stofnanir og frumkvöðlar tóku þátt og kynntu blómlega menningar- og atvinnustarfsemi sína í landshlutanum. Myndefnið er frá Hauki Sigurðssyni.