
Ronaldo talinn bestu kaup frá upphafi úrvalsdeildarinnar
Sérfræðingar Sky Sports tóku saman bestu kaup ensku úrvalsdeildarinnar frá stofnun deildarinnar árið 1992. Var það hinn portúgalski Cristiano Ronaldo sem hreppti hnossið.
Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Sérfræðingar Sky Sports tóku saman bestu kaup ensku úrvalsdeildarinnar frá stofnun deildarinnar árið 1992. Var það hinn portúgalski Cristiano Ronaldo sem hreppti hnossið.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Everton í kvöld er liðið vann 1-0 útisigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester City vann 2-0 sigur á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigurinn var síst of stór miðað við yfirburði Man City.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark Everton í 1-0 sigri á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðin mættust á Brammall Lane í Sheffield. Sigurinn lyftir Everton upp í annað sæti deildarinnar.
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var gífurlega sáttur með sigur sinna manna á Chelsea í dag er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 3-1 Arsenal í vil en liðið hefði hæglega getað skorað mun fleiri mörk.
Arsenal vann frábæran 3-0 sigur á Chelsea í Lundúnaslag dagsins á Emirates-vellinum.
Enska götublaðið Daily Mail fór yfir félagaskipti „stóru sex“ liðanna í ensku úrvalsdeildinni nú í síðasta félagaskiptaglugga og gaf einkunn. Þar fá félagaskipti landsliðsmarkvarðarins Rúnars Alex Rúnarssonar falleinunn.
Aston Villa vann sannfærandi 3-0 sigur á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Erling Haaland, hinn 20 ára gamli sóknarmaður Dortmund, er efstur á óskalista Frank Lampard fyrir félagsskiptagluggann næsta sumar.
Leicester og Manchester United skildu jöfn í ensku úrvalsdeildinni í dag, lokatölur 2-2.
Mesut Özil hefur ekkert spilað með Arsenal á þessari leiktíð og mun að öllum líkindum yfirgefa félagið næsta sumar þegar hann verður samningslaus.
Wolves hefur ákveðið að banna leikmönnum sínum að fara í stórar matvörubúðir til að draga úr áhættu á að þeir fái kórónuveiruna.
Jurgen Klopp segir það hafa verið mistök að láta hinn unga Trent Alexander-Arnold bera fyrirliðabandið í leiknum við Midtjylland í Meistaradeildinni en segir að Mohammed Salah hafi ekki verið næstur í röðinni.
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir Chelsea vera með sterkasta hópinn í ensku úrvalsdeildinni en þessi lið mætast kl. 17:30 í dag.
Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag.
Liverpool hefur verið nánast óstöðvandi undanfarin ár undir stjórn Jurgens Klopp. Árið í ár er það þriðja í röð sem liðið trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um jólin.
Miðjumaðurinn Giovanni Lo Celso mun ekki spila með Tottenham næstu vikurnar vegna meiðsla og mun því missa af leiknum við Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, hvetur leikmenn sína til að hlusta ekki á tal um titilbaráttu og einbeita sér frekar að því að bæta leik sinn frá degi til dags.
Gabriel Jesus og Kyle Walker, leikmenn Manchester City, hafa greinst jákvæðir fyrir Kórónuveirunni og verða ekki með liðinu gegn Newcastle á morgun.
Danny Rose, leikmaður Tottenham, var handtekinn fyrir of hraðan akstur á Þorláksmessu.
Manchester United hefur unnið þrettán útileiki í röð gegn enskum andstæðingum sínum.
Scott Parker þjálfari Fulham, verður ekki viðstaddur þegar liðið tekur á móti Southampton á öðrum degi jóla.
Sam Allardyce, nýráðinn stjóri West Brom, segir að stórveldið Arsenal sé eitt af þeim liðum sem sé að berjast fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Sheffield United er á botni ensku úrvalsdeildarinnar með einungis tvö stig eftir fjórtán leiki, tíu stigum frá öruggu sæti í deildinni. Liðið leitar nú allra mögulegra leiða til að styrkja sig fyrir komandi átök.
Bruno Fernandes kom eins og stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina í byrjun þessa árs þegar hann gekk til liðs við Manchester United. Hann hefur síðan þá komið að 29 mörkum í 27 leikjum fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, skorað sautján mörk og lagt upp tólf.
Dregið var í undanúrslit deildabikarsins í Englandi í kvöld. Manchester United og Manchester City mætast á Old Trafford á meðan Tottenham Hotspur fær B-deildarlið Brentford í heimsókn.
Manchester United tryggði sér sæti í undanúrslitum enska deildabikarsins með 2-0 sigri á Everton á Goodison Park í kvöld.
Tottenham Hotspur er komið í undanúrslit enska deildabikarsins eftir 3-1 sigur á B-deildarliði Stoke City. Tottenham skoraði tvívegis á síðustu 20 mínútum leiksins.
Fyrrum framherji Liverpool, John Aldridge, segist eiga erfitt með að skilja ef Mohamed Salah, framherji meistaranna, vilji fara til Real Madrid eftir atvikið með Sergio Ramos í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2018.
Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, segir að leikmenn Arsenal þurfi að njóta þess að spila fótbolta á nýjan leik. Þeir líti út eins og að þeim leiðist undir stjórn hins spænska Mikel Arteta og það megi ekki gerast.