Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júlí 2025 09:01 Þessi meinti aðdragandi manndrápsins varð á Klambratúni daginn áður en greint var frá andlátinu. Vísir/Vilhelm Ásgeir Kári Linduson telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda manndráps sem varð í íbúðarhúsi í Breiðholti í október síðastliðunum. Sama dag og drápið var framið varð hann vitni að því þegar maður hótaði að myrða konu, sem Ásgeir taldi móður mannsins. Daginn eftir las hann um að maður væri í gæsluvarðhaldi grunaður um að verða móður sinni að bana. Í lok síðustu viku var hinn fertugi Ymur Art Runólfsson sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í umræddu máli með því að stinga hana með hnífi að minnsta kosti 22 sinnum á heimili hennar í Breiðholti. Ymur var metinn sakhæfur, en ekki gerð refsing og þess í stað látinn sæta öryggisvistun. Sagði konuna hafa komið sér fyrir í fangelsi Atvik málsins áttu sér stað um miðnætti milli 23. og 24. október. Fyrri dagsetninguna hafði Ásgeir verið í göngutúr með fjölskyldu sinni um Klambratún í Reykjavík og orðið vitni að því sem hann telur vera aðdraganda andlátsins. „Ég var að labba með kærustunni minni og börnunum okkar á Klambratúni þegar við heyrðum í einhverjum ótrúlega reiðum manni. Við kíktum og sáum fullorðna konu sem sat á bekk og það stóð maður yfir henni og öskraði reiðilega á hana. Hann talaði um að hann væri nýsloppinn úr fangelsi og að hún hafi komið honum fyrir þar. Hann sagðist ætla að myrða hana,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Þegar Ymur varð móður sinni að bana var hann nýbúinn að ljúka afplánun í fangelsi. Hann hafði tveimur árum áður hlotið tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, meðal annars vegna alvarlegrar árásar í garð móðurinnar. Hann afplánaði allan dóminn. Þess má einnig geta að árið 2006 var hann sýknaður af ákæru fyrir að stinga föður sinn í bakið vegna ósakhæfis. Las um andlátið daginn eftir Ásgeir segist hafa hringt á lögregluna þegar hann gekk fram á manninn og konuna í Klambratúni. „Við stoppuðum. Ég tók upp símann og hringdi á lögregluna og sagði þeim frá því að maður sem væri nýsloppinn úr fangelsi, væri að hóta að myrða konu, sem virtist vera móðir hans. Ég útskýrði það fyrir þeim og þeir sögðust ætla að senda bíl,“ segir Ásgeir. „Við stóðum þarna í korter. Svo kom konan sér í burtu, og hann hvarf líka. Þannig við ákváðum að fara líka, við vorum þarna með börnin okkar.“ Daginn eftir hafi þau svo lesið frétt um það í fjölmiðlum að andlát konu á sjötugsaldri væri til rannsóknar og að sonur hennar væri komin í gæsluvarðhald. Í kjölfarið bárust fréttir af því að sakborningurinn hefði verið nýsloppinn úr fangelsi vegna ofbeldis í garð móður sinnar, og svo var upplýst um nafn hans í fjölmiðlum: Ymur Art Runólfsson. Þá hafi Ásgeir flett þeim upp og séð að þarna væri um að ræða sama fólk og hann sá við Klambratúnið. „Ég er alveg viss um að þetta sé þetta sama mál. Og mér finnst svo súrt að lögreglan hafi ekki mætt,“ segir Ásgeir. „Þarna er maður í annarlegu ástandi og geðveilu sem er nýsloppinn úr fangelsi, og lögreglan er með tilkynningu um að hann segist ætla að myrða móður sína, og hann fer og myrðir móður sína. Mér finnst mjög skrýtin forgangsröðun að það sé ekki í forgangi.“ Banaði móður sinni í Breiðholti Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Í lok síðustu viku var hinn fertugi Ymur Art Runólfsson sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í umræddu máli með því að stinga hana með hnífi að minnsta kosti 22 sinnum á heimili hennar í Breiðholti. Ymur var metinn sakhæfur, en ekki gerð refsing og þess í stað látinn sæta öryggisvistun. Sagði konuna hafa komið sér fyrir í fangelsi Atvik málsins áttu sér stað um miðnætti milli 23. og 24. október. Fyrri dagsetninguna hafði Ásgeir verið í göngutúr með fjölskyldu sinni um Klambratún í Reykjavík og orðið vitni að því sem hann telur vera aðdraganda andlátsins. „Ég var að labba með kærustunni minni og börnunum okkar á Klambratúni þegar við heyrðum í einhverjum ótrúlega reiðum manni. Við kíktum og sáum fullorðna konu sem sat á bekk og það stóð maður yfir henni og öskraði reiðilega á hana. Hann talaði um að hann væri nýsloppinn úr fangelsi og að hún hafi komið honum fyrir þar. Hann sagðist ætla að myrða hana,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Þegar Ymur varð móður sinni að bana var hann nýbúinn að ljúka afplánun í fangelsi. Hann hafði tveimur árum áður hlotið tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, meðal annars vegna alvarlegrar árásar í garð móðurinnar. Hann afplánaði allan dóminn. Þess má einnig geta að árið 2006 var hann sýknaður af ákæru fyrir að stinga föður sinn í bakið vegna ósakhæfis. Las um andlátið daginn eftir Ásgeir segist hafa hringt á lögregluna þegar hann gekk fram á manninn og konuna í Klambratúni. „Við stoppuðum. Ég tók upp símann og hringdi á lögregluna og sagði þeim frá því að maður sem væri nýsloppinn úr fangelsi, væri að hóta að myrða konu, sem virtist vera móðir hans. Ég útskýrði það fyrir þeim og þeir sögðust ætla að senda bíl,“ segir Ásgeir. „Við stóðum þarna í korter. Svo kom konan sér í burtu, og hann hvarf líka. Þannig við ákváðum að fara líka, við vorum þarna með börnin okkar.“ Daginn eftir hafi þau svo lesið frétt um það í fjölmiðlum að andlát konu á sjötugsaldri væri til rannsóknar og að sonur hennar væri komin í gæsluvarðhald. Í kjölfarið bárust fréttir af því að sakborningurinn hefði verið nýsloppinn úr fangelsi vegna ofbeldis í garð móður sinnar, og svo var upplýst um nafn hans í fjölmiðlum: Ymur Art Runólfsson. Þá hafi Ásgeir flett þeim upp og séð að þarna væri um að ræða sama fólk og hann sá við Klambratúnið. „Ég er alveg viss um að þetta sé þetta sama mál. Og mér finnst svo súrt að lögreglan hafi ekki mætt,“ segir Ásgeir. „Þarna er maður í annarlegu ástandi og geðveilu sem er nýsloppinn úr fangelsi, og lögreglan er með tilkynningu um að hann segist ætla að myrða móður sína, og hann fer og myrðir móður sína. Mér finnst mjög skrýtin forgangsröðun að það sé ekki í forgangi.“
Banaði móður sinni í Breiðholti Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira