Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Raikkönen: Misstum aldrei trúna

Kimi Raikkönen sagði eftir sigurinn í Brasilíu í dag að hann og lið sitt hefðu aldrei misst trúna á því að liðið gæti staðið upp sem sigurvegari.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton í bestu stöðunni

Heimamaðurinn Felipe Massa verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Lewis Hamilton varð annar í tímatökunum í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton slapp með skrekkinn

Heimsmeistaraefnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1 slapp með skrekkinn í kvöld þegar lið hans var sektað fyrir að brjóta reglur um hjólbarðanotkun á æfingum í dag.

Formúla 1
Fréttamynd

Massa hjá Ferrari til 2010

Felipe Massa hefur samið Ferrari til ársins 2010 sem gefur til kynna að Fernando Alonso sé ekki á leið til liðsins að tímabilinu loknu.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso á leið til Renault á ný?

Þýska blaðið Bild fullyrðir að heimsmeistarinn Fernando Alonso hjá McLaren í Formúlu 1 hafi undirritað viljayfirlýsingu um að ganga aftur í raðir Renault á næsta ári, að því gefnu að hann fái sig lausan hjá McLaren í vetur.

Formúla 1
Fréttamynd

Jafnrétti skal tryggt hjá McLaren

Forráðamenn Formúlu 1 hafa ákveðið að senda sérstakan fulltrúa á lokamótið í Brasilíu þann 21. október og verður honum fengið að sjá til þess að ekki verði gert upp á milli þeirra Fernando Alonso og Lewis Hamilton.

Formúla 1
Fréttamynd

Ég stenst pressuna

Lewis Hamilton segir að hann geti vel staðist pressuna sem verður á honum í Brasilíu þann 21. október nk þegar hann getur orðið yngsti heimsmeistari í sögu Formúlu 1.

Formúla 1
Fréttamynd

Við fáum báðir tækifæri

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist viss um að McLaren liðið muni gefa sér og félaga sínum Lewis Hamilton sama tækifæri til að hampa titlinum þegar úrslitin ráðast í Brasilíukappakstrinum í Formúlu 1 21. október nk.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton: Ég gerði mistök

„Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu,“ sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton féll úr leik

Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton á ráspól

Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt.

Formúla 1
Fréttamynd

Raikkönen öflugur í Kína

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen náði besta tíma á báðum æfingum dagsins fyrir Kínakappaksturinn sem fram fer í Shanghai á sunnudaginn. Þar getur Lewis Hamilton orðið fyrsti maðurinn til að vinna titil á sínu fyrsta ári í Formúlu og jafnframt orðið sá yngsti til að hampa titlinum.

Formúla 1
Fréttamynd

Sigurinn tekinn af Hamilton?

Svo gæti farið að sigur Lewis Hamilton yrði tekinn af honum ef sýnt þykir að hann hafi sýnt gáleysi í akstri í sigrinum um síðustu helgi. Andstæðingar Bretans unga hafa gagnrýnt ökulag hans harðlega síðustu daga.

Formúla 1
Fréttamynd

Alonso vill losna frá Hamilton

Spænski ökuþórinn Fernando Alonso vill ekki vera liðsfélagi Lewis Hamilton á næsta ári. Deilur þeirra tveggja hefur skapað mikla spennu innan raða McLaren. Renault hefur boðið Alonso að koma til baka.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton vill losna við Alonso

Lewis Hamilton segist ekki eiga von á því að hann og liðsfélagi hans Fernando Alonso geti verið saman í liði á næsta keppnistímabili, en deilur þeirra tveggja síðustu mánuði hafa skapað gríðarlega spennu í herbúðum McLaren.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton skrefi nær titlinum

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton tók í morgun stórt skref í áttina að því að verða fyrsti nýliðinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Japanskappakstrinum.

Formúla 1
Fréttamynd

Hamilton náði ráspól

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren stakks sér fram úr félaga sínum Fernando Alonso á síðustu stundu í tímatökum fyrir Japanskappaksturinn í morgun og verður því á ráspól í keppninni á morgun. Kimi Raikkönen og Felipe Massa hjá Ferrari hirtu þriðja og fjórða sætið.

Formúla 1
Fréttamynd

McLaren vill að ég verði heimsmeistari

Spennustigið í herbúðum McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur nú hækkað enn frekar eftir nýjustu yfirlýsingu Lewis Hamilton. Hann segir forráðamen liðsins vera búna að sjá að hann sé maðurinn til að styðja til heimsmeistaratignar í keppni ökuþóra.

Formúla 1