

Bónus-deild karla
Leikirnir

Upphitun fyrir bikarleikinn í Ásgarði
Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. Í Ásgarði í Garðabæ taka bikarmeistarar Stjörnunnar á móti Keflavík en þessi lið drógust einmitt saman í 32-liða úrslitum Subwaybikarsins í dag.

Annar Íslendingurinn sem skorar yfir 50 stig í úrvalsdeildinni
Marvin Valdimarsson, leikmaður Hamars í Hveragerði, varð í gær aðeins annar Íslendingurinn til þess að brjóta 50 stiga múrinn í sögu úrvalsdeild karla.

Njarðvík mætir KR í Subwaybikarnum
Í dag var dregið í 32-liða úrslit í Subwaybikar karla. Allir gátu mætt öllum og úr varð að 32-liða úrslitin bjóða upp á stórleiki.

Fannar: Ungu pungarnir eru að spila eins og englar
"Ég held að það hafi verið vörnin sem kláraði þetta hjá okkur í kvöld. Við þurfum að vinna aðeins í sóknarleiknum en höfum í sjálfu sér engar áhyggjur af því," sagði Fannar Ólafsson fyrirliði KR eftir að hans menn lögðu ÍR 82-73 í Iceland Express deildinni í kvöld.

Jón Arnar: Töpuðum þessu á fráköstunum
"Þetta var stál í stál leikur með mikilli baráttu. Ég var ánægður með vörnina hjá okkur en við töpuðum þessu á fráköstunum. Þeir hirtu 16 sóknarfráköst og fengu fyrir vikið fleiri tækifæri í sókninni," sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR eftir að hans menn töpuðu fyrir KR í hörkuleik í Iceland Express deildinni í kvöld.

IE deildin í kvöld: Marvin skoraði 51 stig fyrir Hamar
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og unnust þeir allir á heimavelli.

Iceland Express-deild karla: Allt eftir bókinni
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla. Fyrirfram var ekki búist við mikilli spennu í leikjum kvöldsins og gekk það eftir þar sem sterkari liðinu þrjú unnu örugga sigra.

Umfjöllun: Draumabyrjun Sigurðar með Njarðvík
Sigurður Ingimundarson þreytti frumraun sína sem þjálfari Njarðvíkur í kvöld er hans menn sóttu ÍR heim í íþróttahús Kennaraháskólans. Frumraunin gekk vel því Njarðvík vann öruggan sigur, 70-88.

Iceland Express-deild karla: Engin óvænt úrslit
Iceland Express-deild karla hófst í kvöld með þrem leikjum. Er óhætt að segja að úrslit kvöldsins hafi verið eftir bókinni.

Grindavík spáð Íslandsmeistaratitlinum
Kynningarfundur KKÍ fyrir Iceland Express-deildirnar fór fram í Kópavogi í dag. Þar var að venju birt hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna.

Teitur: Hlakka til vetrarins ef þetta er það sem koma skal
Bikarmeistarar Stjörnunnar unnu KR í hörkuleik um titilinn meistarar meistaranna í kvöld. Teitur Örlygsson var verulega ánægður með sitt lið og segir leikinn gefa góð fyrirheit um skemmtilegan vetur.

Fannar: Erum komnir stutt á veg
Stjarnan vann KR í kvöld í baráttunni um titilinn meistarar meistaranna í DHL-höllinni í kvöld. Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, sagði eftir leik að Vesturbæjarliðið eigi enn töluvert í land.

Stjarnan vann eftir spennandi viðureign gegn KR
Stjarnan er meistari meistaranna í karlaflokki eftir sigur á KR 80-89 í DHL-höllinni í kvöld. Garðbæingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð og lögðu Íslandsmeistarana í þessum árlega leik en hann var fyrirtaks skemmtun fyrir áhorfendur.

Benedikt: Stefnum á þann stóra
„Þetta var nokkuð sannfærandi og það er kannski eðlilegt. Það vantaði tvær landsliðsstelpur í Haukaliðið," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, eftir sigur liðsins í leik um titilinn meistarar meistaranna.

Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í dag
Körfuboltavertíðin hefst formlega í dag þegar Meistarakeppni KKÍ fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum þar sem Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils í karla og kvenna flokki eigast við.

Sigurður til Njarðvíkur: Valur vék ekki fyrir mér
Sigurður Ingimundarson var í dag ráðinn þjálfari körfuboltaliðs Njarðvíkur en í gær var tilkynnt að Valur, bróðir Sigurðar, myndi hætta þjálfun liðsins.

