Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Jón Þór Stefánsson skrifar 10. júlí 2025 09:01 Þessi meinti aðdragandi manndrápsins varð á Klambratúni daginn áður en greint var frá andlátinu. Vísir/Vilhelm Ásgeir Kári Linduson telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda manndráps sem varð í íbúðarhúsi í Breiðholti í október síðastliðunum. Sama dag og drápið var framið varð hann vitni að því þegar maður hótaði að myrða konu, sem Ásgeir taldi móður mannsins. Daginn eftir las hann um að maður væri í gæsluvarðhaldi grunaður um að verða móður sinni að bana. Í lok síðustu viku var hinn fertugi Ymur Art Runólfsson sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í umræddu máli með því að stinga hana með hnífi að minnsta kosti 22 sinnum á heimili hennar í Breiðholti. Ymur var metinn sakhæfur, en ekki gerð refsing og þess í stað látinn sæta öryggisvistun. Sagði konuna hafa komið sér fyrir í fangelsi Atvik málsins áttu sér stað um miðnætti milli 23. og 24. október. Fyrri dagsetninguna hafði Ásgeir verið í göngutúr með fjölskyldu sinni um Klambratún í Reykjavík og orðið vitni að því sem hann telur vera aðdraganda andlátsins. „Ég var að labba með kærustunni minni og börnunum okkar á Klambratúni þegar við heyrðum í einhverjum ótrúlega reiðum manni. Við kíktum og sáum fullorðna konu sem sat á bekk og það stóð maður yfir henni og öskraði reiðilega á hana. Hann talaði um að hann væri nýsloppinn úr fangelsi og að hún hafi komið honum fyrir þar. Hann sagðist ætla að myrða hana,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Þegar Ymur varð móður sinni að bana var hann nýbúinn að ljúka afplánun í fangelsi. Hann hafði tveimur árum áður hlotið tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, meðal annars vegna alvarlegrar árásar í garð móðurinnar. Hann afplánaði allan dóminn. Þess má einnig geta að árið 2006 var hann sýknaður af ákæru fyrir að stinga föður sinn í bakið vegna ósakhæfis. Las um andlátið daginn eftir Ásgeir segist hafa hringt á lögregluna þegar hann gekk fram á manninn og konuna í Klambratúni. „Við stoppuðum. Ég tók upp símann og hringdi á lögregluna og sagði þeim frá því að maður sem væri nýsloppinn úr fangelsi, væri að hóta að myrða konu, sem virtist vera móðir hans. Ég útskýrði það fyrir þeim og þeir sögðust ætla að senda bíl,“ segir Ásgeir. „Við stóðum þarna í korter. Svo kom konan sér í burtu, og hann hvarf líka. Þannig við ákváðum að fara líka, við vorum þarna með börnin okkar.“ Daginn eftir hafi þau svo lesið frétt um það í fjölmiðlum að andlát konu á sjötugsaldri væri til rannsóknar og að sonur hennar væri komin í gæsluvarðhald. Í kjölfarið bárust fréttir af því að sakborningurinn hefði verið nýsloppinn úr fangelsi vegna ofbeldis í garð móður sinnar, og svo var upplýst um nafn hans í fjölmiðlum: Ymur Art Runólfsson. Þá hafi Ásgeir flett þeim upp og séð að þarna væri um að ræða sama fólk og hann sá við Klambratúnið. „Ég er alveg viss um að þetta sé þetta sama mál. Og mér finnst svo súrt að lögreglan hafi ekki mætt,“ segir Ásgeir. „Þarna er maður í annarlegu ástandi og geðveilu sem er nýsloppinn úr fangelsi, og lögreglan er með tilkynningu um að hann segist ætla að myrða móður sína, og hann fer og myrðir móður sína. Mér finnst mjög skrýtin forgangsröðun að það sé ekki í forgangi.“ Banaði móður sinni í Breiðholti Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Í lok síðustu viku var hinn fertugi Ymur Art Runólfsson sakfelldur fyrir að ráða móður sinni bana í umræddu máli með því að stinga hana með hnífi að minnsta kosti 22 sinnum á heimili hennar í Breiðholti. Ymur var metinn sakhæfur, en ekki gerð refsing og þess í stað látinn sæta öryggisvistun. Sagði konuna hafa komið sér fyrir í fangelsi Atvik málsins áttu sér stað um miðnætti milli 23. og 24. október. Fyrri dagsetninguna hafði Ásgeir verið í göngutúr með fjölskyldu sinni um Klambratún í Reykjavík og orðið vitni að því sem hann telur vera aðdraganda andlátsins. „Ég var að labba með kærustunni minni og börnunum okkar á Klambratúni þegar við heyrðum í einhverjum ótrúlega reiðum manni. Við kíktum og sáum fullorðna konu sem sat á bekk og það stóð maður yfir henni og öskraði reiðilega á hana. Hann talaði um að hann væri nýsloppinn úr fangelsi og að hún hafi komið honum fyrir þar. Hann sagðist ætla að myrða hana,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Þegar Ymur varð móður sinni að bana var hann nýbúinn að ljúka afplánun í fangelsi. Hann hafði tveimur árum áður hlotið tveggja ára fangelsisdóm fyrir ýmis brot, meðal annars vegna alvarlegrar árásar í garð móðurinnar. Hann afplánaði allan dóminn. Þess má einnig geta að árið 2006 var hann sýknaður af ákæru fyrir að stinga föður sinn í bakið vegna ósakhæfis. Las um andlátið daginn eftir Ásgeir segist hafa hringt á lögregluna þegar hann gekk fram á manninn og konuna í Klambratúni. „Við stoppuðum. Ég tók upp símann og hringdi á lögregluna og sagði þeim frá því að maður sem væri nýsloppinn úr fangelsi, væri að hóta að myrða konu, sem virtist vera móðir hans. Ég útskýrði það fyrir þeim og þeir sögðust ætla að senda bíl,“ segir Ásgeir. „Við stóðum þarna í korter. Svo kom konan sér í burtu, og hann hvarf líka. Þannig við ákváðum að fara líka, við vorum þarna með börnin okkar.“ Daginn eftir hafi þau svo lesið frétt um það í fjölmiðlum að andlát konu á sjötugsaldri væri til rannsóknar og að sonur hennar væri komin í gæsluvarðhald. Í kjölfarið bárust fréttir af því að sakborningurinn hefði verið nýsloppinn úr fangelsi vegna ofbeldis í garð móður sinnar, og svo var upplýst um nafn hans í fjölmiðlum: Ymur Art Runólfsson. Þá hafi Ásgeir flett þeim upp og séð að þarna væri um að ræða sama fólk og hann sá við Klambratúnið. „Ég er alveg viss um að þetta sé þetta sama mál. Og mér finnst svo súrt að lögreglan hafi ekki mætt,“ segir Ásgeir. „Þarna er maður í annarlegu ástandi og geðveilu sem er nýsloppinn úr fangelsi, og lögreglan er með tilkynningu um að hann segist ætla að myrða móður sína, og hann fer og myrðir móður sína. Mér finnst mjög skrýtin forgangsröðun að það sé ekki í forgangi.“
Banaði móður sinni í Breiðholti Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira