Geimurinn

Geimurinn

Fréttir af geimvísindum og geimferðum.

Fréttamynd

ESA vill net gervihnatta á braut um tunglið

Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, vinnur að því að koma samskipta- og staðsetningargervihnöttum á braut um tunglið. Þannig á að auðvelda verulega rannsóknarvinnu og ferðir til tunglsins og þaðan lengra út í sólkerfið.

Erlent
Fréttamynd

Fundu málmgufur utan um halastjörnur

Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar lentu vélmenni á Mars

Kínverjar hafa lent fyrsta lendingarfari sínu á Mars og urðu þeir þar með önnur þjóðin í heiminum sem tekst það. Vélmennið Zhurong er þegar byrjað að senda gögn til jarðarinnar eftir að hafa lent seint í gærkvöldi, að íslenskum tíma.

Erlent
Fréttamynd

Vængir James Webb opnaðir á jörðinni í síðasta sinn

Vísindamenn vinna nú að því að opna gyllta spegilvængi James Webb sjónaukans (JSWT) í síðast sinn á jörðu niðri. Næst þegar vængirnir opna verður það vonandi á sporbraut sólina. James Webb er stærsti og öflugasti geimsjónauki sem hefur verið smíðaður.

Erlent
Fréttamynd

Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt

Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar.

Erlent
Fréttamynd

SpaceX lenti nýjustu frumgerðinni

Starfsmenn fyrirtækisins SpaceX skutu í kvöld enn einni frumgerð geimfarsins Starship á loft frá Texas. Þá tókst þeim að lenda þessari stærðarinnar frumgerð í heilu lagi. Fyrirtækið gerði nýverið samning við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna um að flytja geimfara til tunglsins með Starship.

Erlent
Fréttamynd

Þriðji Apollo 11-geimfarinn látinn

Michael Collins, flugmaður stjórnhylkisins Columbia sem flaug með þeim Neil Armstrong og Buzz Aldrin til tunglsins árið 1969, er látinn, níræður að aldri. Ólíkt félögum sínum tveimur steig Collins aldrei fæti á tunglið.

Erlent
Fréttamynd

Lífseigu samstarfi í geimnum að ljúka og keppt til tunglsins

Í rúma tvo áratugi hafa geimvísindamenn og geimfarar Rússlands og Bandaríkjanna unnið náið saman, samhliða því að samskipti ríkjanna tveggja hafa beðið verulega hnekki. Þó viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi verið beitt á báða bóga hefur geimurinn verið sér á báti. Sá tími er nú liðinn.

Erlent
Fréttamynd

Ingenuity flaug hærra og lengra en áður

Tilraunir með þyrilvængjuna Ingenuity á reikistjörnunni Mars héldu áfram um helgina. Þá fór litla þyrlan í þriðju tilraunaflugferð sína og sveif hærra og lengra en hún hafði nokkru sinni gert áður. Verkfræðingar leiðangursins ætla Ingenuity enn djarfari ferðir á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Vann súrefni úr marsnesku lofti í fyrsta sinn

Tæki um borð í könnunarjeppanum Perseverance á reikistjörnunni Mars vann súrefni úr lofti þar í fyrsta skipti í vikunni. Tilrauninni er ætlað að kanna fýsileika þess að vinna súrefni á staðnum sem er forsenda fyrir því að hægt verði að senda menn til Mars í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Margir áfangar í geimskoti SpaceX og NASA

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX munu á fimmtudaginn skjóta fjórum geimförum af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Verður það í fyrsta sinn sem eldflaug og geimfar eru endurnýtt til að koma geimförum út í geim.

Erlent
Fréttamynd

Litlu Marsþyrlunni tókst ætlunarverkið

Fyrsta tilraunaflug þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars gekk að óskum í morgun. Leiðangursstjórn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA bárust fyrstu gögnin sem staðfestu að þyrlan hefði flogið og fyrstu myndirnar af tilrauninni.

Erlent
Fréttamynd

Þyrlan á Mars: Fyrsta tilraunaflugferðin í morgun

Þyrilvængjan Ingenuity átti að reyna að fljúga í fyrsta skipti á reikistjörnunni Mars nú í morgun. Búist er við að upplýsingar um hvernig til tókst berist til jarðar nú fyrir hádegið. Hægt verður að fylgjast með því í beinni útsendingu á Vísi.

Erlent
Fréttamynd

Stefna á þyrluflug á Mars á morgun

Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp.

Erlent
Fréttamynd

NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrstu þyrlu­flug­ferðinni seinkar vegna hug­búnaðar­upp­færslu

Ný dagsetning fyrir fyrstu flugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars verður ákveðin í næstu viku ef allt gengur að óskum. Ferðinni var frestað eftir að hnökrar komu fram við undirbúning fyrir helgi og þurfa verkfræðingar að uppfæra flugstjórnarhugbúnað vængjunnar.

Erlent
Fréttamynd

Fresta fyrsta þyrlufluginu á Mars

Ákveðið hefur verið að fresta fyrstu tilraunaflugferð þyrilvængjunnar Ingenuity á reikistjörnunni Mars. Til stóða að fljúga henni í fyrsta lagi í dag en eftir að hnökrar komu í ljós við undirbúning á föstudag var ákveðið að seinka því.

Erlent
Fréttamynd

Búa sig undir fyrsta þyrluflugið á öðrum hnetti

Undirbúningur fyrir fyrsta flug þyrilvængjunnar Ingenuity á Mars er nú í fullum gangi. Flygildið var losað undan könnunarjeppanum Perseverance um helgina og stefnt er að fyrstu flugferðinni á sunnudag. Það verður fyrsta farartæki manna sem flýgur á annarri reikistjörnu undir eigin afli.

Erlent
Fréttamynd

Heiðskírt með 400 metrum á sekúndu

Veðurofsinn í heiðhvolfi Júpíters, stærstu reikistjörnu sólkerfisins, hefur nú verið mældur beint í fyrsta skipti. Vindhraðinn mældist ríflega 400 metrar á sekúndu við heimskaut gasrisans og telja stjörnufræðingar veðurfyrirbrigðið einstakt í sólkerfinu.

Erlent
Fréttamynd

Kveikja á hreyflum nýrrar eldflaugar annað kvöld

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) stefnir á að gera enn eina tilraunina með hreyfla eldflaugarinnar Space Launch System sem hönnuð hefur verið til að senda menn til tunglsins og til Mars. Þróunarvinnan hefur þó dregist verulega og kostað mun meira en til stóð.

Erlent
Fréttamynd

Heyrðu hljóðið í vindinum og leysitæki á Mars

Hljóðupptökur úr leysimælitæki bandaríska könnunarjeppans Perseverance á Mars hafa nú verið birtar opinberlega. Á þeim má heyra gnauðandi vindinn á nágrannareikistjörnunni og hljóðið í leysigeisla sem er skotið á steina.

Erlent