
Åge um Guðlaug: Með mjög mikinn karakter
Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Slóvakíu fyrr í kvöld var þjálfari liðsins, Åge Hareide, spurður út í frammistöðu Guðlaugs Victors Pálssonar en hann missti stjúpföður sinn á dögunum. Guðlaugur átti mjög góðan leik og mátti ekki sjá á honum að hafa orðið fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn.