
Gagnamagnið annað stigahæsta á undanúrslitakvöldinu
Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur.
Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.
Eins og þjóðin veit kannski öll lentu Daði og Gagnamagnið í fjórða sæti í Eurovision í gærkvöldi, sem er auðvitað alveg frábær árangur.
Damiano David, söngvari ítölsku sveitarinnar Måneskin, var spurður að því á blaðamannafundi eftir sigurinn í Eurovision í kvöld hvort hann hefði tekið kókaín á meðan keppni stóð í Rotterdam í kvöld.
Daði og Gagnamagnið enduðu í fjórða sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, með lagið 10 Years. Um er að ræða næstbesta árangur Íslands í keppninni frá upphafi.
Ítalía bar sigur úr býtum í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Zitti e buoni með sveitinni Måneskin og fékk 524 stig.
Hannes Óli Ágústsson var stigakynnir Íslands í Eurovision í kvöld. Hann er mörgum Eurovision-aðdáendum kunnur sem Olaf Yohannsson, maðurinn sem fékk ekki nóg af laginu Ja Ja Ding Dong í Eurovision-kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.
Upptaka af æfingu Daða og Gagnamagnsins á flutningi 10 Years, framlagi Íslands í Eurovision í ár, var spiluð á úrslitakvöldi keppninnar í kvöld.
Það hefur vart farið fram hjá mörgum að framlag Íslands í Eurovision, lagið 10 Years með Daða og Gagnamagninu, var flutt á úrslitakvöldi keppninnar nú í kvöld.
Líkt og venja gerir ráð fyrir er líf á samfélagsmiðlinum Twitter þegar Eurovision gengur í garð. Segja má að hátíðin nái hámarki þegar Ísland stígur á svið á sjálfu úrslitakvöldinu, en líkt og flestir með nettengingu hafa eflaust tekið eftir er það kvöldið í kvöld.
Úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld.
Í gær varð alvarlegt slys á æfingu hópsins sem keppir fyrir hönd San Marino í Eurovision.
Daði og gagnamagnið hafa undirbúið skemmtilegar pósur fyrir augnablikið þegar myndavélin beinist að þeim í græna herberginu í úrslitakeppni Eurovision í kvöld. Hulda Kristín Kolbrúnardóttir, meðlimur í gagnamagninu, lýsir síðustu dögum sem tilfinningarússíbana.
Daði Freyr Pétursson, Eurovision-fulltrúi Íslendinga þetta árið, var heldur betur búinn að lofa afa sínum Björgvini Kristjáni Þorvarðarsyni, veglegri afmælisgjöf þetta árið.
Daði Freyr gaf í morgun út plötu á Spotify og má þar finna sex lög.
Daði Freyr og Gagnamagnið verða tólftu „á svið“ á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í Rotterdam í Hollandi annað kvöld. Frá þessu var greint seint í gærkvöldi, en áður hafði verið tilkynnt að Ísland yrði í fyrri helmingi þeirra laga sem flutt verða.
Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar.
Finnar létu sitt ekki eftir liggja í umdeildum skilaboðum í kynningarglugga sínum við lok atkvæðagreiðslunnar í Eurovision í kvöld. Þegar kom að þeim drógu þeir skyndilega upp skilti þar sem á stóð: „Play Jaja Ding Dong.“
Aðdáun fólks á Daða og Gagnamagninu leynir sér ekki þegar samfélagsmiðillinn Twitter er opnaður. Sú aðdáun skilaði sér auðvitað í því að Ísland komst áfram úr undankeppninni og tekur því þátt á lokakvöldinu á laugardag.
Ísland er á meðal þeirra þjóða sem komast áfram í lokakeppni Eurovision. Þetta varð ljóst rétt í þessu þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kynnt. 10 þjóðir komust áfram af 16 keppendum.
Daði og Gagnamagnið stigu á svið með æfingamyndbandinu í Eurovision fyrir stundu. Fagnaðarlætin voru brjáluð og fyrir þá sem ekki vissu að um væri að ræða myndband var ekki margt sem gaf til kynna að svo væri.
Síðara undankvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2021 verður haldið í Ahoy-höllinni í Rotterdam í kvöld og nú er komið að Íslandi. Daði og Gagnamagnið eru áttunda atriðið í kvöld sem reyndar verður spilað af upptöku, sem þó á að vera geggjuð.
Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson segir að þrátt fyrir að það séu vonbrigði að fá annað árið í röð ekki að stíga á stóra sviðið í Eurovision sá séu stærri vandamál í heiminum. Hópurinn ætli að gera það besta úr þessu.
Rúmlega helmingur íslensku þjóðarinnar, 54 prósent, spáir Daða og Gagnamagninu einu af tíu efstu sætunum í Eurovision í ár. Um sjö prósent spáir íslenska framlaginu einu af þremur neðstu sætum keppninnar.
„Við erum að fara keppa í kvöld og hér er verið að undirbúa græna herbergið á hótelinu þar sem að þeir Gagnamagnsmeðlimir sem geta verið geta verið og veifað Evrópu,“ segirFelix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í Rotterdam, í samtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun.
Ísland keppir í seinni undanriðlinum í Eurovision í kvöld. Lagið 10 Years er númer átta í röðinni, á eftir Moldóvum og á undan Serbum.
Duncan Laurence, sigurvegari Eurovision árið 2019, hefur greinst smitaður af Covid-19. Laurence sigraði í keppninni fyrir hönd Hollands í Tel Aviv árið 2019 en til stóð að hann stigi á svið á laugardag til þess að flytja sigurlag sitt eins og hefð er fyrir.
Jóhann Sigurður Jóhannsson, liðsmaður Gagnamagnsins sem greindist með kórónuveiruna í gær, segist mjög þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann og aðrir í Gagnamagninu hafi fundið fyrir eftir að ljóst var að sveitin myndi ekki stíga á stóra sviði í Rotterdam vegna kórónuveirusmits Jóhanns.
Enginn íslenskur lagahöfundur hefur komist jafn oft í úrslitakeppni Eurovision og Örlygur Smári en hann hefur eins og margir vita samið fjögur framlög Íslands í Eurovision keppninna. Örlygur Smári gaf svo á dögunum út nýtt lag sem heitir Sumardans.
Veðbankarnir hafa ekki tekið vel í tíðindin af örlögum íslenska Eurovision-hópsins, sem tilkynnti í dag að hann myndi ekki stíga á svið í keppninni vegna kórónuveirusmits meðlims í hljómsveitinni.
Rapparinn Flo Rida er mættur til Rotterdam og mun koma fram með Senhit fyrir hönd San Marino í Eurovision.
Felix Bergsson fararstjóri í íslenska Eurovision-hópnum segir mikil vonbrigði að íslenski hópurinn muni ekki stíga á svið annað kvöld eftir að Jóhann Sigurður Jóhannsson, einn meðlimur hópsins, greindist með kórónuveiruna. Það verði að koma í ljós hvort hinir meðlimir gagnamagnsins verði í græna herberginu á keppninni á morgun.