Systur og Lay Low fluttu saman Euphoria og órafmagnaða útgáfu af Með hækkandi sól Systur fluttu lagið Með hækkandi sól saman ásamt Lay Low lagahöfundi lagsins í Eurovision House Party. Lay Low, Elín, Sigga og Beta eru allar staddar í Tórínó á Ítalíu þar sem Systur keppa á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudaginn 10. maí. Tónlist 4. maí 2022 14:40
Covid-19 smit í portúgalska Eurovision hópnum Meðlimur í portúgalska Eurovision hópnum greindist með Covid-19 í skimun í PalaOlimpico tónleikahöllinni í Torino. Tónlist 4. maí 2022 13:21
Árný Fjóla verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision Árný Fjóla Ásmundsdóttir meðlimur í Gagnamagninu verður stigakynnir Íslands í Eurovision keppninni í ár. Tónlist 4. maí 2022 12:40
„Stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni“ Íslenski Eurovision hópurinn flaug út til Tórínó um helgina. Systkinin Sigríður, Eyþór, Elísabet og Elín Eyþórsbörn tóku fyrstu æfinguna á sviðinu í gær. Lífið 2. maí 2022 13:31
Stjörnulífið: Ítalía, barneignir og árshátíð í höll Það birtir svo sannarlega yfir skemmtanalífi landsins með hækkandi sól svo mikið er um að vera hjá listamönnum landsins. Systurnar eru mættar til Tórínó þar sem þær munu keppa í Eurovision og margir virðast vera að skella sér til útlanda. Lífið 2. maí 2022 12:31
„Ég syng í baðinu, syng í sturtunni. Á ég líka að syngja í 60 Minutes?“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virðist hafa stolið senuninni í Eurovision-umfjöllun bandaríska fréttaskýringaþáttarins 60 Minutes, sem var birtur í bandarísku sjónvarpi í gær. Lífið 2. maí 2022 10:43
Frumsýndu nýja búninga á fyrstu æfingunni fyrir Eurovision Systur, framlag Íslands til Eurovision í ár, tóku sína fyrstu æfingu á sviðinu í dag. Íslenski hópurinn flaug út aðfaranótt laugardags með systkinin Eyþór, Elínu, Sigríði og Elísabetu í fararbroddi. Tónlist 2. maí 2022 00:36
Hópurinn lagður af stað til Ítalíu Íslenski Eurovisionhópurinn lagði af stað til Ítalíu í morgun en systurnar Sigga, Beta og Elín stíga á svið í Tórínó þann 10.maí. Innlent 30. apríl 2022 11:18
Beta klæddist ACDC bol á sviðinu í Madríd Hljómsveitin Systur, skipuð af Eyþórsdætrunum Elínu, Sigríði og Elísabetu, steig á svið á Eurovision tónleikum sem haldnir voru í Madríd á Spáni. Tíska og hönnun 26. apríl 2022 11:30
Kanada fer af stað með eigin Eurovision keppni Í gær var tilkynnt að Kanada fylgir í fótspor Bandaríkjanna og byrjar með eigin Eurovision keppni. Keppendur frá öllum hlutum Kanada munu keppa með frumsömdum lögum í beinni útsendingu í þáttunum Eurovision Canada. Tónlist 26. apríl 2022 09:57
Með hækkandi sól klífur listann Nú styttist óðfluga í Eurovision og íslenski listinn fylgist spenntur með á hliðarlínunni. Framlag okkar Íslendinga, lagið Með hækkandi sól, hækkar sig um tólf sæti á milli vikna og situr nú í sjötta sæti íslenska listans. Tónlist 9. apríl 2022 16:02
Helmingurinn ánægður með framlagið til Eurovision Helmingur Íslendinga segist ánægður með framlag okkar til Eurovision þetta árið. Það er samkvæmt könnum sem Prósent framkvæmdi nýverið en einungis tuttugu prósent sögðu óánægð. Tónlist 4. apríl 2022 17:42
Úkraínski Eurovision-sigurvegarinn Jamala á leið til Íslands Úkraínska söngkonan Jamala sem vann Eurovision 2016 með laginu 1944 kemur fram í söfnunar- og skemmtiþættinum Heimsins mikilvægasta kvöld. Tónlist 31. mars 2022 12:59
Reykjavíkurdætur halda sína fyrstu tónleika á Íslandi í þrjú ár Vinsældir Reykjavíkurdætra hér á landi hafa sennilega aldrei verið meiri en núna. Hljómsveitin er strax byrjuð að bóka tónleika erlendis eftir að vekja mikla athygli fyrir þátttökuna í Söngvakeppninni. Tónlist 29. mars 2022 11:49
„Gæti ekki verið spenntari að takast á við þau verkefni sem eru framundan“ Tónlistarkonan Elísabet Eyþórsdóttir, gjarnan kölluð Beta, kom, sá og sigraði í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár ásamt systrum sínum, Elínu og Sigríði. Þessi lífsglaða kona hefur starfað sem söngkona og lagahöfundur í mörg ár og segir ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna við og kenna tónlist. Beta er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Heilsa 26. mars 2022 11:31
Michael Bolton, Jewel, Macy Gray og Sisqó meðal þeirra sem keppa í bandaríska Eurovision Bandaríska útgáfan af Eurovision fer af stað í dag og mun standa yfir í átta vikur undir nafninu Ameríska söngvakeppnin. Þar munu keppendur flytja frumsamin lög sem keppa um atkvæði þjóðarinnar og eru margar stjörnur búnar að taka að sér hlutverk flytjanda. Lífið 21. mars 2022 15:30
Íslensk hönnun, vintage flíkur og skrjáfandi jakki á Söngvakeppninni Það fór varla framhjá neinum að Söngvakeppnin var haldin hátíðleg á dögunum þar sem þær Ey systur fóru með sigur á hólmi mörgum til mikillar ánægju. Keppendur voru hver öðrum glæsilegri og þar sem ég var á staðnum nýtti ég tækifærið og fékk að gluggast í hverju keppendur klæddust. Tíska og hönnun 21. mars 2022 13:31
Pallborðið: Dramatíkin í Söngvakeppninni Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? Lífið 17. mars 2022 12:16
Telur afstöðu RÚV til mannréttindabrota tækifærissinnaða Hjálmtýr Heiðdal hefur, fyrir hönd stjórnar Félagsins Ísland – Palestína, sent bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra þar sem hann krefst svara við því hvers vegna RÚV þyki nú sjálfgefið að Rússum sé vísað úr Eurovision en fráleitt áður að stíga slíkt skref þegar Ísrael átti í hlut. Innlent 17. mars 2022 11:15
Framlag Serbíu til Eurovision vekur athygli Serbía hefur valið sitt framlag til Eurovision í ár og er söngkonan Konstrakta strax komin með mikinn meðbyr. Eins og staðan er núna er Serbíu spáð í 17. sæti í keppninni samkvæmt veðbanka Betson. Tónlist 17. mars 2022 09:56
Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. Tónlist 15. mars 2022 13:31
Elín Ey og Íris Tanja nýtt par Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og leikkonan Íris Tanja Flygenring eru nýtt par. Parið byrjaði nýlega saman og eru þær býsna lukkulegar með hvor aðra. Íris Tanja hefur stutt Elínu í gegnum Söngvakeppnina og er ánægð með árangurinn. Lífið 15. mars 2022 11:16
Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu. Tónlist 15. mars 2022 10:36
Tusse kynnti sig fyrir Gísla Marteini með íslenskri þýðingu nafnsins Íslenskir netverjar veltu því fyrir sér um helgina hvort að sænski söngvarinn Tusse væri var um þýðingu nafnsins á íslensku og hefur Gísli Marteinn nú svarað þeirri stóru spurningu. Lífið 14. mars 2022 15:01
Ekki komið til greina að birta gögn um niðurstöður á úrslitakvöldinu Ekki hefur komið til greina að birta hrágögn um niðurstöður kosninga í Söngvakeppni sjónvarpsins á úrslitakvöldinu. Von er á gögnunum annað hvort á morgun eða hinn að sögn framkvæmdastjóra keppninnar. Lífið 14. mars 2022 13:51
Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. Lífið 14. mars 2022 13:31
Stjörnulífið: Glimmer, glamúr og Söngvakeppnin Helgin var undirlögð í glitri og glamúr þar þar Söngvakeppni sjónvarpsins fór fram. Frikki Dór var með tónleika, nýútskrifaðir dávaldar og sólin lét sjá sig. Lífið 14. mars 2022 12:04
52 ára og ólétt í annað sinn Sænska sjónvarpsstjarnan Petra Mede tilkynnti í viðtali við Nyhetsmorgon á TV4 að hún á von á sínu öðru barni. Lífið 14. mars 2022 10:43
Héldu sjálfar með Reykjavíkurdætrum Eyþórsdætur unnu afgerandi sigur í söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það kom þeim sjálfum ekki síst á óvart en þær eins og flestir höfðu gert ráð fyrir sigri Reykjavíkurdætra. Lífið 13. mars 2022 20:54
Engin bilun á símkerfum sem hafði áhrif á úrslitin Úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins í gærkvöldi komu mörgum á óvart en þær Eyþórsdætur lögðu Reykjavíkurdætur að velli í lokaeinvígi kvöldsins. Margir vildu kenna bilun í símkerfi um að atkvæði hafi ekki skilað sér til Reykjavíkurdætra en forsvarsmenn keppninnar vísa því á bug. Lífið 13. mars 2022 13:26