Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Fleiri sjóræningjamyndir á dagskrá

Jerry Bruckheimer hefur ekki útilokað að kvikmyndahúsagestir fái meira af sjóræningjunum á Karíbahafinu. Þriðja myndin um Jack Sparrow og félaga verður frumsýnd í lok þessa mánaðar en þær hafa allar rakað inn peningum. Bruckheimer segir að þrátt fyrir að næsta mynd verði lokakaflinn um ævintýri Sparrows útilokar hann ekki að búnar verði til svokallaðar „spin-off“ myndir um aðrar persónur myndarinnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rómantísk Vegas-mynd

Cameron Diaz og Ashton Kutcher eru í viðræðum um að leika í rómantísku myndinni What Happens in Vegas ... Myndin fjallar um tvær ókunnugar manneskjur sem vakna með mikla timburmenn í Vegas eftir að hafa gift sig kvöldið áður. Einnig uppgötva þau að annað þeirra hefur unnið stóran vinning með smápeningum hinnar manneskjunnar. Skapar þetta vitaskuld mikil vandamál.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þríleikur um Tinna

Leikstjórarnir Steven Spielberg og Peter Jackson ætla að kvikmynda þríleik um teiknimyndapersónuna vinsælu Tinna. Ætla þeir að leikstýra hvor í sínu lagi fyrstu tveimur myndunum en enn á eftir að ákveða hver leikstýrir þriðju myndinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Syndlaus Banderas

Antonio Banderas er svekktur yfir því að fá ekki hlutverk í næstu Sin City-mynd en hann hafði gert sér vonir um að blása nýju lífi í feril sinn eftir frekar mögur ár með þátttöku í henni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Útskrift Kvikmyndaskólans

Á föstudag og laugardag sýndu nemendur Kvikmyndaskóla Íslands lokaverkefni sín í Bæjarbíói í Hafnarfirði og húsakynnum skólans að Lynghálsi: átta lokaverkefni nemenda sem unnin voru undir stjórn Ágústs Guðmundssonar og enn fleiri áfangaverkefni sem unnin voru undir handleiðslu Maríönnu Friðjónsdóttur, Viðars Víkingssonar, Þorgeirs Guðmundssonar og Hilmars Oddssonar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Synirnir á báðum áttum með pabba

„Synir mínir eiga safnið og hafa skyldað mig til að horfa á það allt,“ segir leikarinn Ellert Ingimundarson en hann hefur verið ráðinn til að tala fyrir hinn guðhrædda Ned Flanders í Simpson-myndinni sem frumsýnd verður í sumar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Star Wars í efsta sæti

Star Wars hefur verið kjörin sú mynd sem hefur haft mest áhrif á tæknibrellur annarra mynda í gegnum tíðina. Star Wars, sem kom út 1977, hvatti marga til að starfa við tæknibrellur í kvikmyndum, að því er kom fram niðurstöðum könnunar Samtaka tæknibrellna í Bandaríkjunum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Coppola sýnir í Róm

Fyrsta kvikmynd leikstjórans Francis Ford Coppola í tíu ár verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Róm í október. Myndin nefnist Yout Without Youth og gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Með aðalhlutverk fer Tim Roth. Leikur hann prófessor sem verður að skotmarki nasista eftir að hann kemst yfir formúlu fyrir ódauðleika.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Green Day í Simpsons

Bandaríska hljómsveitin Green Day kemur fram í gestahlutverki í kvikmyndinni The Simpsons sem kemur út í sumar eftir margra ára bið. Koma söngvarinn Billie Joe og félagar fram í stuttu atriði skömmu áður en myndin endar. Öskrar barþjónninn Moe á þá og biður um að spila ekki svona hátt.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Landnámssetrið eins árs

Ár er nú liðið frá opnun Landnámssetursins í Borgarnesi og af því tilefni eru aðdáendur afmæla og einkum þeir yngstu boðnir sérstaklega velkomnir í setrið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vill sexalógíu

Kvikmyndaframleiðandinn The Halcyon Co. hefur keypt sýningarréttinn að kvikmyndunum um Tortímandann og ætlar sér að búa til þrjár myndir til viðbótar þannig að úr verði sexalógía.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Upphefð í annað sinn

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir leikskáld á heiðurinn að verkinu Listin að lifa sem var valið áhugaverðasta áhugaleiksýning leikársins 2006-2007. Þetta er í annað sinn sem höfundinum hlotnast þessi heiður en verkið verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í júní.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sopranos-leikari á tímamótum

