Svikarar haft yfir hálfan milljarð af Íslendingum
Svikahrappar hafa haft að minnsta kosti hálfan milljarð af íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum það sem af er ári. Fjöldi fjársvikamála hefur ríflega tvöfaldast á milli ára en óttast er að tilfellin séu mun fleiri en lögreglu er kunnugt um.