Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Manchester-liðin skoruðu fjögur

    Fjórum af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta er nú lokið. Manchester United og City unnu sína leiki bæði 4-0. Þá unnu Englandsmeistarar Chelsea 3-1 útisigur á Everton.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Birkir á toppnum í Tyrklandi

    Landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason, Jóhann Berg Guðmundsson og Jón Daði Böðvarsson, léku allir með sínum liðum í dag. Birkir og Jóhann voru báðir í sigurliðum á meðan Jón Daði þurfti að sætta sig við jafntefli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Greenwood hand­tekinn fyrir að rjúfa skil­orð

    Mason Greenwood, leikmaður Manhester United hefur verið handtekinn á nýjan leik fyrir brot á skilorði. Greenwood var handtekinn í janúar en var sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hefur verið á skilorði síðan en braut það nýverið og var því handtekinn á nýjan leik.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Kanté missir að öllum líkindum af HM

    Það virðast litlar sem engar líkur á því að N‘Golo Kanté geta hjálpað Frakklandi að verja heimsmeistaratitil sinn í knattspyrnu þegar HM fer fram í Katar undir lok þessa árs. Talið er að miðjumaðurinn öflugi verði frá næstu þrjá mánuðina vegna meiðsla aftan í læri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Ton­ey sá um Brig­hton

    Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brentford vann 2-0 sigur á Brighton & Hove Albion þökk sé tveimur mörkum frá Ivan Toney. Sigurinn var merkilegur fyrir þær sakir að Brentford, heimalið kvöldsins, var aðeins 27 prósent með boltann.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Alexander-Arn­old fór sömu leið og Ari Freyr

    Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool.

    Enski boltinn