Michael Imperioli er staddur hér á landi til að leika í kvikmynd Ólafs Jóhannes­sonar, Stóra planið, þar sem hann fer með hlutverk glæpa­foringjans Alexanders. Freyr Gígja Gunnars­son hitti leikarann við sjávar­síðuna á Seltjarnarnesi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Edda fyrir Eddu

Borgarleikhúsið og Edda Björgvinsdóttir standa fyrir styrktarsýningu á leikritinu Alveg Brilljant Skilnaður á miðvikudag 16. maí kl. 20:00 á Nýja Sviði Borgarleikhússins og mun allur ágóði sýningarinnar renna til leikkonunnar Eddu Heiðrúnar Backman sem stríðir nú við alvarlegan sjúkdóm.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þrjú ár í lokaþátt Lost

Þrjár þáttaraðir til viðbótar af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Lost verða teknar upp. Eftir það ljúka þættirnir göngu sinni, árið 2010. Að sögn framleiðenda mun lokaþátturinn sem svo margir hafa beðið eftir koma fólki gjörsamlega í opna skjöldu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Snúa aftur

Vinkonurnar Skoppa og Skrítla hafa snúið aftur í Ævintýraland Þjóðleikhússins. Leikkonurnar Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir eru í hlutverkum Skoppu og Skrítlu en Hrefna gerir einnig handritið. Hallur Ingólfsson semur tónlistina og búninga og leikmynd gerir Katrín Þorvaldsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Das Leben des Anderen - fjórar stjörnur

Margverðlaunuð kvikmynd leikstjórans Florians Henckel von Donnersmarck, Líf annarra, gerist í sundruðu Þýskalandi árið 1984, austanmegin í Berlín hefur öryggislögreglan Stasi nef sitt í hvers manns koppi og væni­sýkin er í hámarki.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gerir það gott í Þýskalandi

Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Spiderman slær í gegn á Íslandi

Spiderman 3 sló heldur betur í gegn hér heima eins og víðast hvar um heiminn. Myndina sáu hátt í 15 þúsunds manns á aðeins þremur dögum og er þetta því stærri opnun en bæði Spiderman 1 og Spiderman 2.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Köngulóarmaðurinn snýr aftur

Sam Raimi mætir til leiks nú um helgina með þriðju myndina um Köngulóarmanninn Peter Parker en kvikmyndahúsagestir hafa bundist þessum veggjaklifrara og ofurhuga miklum tryggðarböndum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Áhorfendur varaðir við

Japanskur dreifingaraðili kvikmyndarinnar Babel hefur varað fólk við því að því gæti liðið illa við að horfa á myndina. Að sögn dreifingaraðilans hafa fimmtán manns kvartað undan ógleði eftir að hafa horft á myndina. Um er að ræða atriði þar sem persóna japönsku leikkonunnar Rinko Kikuchi fer á næturklúbb með ljósum sem blikka ákaft. Hefur áhorfendum orðið óglatt við það að horfa á ljósin.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Cusack til liðs við Óttar og De Bont

John Cusack er fyrsti leikarinn sem skrifar undir samning um að leika í kvikmyndinni Stoppin Power en henni er leikstýrt af Jan De Bont. Íslendingar eiga sinn hlut í myndinni en tökumaður myndarinnar verður Óttar Guðnason.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Háskólabíó verði heimavöllur Íslands

Sena hefur tekið við rekstri Háskólabíós af Sambíóunum og hyggst gera kvikmyndahúsið að heimavelli íslenskrar kvikmyndagerðar. Af því tilefni hefur verið ákveðið að bjóða upp á „tveir fyrir einn“-tilboð á spennumyndirnar Köld slóð og Mýrina.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sjóræningjar og Spartverjar einoka MTV-hátíðina

Stórsmellurinn 300 og sjóræningjarnir á Karíbahafinu berjast um hylli áhorfenda á MTV-kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Los Angeles. Báðar eru tilnefndar sem besta myndin og keppa þar við Little Miss Sunshine, Blades of Glory og Borat. Tilkynnt hefur verið að Sarah Silverman muni kynna hátíðina, sem verður sýnd í beinni útsendingu í fyrsta sinn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þegar múrinn féll

Græna ljósið tekur til sýningar um helgina þýsku myndina Líf hinna eða Das Leben der Anderen en hún hlaut Óskarsverðlaun sem besta erlenda myndin fyrr á árinu. Að venju býður Græna ljósið félögum í kvikmyndaklúbbnum sínum frítt á myndina um opnunarhelgina en þeir fá sendan miðakvóta á föstudaginn sem þeir geta notað á midi.is.

Bíó og sjónvarp