Poweradebikar karla: Grindavík og Njarðvík mætast í úrslitaleik
Leikið var í undanúrslitum Poweradebikars karla í körfubolta í kvöld og þá varð ljóst að boðið verður upp á Suðurnesjaslag í úrslitaleiknum.

KR-ingar búnir að finna sér leikstjórnanda í körfunni
Íslandsmeistarar KR eru búnir að semja við bandaríska körfuknattleiksmanninn Semaj Inge sem er leikstjórnandi og útskrifaðist úr Temple-háskólanum í vor. Semja er 23 ára gamall og 195 cm á hæð og er því hávaxinn fyrir leikstjórnenda.

Troðslusýning í Toyota-höllinni á þessu tímabili - myndband
Rahshon Clark mun leika með liði Keflavíkur í Iceland Express deild karla í vetur eins og fram kom á Vísi í morgun. Stuðningsmenn Keflavíkur geta farið að hlakka til tilþrifa kappans því þarna er mikill troðslukóngur á ferðinni enda var hann fastagestur á ESPN yfir bestu tilþrifin í NCAA-deildinni.

Keflvíkingar búnir að ná sér í Kana
Keflvíkingar hafa samið við tvo Bandaríkjamenn fyrir komandi átök í Iceland Express-deildum karla og kvenna í vetur.

Jón Ólafur var sjóðheitur á fyrsta Reykjanes Cup mótinu
Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson var valinn besti leikmaðurinn á fyrsta Reykjanes Cup mótinu sem lauk í gær. Jón Ólafur kórónaði frábært mót með því að skora 31 stig í úrslitaleiknum þar sem Snæfell vann 99-81 sigur á Njarðvík.

Snæfellingar unnu Reykjanes Cup á sannfærandi hátt
Snæfell tryggði sér í gær sigur á fyrsta Reykjanes Cup mótinu í körfubolta sem verður hér eftir árlegur viðburður í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ. Snæfell vann 18 stiga sigur á Njarðvík, 99-81, í úrslitaleiknum.

Njarðvík og Snæfell spila til úrslita á fyrsta Reykjanes Cup mótinu
Njarðvík og Snæfell spila til úrslita á fyrsta Reykjanes Cup mótinu í körfubolta sem lýkur í Toyota-höllinni í Keflavík í dag. Snæfell vann báða leiki sína í riðlakeppninni en Njarðvíkingar þurftu að treysta á hjálp nágranna sinna í Keflavík til að komast í úrslitaleikinn.

Jón Arnór: Ég var lélegur
Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag.

Logi: Vorum eins og aumingjar í byrjun
Logi Gunnarsson var alls ekki sáttur við leik Íslands eftir tapið gegn Austurríki í kvöld og þá sérstaklega slaka byrjun liðsins.

Umfjöllun: Tap gegn Austurríki
Ísland hafnaði í fjórða sæti A-riðils B-deildar Evrópukeppni landsliða í körfubolta eftir, 76-65, ósigur gegn Austurríki í úrslitaleik um þriðja sæti riðilsins.

Tommy Johnson leikur með KR næsta vetur
KR-ingar hafa náð í góðan liðstyrk í körfunni því Bandaríkjamaðurinn Tommy Johnson mun spila sem bosman-leikmaður hjá liðinu á næsta tímabili. Tommy varð Íslandsmeistari með Keflavík árið 2008 og lék við góðan orðstír suður með sjó. Hann er með breskt vegabréf og telst því Bosman leikmaður. Þetta kom fram á heimasíðu KR-inga.

Guðjón Skúlason ráðinn þjálfari Keflavíkur
Keflvíkingar tilkynntu í dag um ráðningu Guðjóns Skúlasonar sem þjálfara meistaraflokks karla í körfubolta en Guðjón skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

Pálmi og þrír aðrir sömdu við Snæfell
Pálmi Freyr Sigurgeirsson hefur yfirgefið herbúðir Íslandsmeistara KR eftir fjögur ár í Vesturbænum. Hann heldur á kunnuglegar slóðir og hefur samið við Snæfell í Stykkishólmi en hann lék með liðinu um síðustu aldamót.

Titilvörn Vesturbæinga hefst í Iðunni
Körfuknattleikssamband Íslands er búið að draga í töfluröð í Iceland Express deild karla næsta vetur og birti yfirlit yfir fyrstu tvær umferðirnar á heimasíðu sinni í dag.