Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Segir Ómar hafa hótað pari mál­sókn vegna við­tals

Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna.

Innlent
Fréttamynd

Segir les­skilningi fara hrakandi og baunar á for­manninn

Ómar R. Valdimarsson, lögmaður og eigandi Flugbóta.is, gefur lítið fyrir gagnrýni á störf hans þegar mál var höfðað fyrir hönd ungra hjóna, að því er virðist að þeim forspurðum. Máli sínu til stuðnings birtir hann tölvupóstsamskipti við umbjóðendur sína opinberlega á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Ingi­mar með lög­regluna á hælunum ára­tugum saman

Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, maður sem er eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol að beiðni lögreglu á Íslandi, hlaut þungan fangelsisdóm hér á landi í kringum síðustu aldamót. Þá hefur hann hlotið dóm í Þýskalandi og verið handtekinn í Mexíkó.

Innlent
Fréttamynd

Ekki barnarán í til­felli móður

Sakfellingu konu, sem flutti með tvö börn sín til útlanda í trássi við vilja föður barnanna, hefur verið snúið við í Hæstarétti. Foreldrar barnanna fara báðir með forsjá þeirra og því taldi Hæstiréttur að ákvæði hegningarlaga um barnarán ætti ekki við um háttsemi konunnar.

Innlent
Fréttamynd

Héraðs­dómur segir Sindra mögu­lega hafa haft ill­virki í huga

Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur eru einhverjar líkur á því að Sindri Snær Birgisson, sakborningur í hryðjuverkamálinu svokallaða, hafi haft einhvers konar illvirki í huga, þó ekki liggi fyrir hvers eðlis sá verknaður væri. Hann hafi einnig átt erfitt með að útskýra ýmsar athafnir sínar. Hins vegar hafi ákæruvaldinu ekki tekist að sanna það að hann hafi ætlað að fremja hryðjuverk

Innlent
Fréttamynd

Heyrðu fyrst frá blaða­manni um dóms­málið og að þau hefðu tapað því

Par sem sótti bætur í gegnum flugbaetur.is vissi hvorki að dómur hefði fallið í málinu né að þeim hefði verið dæmt að greiða málskostnað. Formaður lögmannafélagsins segir að slíkt eigi ekki að geta gerst. Ómar R. Valdimarsson sem rekur Flugbætur segir að skjólstæðingar beri ekki kostnaðinn þegar mál fari á þennan veg.

Neytendur
Fréttamynd

Krafðist 27 milljóna en fær ekki krónu

Kona sem stefndi ríkinu vegna ákvörðunar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að stöðva ráðningarferli í stöðu forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, eftir að konan hafði ein verið metin hæf, fær engar bætur. Hún krafðist ríflega 27 milljóna króna í skaða og miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Sam­staða hefði myndast gegn konu í um­töluðu nauðgunar­máli

23 ára gömul kona sem sýknuð var af ásökunum um rangar sakargiftir í nauðgunarmáli var greind með áfallastreituröskun eftir endurtekin viðtöl hjá sálfræðingi. Skilaboð til vinkonu þess efnis að kynlíf með stráknum hefði verið gott voru ekki nægjanleg til að sanna að hún væri sek um rangar sakargiftir. Samstaða virtist hafa myndast meðal hóps gegn konunni. 

Innlent
Fréttamynd

Var í símanum undir stýri og fær kaskótryggingar ekki endur­greiddar

Vátryggingafélag Íslands þarf ekki að endurgreiða manni kaskótryggingar, sem félagið hafði endurkrafið manninn um í kjölfar umferðarslyss sem hann olli. Maðurinn hafði ekið aftan á röð bifreiða á Reykjanesbraut á meðan hann var í símanum undir stýri og urðu fjórir bílar fyrir skemmdum. 

Innlent
Fréttamynd

Refsing Vil­hjálms þyngd fyrir að nauðga og svipta vændis­konu frelsi

Vilhjálmur Freyr Björnsson þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl 2021. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Dómur fyrir nauðgun á Írskum dögum stendur

Eldin Skoko, karlmanni á 37. aldursári, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í nauðgunarmáli sem Landsréttur tók til meðferðar eftir að beiðni hans um endurupptöku var samþykkt. Eldin fékk tveggja og hálfs árs dóm í héraði og Landsrétti árið 2018 og fór úr landi þegar honum var veitt reynslulausn árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvö­földu endurkomubanni

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Harka­legt kyn­líf?

Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi.

Skoðun