
Hallbera skaut Valskonum í úrslitaleikinn
Hallbera Guðný Gísladóttir tryggði Val 2-1 sigur á Breiðabliki í undanúrslitaleik Lengjubikars kvenna á gervigrasinu á Hlíðarenda í kvöld en Valsliðið mætir annaðhvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Valur hefur titil að verja eftir að hafa unnið Fylki í úrslitaleiknum í fyrra.