Fundu reikistjörnur þvers og kruss um stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 8. nóvember 2021 21:01 Reikistjörnurnar í HD3167-sólkerfinu eru taldar svonefndar ofurjarðir líkt og á þessari teikningu listamanns. Undarlegar sporbrautir reikistjarna í sólkerfinu þýða að á næturhimni þeirra má sjá hinar reikistjörnurnar ganga lóðrétt um hann. NASA Stjörnufræðingar klóra sér nú í höfðinu yfir einstöku sólkerfi sem þeir fundu í 150 ljósára fjarlægð. Tvær reikistjörnur ganga í kringum póla móðurstjörnunnar en önnur um miðbaug hennar eins og hefðbundið er. Tvær fjarreikistjörnur fundust á braut um stjörnuna HD 3167 árið 2016 og ári síðar fannst sú þriðja. Þær eru taldar svonefndar ofurjarðir og er stærð þeirra á milli jarðarinnar og Neptúnusar. Það kom vísindamönnum í opna skjöldu þegar þeir komust að því að tveir ytri hnettirnir gengju ekki í kringum miðbaug stjörnunnar heldur um póla hennar. Allar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar ganga á svipuðu plani um miðbaug sólarinnar. Nýlega tókst stjörnufræðingum að mæla braut innri reikistjörnunnar í fyrsta skipti. Þá kom í ljós að sporbraut hennar er hefðbundin. Hún gengur í kringum miðbaug HD 3167 en hornrétt á braut hinna reikistjarnanna tveggja. Ekki er óheyrt að reikistjörnur gangi í kringum póla stjarna en ekki er vitað um nokkuð annað sólkerfi sem líkist þessu þar sem reikistjörnunar ganga þvers og kress í kringum stjörnu, að sögn New York Times. Shweta Dalal frá Exeter-háskóla á Englandi segir að óþekkt fyrirbæri í ystu afkimum HD 3167-sólkerfisins kunni að valda þessari óvenjulegu uppröðun reikistjarnanna. Vísbendingar séu um að reikistjarnan á stærð við Júpíter sé á braut um stjörnuna. Þyngdarkraftur hennar gæti verið nægilegur til að hafa ýtt ytri reikistjörnunum inn á furðulega sporbraut sína. Innsta reikistjarnan sé á hefðbundinni sporbraut þar sem hún sé næst stjörnunni. Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar en allar hinar reikistjörnunnar kæmust fyrir inni í honum saman. Hann hefur þó ekki raskað sporbrautum hinna reikistjarnanna á sama hátt og í HD 3167 þar sem mun lengra er á milli þeirra en á milli reikistjarnanna sólkerfinu óvanalega. Þannig eru sporbrautir allra reikistjarnanna þriggja við HD 3167 á sporbraut sem liggur nær stjörnunni en sporbraut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, er sólinni. Geimurinn Vísindi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Tvær fjarreikistjörnur fundust á braut um stjörnuna HD 3167 árið 2016 og ári síðar fannst sú þriðja. Þær eru taldar svonefndar ofurjarðir og er stærð þeirra á milli jarðarinnar og Neptúnusar. Það kom vísindamönnum í opna skjöldu þegar þeir komust að því að tveir ytri hnettirnir gengju ekki í kringum miðbaug stjörnunnar heldur um póla hennar. Allar reikistjörnurnar í sólkerfinu okkar ganga á svipuðu plani um miðbaug sólarinnar. Nýlega tókst stjörnufræðingum að mæla braut innri reikistjörnunnar í fyrsta skipti. Þá kom í ljós að sporbraut hennar er hefðbundin. Hún gengur í kringum miðbaug HD 3167 en hornrétt á braut hinna reikistjarnanna tveggja. Ekki er óheyrt að reikistjörnur gangi í kringum póla stjarna en ekki er vitað um nokkuð annað sólkerfi sem líkist þessu þar sem reikistjörnunar ganga þvers og kress í kringum stjörnu, að sögn New York Times. Shweta Dalal frá Exeter-háskóla á Englandi segir að óþekkt fyrirbæri í ystu afkimum HD 3167-sólkerfisins kunni að valda þessari óvenjulegu uppröðun reikistjarnanna. Vísbendingar séu um að reikistjarnan á stærð við Júpíter sé á braut um stjörnuna. Þyngdarkraftur hennar gæti verið nægilegur til að hafa ýtt ytri reikistjörnunum inn á furðulega sporbraut sína. Innsta reikistjarnan sé á hefðbundinni sporbraut þar sem hún sé næst stjörnunni. Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar en allar hinar reikistjörnunnar kæmust fyrir inni í honum saman. Hann hefur þó ekki raskað sporbrautum hinna reikistjarnanna á sama hátt og í HD 3167 þar sem mun lengra er á milli þeirra en á milli reikistjarnanna sólkerfinu óvanalega. Þannig eru sporbrautir allra reikistjarnanna þriggja við HD 3167 á sporbraut sem liggur nær stjörnunni en sporbraut Merkúríusar, innstu reikistjörnunnar í sólkerfinu okkar, er sólinni.
Geimurinn Vísindi Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira