Kínverjar halda heræfingu umhverfis Taívan

Yfirvöld í Taívan fordæma heræfingar Kínverja umhverfis landið sem hófust í gærkvöldi. Kínverskar sjó- og flughersveitir umkringdu Taívan í morgun og segja yfirvöld á meginlandinu að um sé að ræða viðvörun til aðskilnaðarsinna á eyjunni og bandamanna þeirra. Æfingin, sem kallast Réttlætisförin 2025, er liður í viðbrögðum Kínverja við nýjum vopnakaupssamningi milli Taívan og Bandaríkjanna sem nýlega var samþykktur.

2
01:18

Vinsælt í flokknum Fréttir